Stofna sjóð til minningar um fjölhæfan listamann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 21:00 Heimir, Jónína og Birgir Þórisson sem er núverandi meðleikari Söngbræðra. Tónleikar til fjáröflunar fyrir sjóð sem stofnaður er til minningar um tónlistarmanninn Heimi Klemenzson verða haldnir í Reykholtskirkju annað kvöld, föstudag. Sjóðnum er ætlað að styðja fjárhagslega við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki í Borgarfirði. „Við erum mörg sem ætlum að koma fram á tónleikum í Reykholtskirkju annað kvöld og gefa vinnuna okkar því aðgangseyririnn á að ganga í nýjan sjóð sem stofnaður hefur verið til að vera ungu borgfirsku tónlistarfólki bakhjarl. Með því viljum við heiðra minningu Heimis Klemenzsonar frá Dýrastöðum í Norðurárdal sem lést með sviplegum hætti fyrr á þessu ári,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, áður kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún kveðst hafa þekkt Heimi vel. „Heimir var nemandi minn frá því hann var sjö, átta ára, þegar hann byrjaði að læra á píanó í Varmalandsskóla. Hann var strax efnilegur og útskrifaðist með framhaldsstig 2013, og hélt þá glæsilega tónleika. Einstaka sinnum leysti hann mig líka af í píanókennslunni. Hann fór svo í í FÍH í rytmískt píanónám og var í kennaranámi þegar hann lést. Hann og kærastan hans Iðunn bjuggu um tíma á Snæfellsnesinu en voru flutt í Borgarnes og búin að eignast litla dóttur.“ Heimir lét til sín taka á tónlistarsviðinu með margvíslegum hætti, að sögn Jónínu. Var meðleikari hjá karlakórnum Söngbræðrum og vann með öðrum tónlistarmönnum, gaf út sólóplötu og var aktívur bæði í að spila og semja. „Það kom snemma í ljós að hann gat samið, það gerði hann oft hjá mér og spilaði frumsamin verk á öllum þremur áfangaprófunum,“ segir Jónína. „Hann var með nemendakór á Hvanneyri og hoppaði inn í starf organista í Stafholti, þegar með þurfti. Var bara mjög fjölhæfur tónlistarmaður sem dýrmætt var að eiga að og það varð sannarlega skarð fyrir skildi við fráfall hans. Við minnumst Heimis á jákvæðan hátt með því að stofna sjóð með tónleikunum í Reykholti á morgun. Þannig verður mögulegt að styrkja tónlistarfólk á Borgarfjarðarsvæðinu og því er miðaverð kannski svolítið hærra en fólk á að venjast. Flestir sem koma fram unnu með Heimi eða tengjast fjölskyldu hans á einhvern hátt,“ segir Jónína. „Við erum líka búin að stofna fésbókarsíðu, hún heitir einfaldlega Minningarsjóður Heimis Klemenzsonar.“ Kirkjan verður opnuð klukkan 20 en tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Flytjendur á tónleikunum eru: Karlakórinn Söngbræður, Soffía Björg, Emma Eyþórsdóttir, Agnes Björgvinsdóttir, Heiðmar og Jakob, Borgarfjarðardætur, Halli Reynis, Eyrún og Tinna, Viðar og Barbara, Ásta Marý, Uppsveitin, Jónína Erna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tónleikar til fjáröflunar fyrir sjóð sem stofnaður er til minningar um tónlistarmanninn Heimi Klemenzson verða haldnir í Reykholtskirkju annað kvöld, föstudag. Sjóðnum er ætlað að styðja fjárhagslega við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki í Borgarfirði. „Við erum mörg sem ætlum að koma fram á tónleikum í Reykholtskirkju annað kvöld og gefa vinnuna okkar því aðgangseyririnn á að ganga í nýjan sjóð sem stofnaður hefur verið til að vera ungu borgfirsku tónlistarfólki bakhjarl. Með því viljum við heiðra minningu Heimis Klemenzsonar frá Dýrastöðum í Norðurárdal sem lést með sviplegum hætti fyrr á þessu ári,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, áður kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún kveðst hafa þekkt Heimi vel. „Heimir var nemandi minn frá því hann var sjö, átta ára, þegar hann byrjaði að læra á píanó í Varmalandsskóla. Hann var strax efnilegur og útskrifaðist með framhaldsstig 2013, og hélt þá glæsilega tónleika. Einstaka sinnum leysti hann mig líka af í píanókennslunni. Hann fór svo í í FÍH í rytmískt píanónám og var í kennaranámi þegar hann lést. Hann og kærastan hans Iðunn bjuggu um tíma á Snæfellsnesinu en voru flutt í Borgarnes og búin að eignast litla dóttur.“ Heimir lét til sín taka á tónlistarsviðinu með margvíslegum hætti, að sögn Jónínu. Var meðleikari hjá karlakórnum Söngbræðrum og vann með öðrum tónlistarmönnum, gaf út sólóplötu og var aktívur bæði í að spila og semja. „Það kom snemma í ljós að hann gat samið, það gerði hann oft hjá mér og spilaði frumsamin verk á öllum þremur áfangaprófunum,“ segir Jónína. „Hann var með nemendakór á Hvanneyri og hoppaði inn í starf organista í Stafholti, þegar með þurfti. Var bara mjög fjölhæfur tónlistarmaður sem dýrmætt var að eiga að og það varð sannarlega skarð fyrir skildi við fráfall hans. Við minnumst Heimis á jákvæðan hátt með því að stofna sjóð með tónleikunum í Reykholti á morgun. Þannig verður mögulegt að styrkja tónlistarfólk á Borgarfjarðarsvæðinu og því er miðaverð kannski svolítið hærra en fólk á að venjast. Flestir sem koma fram unnu með Heimi eða tengjast fjölskyldu hans á einhvern hátt,“ segir Jónína. „Við erum líka búin að stofna fésbókarsíðu, hún heitir einfaldlega Minningarsjóður Heimis Klemenzsonar.“ Kirkjan verður opnuð klukkan 20 en tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Flytjendur á tónleikunum eru: Karlakórinn Söngbræður, Soffía Björg, Emma Eyþórsdóttir, Agnes Björgvinsdóttir, Heiðmar og Jakob, Borgarfjarðardætur, Halli Reynis, Eyrún og Tinna, Viðar og Barbara, Ásta Marý, Uppsveitin, Jónína Erna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira