Telja Ágúst og Lýð eigendur Dekhill Advisors Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2018 08:27 Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fara með tögl og hagldir í Bakkavör. Fréttablaðið/GVA Fullyrt er í nýrri bók að starfsmenn skattrannsóknarstjóra telji að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem kenndir eru við Bakkavör, séu eigendur Dekhill Advisors, annað aflandsfélaganna sem talið er að hafi hagnast um milljarða þegar Búnaðarbankinn var einkavæddur. Þetta kemur fram í nýrri bók Þórðar Snæs Júlíussonar, Kaupthinking, bankinn sem átti sig sjálfur, en greint er frá þessari skoðun starfsmanna skattrannsóknarstjóra í Morgunblaðinu í dag. Nafn félagsins Dekhill Advisors komst í hámæli í mars á síðasta ári eftir að rannsóknarnefnd Alþingis vegna sölunnar á Búnaðarbankanum skilaði skýrslu sinni. Þar kom fram að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Þar kom einnig fram að raunverulegur eigandi hlutarins sem þýski bankinn var sagður eiga hafi verið aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum. Hlutabréfin sem þýski bankinn keypti að nafninu til voru síðar seld með milljarða króna hagnaði. Á árinu 2006 var þessi hagnaður greiddur út, eða um 100 milljónir dollara. Fléttan fékk nafnið „Puffin“ og hefur verið kölluð „Lundafléttan“.Sjá einnig: Gögn sýna virkni leynifélagsins í „Lundafléttunni“ 57,5 milljónir dollara voru greiddar af bankareikningi Welling & Partners til aflandsfélagsins Marine Choice Limited, félags í eigu Ólafs Ólafssonar. Um svipað leyti voru 46,5 milljónir Bandaríkjadala greiddar af bankareikningi Welling & Partners til aflandsfélagsins Dekhill Advisors Limited sem einnig var skráð á Tortóla.Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þegar skýrslan var kynnt.vísir/vilhelmRisastóra spurningin sem á eftir að svara Ekki liggja fyrir óyggjandi upplýsingar um raunverulega eigendur Dekhill Advisors en í viðtali við fréttastofu eftir að skýrsla rannsóknarnefndar kom út sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar að ein „risastór spurning“ stæði eftir nú þegar búið væri að skila skýrslunni. „Hún er sú hverjir áttu aflandsfélagið Dekhill Advisors Ltd sem fær til sín rúmlega 46 milljón bandaríkjadala af þessum fjárhagslega ávinningi af viðskiptunum?“ sagði Kjartan. Nefndinni tókst því ekki að upplýsa það til fulls með óyggjandi hætti hverjir væru eigendur félagsins. Leiddar voru þó líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi væru eigendur þess. Fréttablaðið reyndi ítrekað að bera það undir Lýð og Ágúst hvort þeir væru raunverulegir eigendur Dekhill Advisors en án árangurs. Sem fyrr segir er greint frá því bók Þórðar Snæs að starfsmenn skattrannsóknarstjóra telji að Lýður og Ágúst séu endanlegir eigendur félagsins. Voru þeir spurðir um félagið af rannsóknarnefndinni en svöruðu þeir til að þeim reki ekki minni til atriða sem því tengist. Ágúst og Lýður voru aðaleigendur Exista sem var stærsti eiganda Kaupþings fyrir hrun. Hrunið Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Líkur á að um helmingur hagnaðarins hafi runnið til aðila tengdra Kaupþingi Staðfest er að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var leppur fyrir kaup á hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur Ólafsson athafnamaður stýrði verkefninu, en aðrir leiðtogar í S-hópnum virðast ekki hafa vitað um fléttuna. 30. mars 2017 06:00 Viðtalið við Kjartan og Finn í heild: „Ein risastór spurning sem eftir stendur“ Er ekki eðlilegt að á þessu stigi, þegar allt þetta hefur verið opinberað í dag, að þessir aðilar stígi einfaldlega fram og greini frá öllu saman? 29. mars 2017 17:47 Finnur segist ekki eiga Dekhill Advisors Finnur Ingólfsson vísar „dylgjum“ Vilhjálms Bjarnasonar á bug. 31. mars 2017 14:45 Gögn sýna virkni leynifélagsins í „Lundafléttunni“ Upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins ættu að vera á skrá hjá svissneskum banka. 16. maí 2017 18:39 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fullyrt er í nýrri bók að starfsmenn skattrannsóknarstjóra telji að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem kenndir eru við Bakkavör, séu eigendur Dekhill Advisors, annað aflandsfélaganna sem talið er að hafi hagnast um milljarða þegar Búnaðarbankinn var einkavæddur. Þetta kemur fram í nýrri bók Þórðar Snæs Júlíussonar, Kaupthinking, bankinn sem átti sig sjálfur, en greint er frá þessari skoðun starfsmanna skattrannsóknarstjóra í Morgunblaðinu í dag. Nafn félagsins Dekhill Advisors komst í hámæli í mars á síðasta ári eftir að rannsóknarnefnd Alþingis vegna sölunnar á Búnaðarbankanum skilaði skýrslu sinni. Þar kom fram að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Þar kom einnig fram að raunverulegur eigandi hlutarins sem þýski bankinn var sagður eiga hafi verið aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum. Hlutabréfin sem þýski bankinn keypti að nafninu til voru síðar seld með milljarða króna hagnaði. Á árinu 2006 var þessi hagnaður greiddur út, eða um 100 milljónir dollara. Fléttan fékk nafnið „Puffin“ og hefur verið kölluð „Lundafléttan“.Sjá einnig: Gögn sýna virkni leynifélagsins í „Lundafléttunni“ 57,5 milljónir dollara voru greiddar af bankareikningi Welling & Partners til aflandsfélagsins Marine Choice Limited, félags í eigu Ólafs Ólafssonar. Um svipað leyti voru 46,5 milljónir Bandaríkjadala greiddar af bankareikningi Welling & Partners til aflandsfélagsins Dekhill Advisors Limited sem einnig var skráð á Tortóla.Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þegar skýrslan var kynnt.vísir/vilhelmRisastóra spurningin sem á eftir að svara Ekki liggja fyrir óyggjandi upplýsingar um raunverulega eigendur Dekhill Advisors en í viðtali við fréttastofu eftir að skýrsla rannsóknarnefndar kom út sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar að ein „risastór spurning“ stæði eftir nú þegar búið væri að skila skýrslunni. „Hún er sú hverjir áttu aflandsfélagið Dekhill Advisors Ltd sem fær til sín rúmlega 46 milljón bandaríkjadala af þessum fjárhagslega ávinningi af viðskiptunum?“ sagði Kjartan. Nefndinni tókst því ekki að upplýsa það til fulls með óyggjandi hætti hverjir væru eigendur félagsins. Leiddar voru þó líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi væru eigendur þess. Fréttablaðið reyndi ítrekað að bera það undir Lýð og Ágúst hvort þeir væru raunverulegir eigendur Dekhill Advisors en án árangurs. Sem fyrr segir er greint frá því bók Þórðar Snæs að starfsmenn skattrannsóknarstjóra telji að Lýður og Ágúst séu endanlegir eigendur félagsins. Voru þeir spurðir um félagið af rannsóknarnefndinni en svöruðu þeir til að þeim reki ekki minni til atriða sem því tengist. Ágúst og Lýður voru aðaleigendur Exista sem var stærsti eiganda Kaupþings fyrir hrun.
Hrunið Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Líkur á að um helmingur hagnaðarins hafi runnið til aðila tengdra Kaupþingi Staðfest er að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var leppur fyrir kaup á hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur Ólafsson athafnamaður stýrði verkefninu, en aðrir leiðtogar í S-hópnum virðast ekki hafa vitað um fléttuna. 30. mars 2017 06:00 Viðtalið við Kjartan og Finn í heild: „Ein risastór spurning sem eftir stendur“ Er ekki eðlilegt að á þessu stigi, þegar allt þetta hefur verið opinberað í dag, að þessir aðilar stígi einfaldlega fram og greini frá öllu saman? 29. mars 2017 17:47 Finnur segist ekki eiga Dekhill Advisors Finnur Ingólfsson vísar „dylgjum“ Vilhjálms Bjarnasonar á bug. 31. mars 2017 14:45 Gögn sýna virkni leynifélagsins í „Lundafléttunni“ Upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins ættu að vera á skrá hjá svissneskum banka. 16. maí 2017 18:39 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Líkur á að um helmingur hagnaðarins hafi runnið til aðila tengdra Kaupþingi Staðfest er að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var leppur fyrir kaup á hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur Ólafsson athafnamaður stýrði verkefninu, en aðrir leiðtogar í S-hópnum virðast ekki hafa vitað um fléttuna. 30. mars 2017 06:00
Viðtalið við Kjartan og Finn í heild: „Ein risastór spurning sem eftir stendur“ Er ekki eðlilegt að á þessu stigi, þegar allt þetta hefur verið opinberað í dag, að þessir aðilar stígi einfaldlega fram og greini frá öllu saman? 29. mars 2017 17:47
Finnur segist ekki eiga Dekhill Advisors Finnur Ingólfsson vísar „dylgjum“ Vilhjálms Bjarnasonar á bug. 31. mars 2017 14:45
Gögn sýna virkni leynifélagsins í „Lundafléttunni“ Upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins ættu að vera á skrá hjá svissneskum banka. 16. maí 2017 18:39