Sá sterki yfirleitt í stuttbuxum Benedikt Bóas skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Júlían, að sjálfsögðu í stuttbuxum eins og honum finnst best, með hundinum Stormi í Kópavogi. Fréttablaðið/Stefán „Ég á alveg gallabuxur en er ekkert sérstaklega mikið fyrir að vera í þannig buxum. Vil helst vera í stuttbuxum,“ segir heimsmethafinn Júlían J. K. Jóhannsson en tröllvaxnir fótleggir hans vekja athygli hvert sem hann fer. Júlían tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, sem fram fór í Halmstad í Svíþjóð fyrir skemmstu. Júlían reif þá upp 405 kíló nánast eins auðveldlega og að drekka vatn. Fyrra metið var 397,5 kíló sem Brad Gillingham frá Bandaríkjunum setti árið 2011. Þess má geta að Júlían lyfti 410 kílóum í hnébeygju og 300 kílóum í bekkpressu á mótinu. Samanlagt henti hann því upp einu tonni og 115 kílóum betur. Þyngdirnar skiluðu Júlían í 4. sæti en hann var 20 kílóum frá bronsi. Rússinn Andrey Konovalov varð heimsmeistari en sá lyfti alls 1.252,5 kílóum.JúlÃan J. K. Jóhannsson og StormurEins og gefur að skilja þegar menn eru farnir að henda upp einu tonni í þremur lyftum, og 115 kílóum betur, er ekki hægt að labba inn í 17 og biðja um skyrtu í Large. Júlían þarf því að fara í sérstakar búðir til að geta fengið á sig föt – þó hann kunni best við sig á stuttbuxunum. „Það eru nokkrar verslanir eins og Dressman XL sem hafa bjargað mér í gegnum tíðina. Þó ég sé ekkert mikið fyrir að vera í gallabuxum þá á ég alveg þannig buxur. Það nefnilega breytti öllu þegar gallabuxurnar voru gerðar úr teygjuefni. Þær gjörbreyttu leiknum,“ segir hann og hlær. Júlían er ekkert að stressa sig á að fara að rífa upp lóðin alveg strax enda tekur meira en nokkrar mínútur að jafna sig eftir svona átök. Hann býst þó við að vera kominn inn í salinn á ný í næstu viku, en kappinn æfir í Breiðablik. „Ég er þó Ármenningur,“ segir hann stoltur, og ánægður með að vera í stuttum buxum þrátt fyrir stóra leggi. Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Ég á alveg gallabuxur en er ekkert sérstaklega mikið fyrir að vera í þannig buxum. Vil helst vera í stuttbuxum,“ segir heimsmethafinn Júlían J. K. Jóhannsson en tröllvaxnir fótleggir hans vekja athygli hvert sem hann fer. Júlían tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, sem fram fór í Halmstad í Svíþjóð fyrir skemmstu. Júlían reif þá upp 405 kíló nánast eins auðveldlega og að drekka vatn. Fyrra metið var 397,5 kíló sem Brad Gillingham frá Bandaríkjunum setti árið 2011. Þess má geta að Júlían lyfti 410 kílóum í hnébeygju og 300 kílóum í bekkpressu á mótinu. Samanlagt henti hann því upp einu tonni og 115 kílóum betur. Þyngdirnar skiluðu Júlían í 4. sæti en hann var 20 kílóum frá bronsi. Rússinn Andrey Konovalov varð heimsmeistari en sá lyfti alls 1.252,5 kílóum.JúlÃan J. K. Jóhannsson og StormurEins og gefur að skilja þegar menn eru farnir að henda upp einu tonni í þremur lyftum, og 115 kílóum betur, er ekki hægt að labba inn í 17 og biðja um skyrtu í Large. Júlían þarf því að fara í sérstakar búðir til að geta fengið á sig föt – þó hann kunni best við sig á stuttbuxunum. „Það eru nokkrar verslanir eins og Dressman XL sem hafa bjargað mér í gegnum tíðina. Þó ég sé ekkert mikið fyrir að vera í gallabuxum þá á ég alveg þannig buxur. Það nefnilega breytti öllu þegar gallabuxurnar voru gerðar úr teygjuefni. Þær gjörbreyttu leiknum,“ segir hann og hlær. Júlían er ekkert að stressa sig á að fara að rífa upp lóðin alveg strax enda tekur meira en nokkrar mínútur að jafna sig eftir svona átök. Hann býst þó við að vera kominn inn í salinn á ný í næstu viku, en kappinn æfir í Breiðablik. „Ég er þó Ármenningur,“ segir hann stoltur, og ánægður með að vera í stuttum buxum þrátt fyrir stóra leggi.
Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira