Biðla til Amazon um að stöðva sölu á „sovéskum“ varningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 23:19 27 meðlimir Evrópuþingsins hafa biðlað til Amazon um að hætta sölu á varningi sem ber merki Sovétríkjanna sálugu. Vísir/Getty Meðlimir Evrópuþingsins hafa sent forstjóra bandaríska netverslunarrisans Amazon, Jef Bezos, opið bréf þar sem þeir biðja hann um að stöðva sölu fyrirtækisins á varningi undir merkjum Sovétríkjanna sálugu, hamars og sigðar. 27 meðlimir Evrópuþingsins, sem sumir hverjir koma frá löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, sendu bréfið undir því yfirskini að merkið kynni að valda sárindum hjá fórnarlömbum ógnarstjórnar Sovétríkjanna. Í bréfinu sagði að „heildarfjöldi fórnarlamba sovéskra stjórnvalda er talinn vera yfir sextíu milljónir manna“ og að stjórnvöld hafi flutt yfir 10 milljónir manna í vinnubúðir í Síberíu þar sem fólk bjó við „ómannúðlegar aðstæður, var neytt til vinnu, svelt og beitt líkamlegu ofbeldi.“ „Hinar blóðugu aðgerðir, hryllingurinn og miskunnarleysið sem Sovétríkin stóðu að höfðu áhrif á nær allar fjölskyldur þeirra landa sem heyrðu undir ríkjasambandið,“ sagði í bréfinu. Þá sagði einnig að „enn mætti finna fyrir sorglegum afleiðingum þess sem átti sér stað.“ Amazon hefur fram að þessu selt rauða boli og hettupeysur með gulum hamri og sigð, sem er skýr vísun í fána Sovétríkjanna, rauðan flöt með gulum hamri og sigð ásamt stjörnu. Þá hefur fatnaðurinn iðulega verið merktur með skammstöfuninni CCCP sem útlistast sem USSR (e. Union of Soviet Socialist Republics) á hinu kyrillíska stafrófi sem notast er við víða í austurhluta Evrópu. Amazon Evrópusambandið Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Meðlimir Evrópuþingsins hafa sent forstjóra bandaríska netverslunarrisans Amazon, Jef Bezos, opið bréf þar sem þeir biðja hann um að stöðva sölu fyrirtækisins á varningi undir merkjum Sovétríkjanna sálugu, hamars og sigðar. 27 meðlimir Evrópuþingsins, sem sumir hverjir koma frá löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, sendu bréfið undir því yfirskini að merkið kynni að valda sárindum hjá fórnarlömbum ógnarstjórnar Sovétríkjanna. Í bréfinu sagði að „heildarfjöldi fórnarlamba sovéskra stjórnvalda er talinn vera yfir sextíu milljónir manna“ og að stjórnvöld hafi flutt yfir 10 milljónir manna í vinnubúðir í Síberíu þar sem fólk bjó við „ómannúðlegar aðstæður, var neytt til vinnu, svelt og beitt líkamlegu ofbeldi.“ „Hinar blóðugu aðgerðir, hryllingurinn og miskunnarleysið sem Sovétríkin stóðu að höfðu áhrif á nær allar fjölskyldur þeirra landa sem heyrðu undir ríkjasambandið,“ sagði í bréfinu. Þá sagði einnig að „enn mætti finna fyrir sorglegum afleiðingum þess sem átti sér stað.“ Amazon hefur fram að þessu selt rauða boli og hettupeysur með gulum hamri og sigð, sem er skýr vísun í fána Sovétríkjanna, rauðan flöt með gulum hamri og sigð ásamt stjörnu. Þá hefur fatnaðurinn iðulega verið merktur með skammstöfuninni CCCP sem útlistast sem USSR (e. Union of Soviet Socialist Republics) á hinu kyrillíska stafrófi sem notast er við víða í austurhluta Evrópu.
Amazon Evrópusambandið Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira