Molinari fullkomnar frábært golfár með sigri á Evrópumótaröðinni Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 18. nóvember 2018 14:30 Molinari með glæsilegan verðlaunagrip sinn Vísir/Getty Francesco Molinari fullkomnaði frábært golfár sitt með því að standa uppi sem sigurvegari á Evrópumótaröðinni en mótaröðinni lauk í dag. Molinari lék samtals á 6 höggum undir pari á DB World Tour meistaramótinu sem haldið var í Dubai og dugði það honum til þess að enda sem efsti maður á peningalista mótaraðarinnar. Molinari þénaði um 6,1 milljón evra á tímabilinu en það var rúmlega einni og hálfri miljón evra en næsti maður á listanum, sem var Justin Rose. Sigurvegari síðasta árs, Tommy Fleetwood var eini maðurinn sem gat náð Molinari en það tókst ekki. Fleetwood endaði í fjórða sæti peningalistans. Fleetwood og Molinari mynduðu saman frábært teymi í Ryder bikarnum fyrr á þessu ári, og unnu alla sína leiki sem þeir léku saman. Molinari gerði enn betur og varð fyrsti Evrópumaðurinn til þess að vinna alla fimm leiki sína á mótinu, en Fleetwood tapaði lokaleik sínum. Molinari fullkomnar því stórkostlegt golfár sitt með þessum titli. Ítalinn vann BMW PGA meistaramótið í maí á þessu ári, þar sem hann var í baráttu við Rory McIlroy og í júlí stóð hann uppi sem sigurvegari á opna breska meistaramótinu, sem er eitt af risamótunum í golfi. Það er hans eini sigur á risamóti til þessa. Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Francesco Molinari fullkomnaði frábært golfár sitt með því að standa uppi sem sigurvegari á Evrópumótaröðinni en mótaröðinni lauk í dag. Molinari lék samtals á 6 höggum undir pari á DB World Tour meistaramótinu sem haldið var í Dubai og dugði það honum til þess að enda sem efsti maður á peningalista mótaraðarinnar. Molinari þénaði um 6,1 milljón evra á tímabilinu en það var rúmlega einni og hálfri miljón evra en næsti maður á listanum, sem var Justin Rose. Sigurvegari síðasta árs, Tommy Fleetwood var eini maðurinn sem gat náð Molinari en það tókst ekki. Fleetwood endaði í fjórða sæti peningalistans. Fleetwood og Molinari mynduðu saman frábært teymi í Ryder bikarnum fyrr á þessu ári, og unnu alla sína leiki sem þeir léku saman. Molinari gerði enn betur og varð fyrsti Evrópumaðurinn til þess að vinna alla fimm leiki sína á mótinu, en Fleetwood tapaði lokaleik sínum. Molinari fullkomnar því stórkostlegt golfár sitt með þessum titli. Ítalinn vann BMW PGA meistaramótið í maí á þessu ári, þar sem hann var í baráttu við Rory McIlroy og í júlí stóð hann uppi sem sigurvegari á opna breska meistaramótinu, sem er eitt af risamótunum í golfi. Það er hans eini sigur á risamóti til þessa.
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira