Það sem vantar í íslenskar kvikmyndir 15. nóvember 2018 09:00 Kvikmynd um eitilharða sauðreka og baráttu þeirra við útilegumenn gæti orðið hrikalega góð. Fyrsti íslenski vestrinn hefur verið skrifaður og það var tími til kominn. Það er þó ýmislegt sem vantar og þá sérstaklega í íslenskar kvikmyndir enda eru þær alltaf svolítið raunsæjar og um þennan sama gamla óspennandi raunveruleika okkar.Sauðfjárbænda-vestri Það þyrfti að taka vestrahugmyndina lengra og gera mynd um íslenska sauðfjárbændur sem væru eins og amerískir kúrekar. Harðjaxlar á baki á íslenskum hestum, ríðandi uppi útlaga sem stela af þeim kindum, byssubardagar með kindabyssum og svo framvegis. Þetta skrifar sig sjálft.Dystópísk framtíðarsýn um Ísland eftir yfirtöku þorskanna er alveg hugmynd, kannski ekki góð, en hugmynd þó.vísir/stefánDystópísk framtíð Við vitum ekkert hvernig framtíðin á Íslandi verður því að það vantar allar almennilegar framtíðarmyndir sem gerast hér á landi. Það gæti til að mynda verið dystópía þar sem vélþorskar útbúnir fullkominni gervigreind hafa tekið yfir kvótann og stunda nú mannaveiðar um allt land. Bara hugmynd.Dans- og söngvamynd um þorskastríðið Íslensk kona er föst í stöðluðu kynjahlutverki og vinnur grútleiðinlega vinnu við að elda ofan í áhöfn varðskips í þorskastríðinu. Áhöfnin klippir á trollið hjá breskum togara og skipverjar hans eru ekki kátir – þeir standa uppi á þilfari og gera hróp að áhöfn varðskipsins og þar mæta augu íslensku stúlkunnar augum pilts nokkurs á breska skipinu svo úr verður allsherjar ástarævintýri með söng og dansi. Við sjáum fyrir okkur dansatriði þar sem íslenskir sjóarar eru að draga þorsk og nota þá á svipaðan hátt og borðann í nútímafimleikum.Þorskastríðið væri prýðilegt sögusvið fyrir glæsilega dans- og söngvamynd.fréttablaðið/vilhelmBildungsroman með bændaglímu Á níunda og tíunda áratugnum voru kvikmyndir um bardagaíþróttir gífurlega vinsælar. Flestir muna eftir Karate Kid, Kickboxer, The Quest og svo framvegis. Það væri auðvitað hægt að spinna þetta yfir í íslenskan raunveruleika þar sem unglingur um miðja síðustu öld flytur úr sveit í borg og þarf þar að aðlagast. Unglingurinn lendir í áreiti frá veraldarvönum malbiksbörnum og þarf að verja sig með eina vopninu sem hann eða hún hefur – bændaglímunni. Svo væri þetta auðvitað uppvaxtarsaga unglingsins sem þarf að fóta sig – eða lenda ellegar í hælkrók.Unglingar að vaxa úr grasi og keppa í bændaglímu þess á milli gæti orðið alþjóðlegur smellur.Íslenskur ofurhetjuheimur Við Íslendingar eigum reyndar ofurhetjuna Kaftein Ísland og um hann eru til tvær bækur sem voru skrifaðar á tíunda áratugnum. Þetta mætti kvikmynda. Hins vegar væri líka sniðugt að búa til svona „alheim“ eins og Marvel hefur gert með sínar myndir – hundruð ofurhetja sem allar tengjast innbyrðis í sama heiminum svo úr verða alltof margar myndir til að geta nokkru sinni fylgst með. Hér er gott tækifæri fyrir þjóðernissinnaða að grafa eftir þjóðareinkennum og setja þau í gervi ofurhetju eða bara einhvers konar poppkúltúr settur í þetta form: Herra Duglegur-að-vinna, einhvers konar fljúgandi sjóari, fluggáfaður erfðavísindamaður, mössuð „dóttir“ sem er fáránlega góð í að gera æfingar hratt og Víkingaklapparinn, sem slær óvinunum ótta í brjóst með lófaklappi.Dæturnar gætu verið ofurhetjuhópur sem gerir æfingar mjög hratt. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Fyrsti íslenski vestrinn hefur verið skrifaður og það var tími til kominn. Það er þó ýmislegt sem vantar og þá sérstaklega í íslenskar kvikmyndir enda eru þær alltaf svolítið raunsæjar og um þennan sama gamla óspennandi raunveruleika okkar.Sauðfjárbænda-vestri Það þyrfti að taka vestrahugmyndina lengra og gera mynd um íslenska sauðfjárbændur sem væru eins og amerískir kúrekar. Harðjaxlar á baki á íslenskum hestum, ríðandi uppi útlaga sem stela af þeim kindum, byssubardagar með kindabyssum og svo framvegis. Þetta skrifar sig sjálft.Dystópísk framtíðarsýn um Ísland eftir yfirtöku þorskanna er alveg hugmynd, kannski ekki góð, en hugmynd þó.vísir/stefánDystópísk framtíð Við vitum ekkert hvernig framtíðin á Íslandi verður því að það vantar allar almennilegar framtíðarmyndir sem gerast hér á landi. Það gæti til að mynda verið dystópía þar sem vélþorskar útbúnir fullkominni gervigreind hafa tekið yfir kvótann og stunda nú mannaveiðar um allt land. Bara hugmynd.Dans- og söngvamynd um þorskastríðið Íslensk kona er föst í stöðluðu kynjahlutverki og vinnur grútleiðinlega vinnu við að elda ofan í áhöfn varðskips í þorskastríðinu. Áhöfnin klippir á trollið hjá breskum togara og skipverjar hans eru ekki kátir – þeir standa uppi á þilfari og gera hróp að áhöfn varðskipsins og þar mæta augu íslensku stúlkunnar augum pilts nokkurs á breska skipinu svo úr verður allsherjar ástarævintýri með söng og dansi. Við sjáum fyrir okkur dansatriði þar sem íslenskir sjóarar eru að draga þorsk og nota þá á svipaðan hátt og borðann í nútímafimleikum.Þorskastríðið væri prýðilegt sögusvið fyrir glæsilega dans- og söngvamynd.fréttablaðið/vilhelmBildungsroman með bændaglímu Á níunda og tíunda áratugnum voru kvikmyndir um bardagaíþróttir gífurlega vinsælar. Flestir muna eftir Karate Kid, Kickboxer, The Quest og svo framvegis. Það væri auðvitað hægt að spinna þetta yfir í íslenskan raunveruleika þar sem unglingur um miðja síðustu öld flytur úr sveit í borg og þarf þar að aðlagast. Unglingurinn lendir í áreiti frá veraldarvönum malbiksbörnum og þarf að verja sig með eina vopninu sem hann eða hún hefur – bændaglímunni. Svo væri þetta auðvitað uppvaxtarsaga unglingsins sem þarf að fóta sig – eða lenda ellegar í hælkrók.Unglingar að vaxa úr grasi og keppa í bændaglímu þess á milli gæti orðið alþjóðlegur smellur.Íslenskur ofurhetjuheimur Við Íslendingar eigum reyndar ofurhetjuna Kaftein Ísland og um hann eru til tvær bækur sem voru skrifaðar á tíunda áratugnum. Þetta mætti kvikmynda. Hins vegar væri líka sniðugt að búa til svona „alheim“ eins og Marvel hefur gert með sínar myndir – hundruð ofurhetja sem allar tengjast innbyrðis í sama heiminum svo úr verða alltof margar myndir til að geta nokkru sinni fylgst með. Hér er gott tækifæri fyrir þjóðernissinnaða að grafa eftir þjóðareinkennum og setja þau í gervi ofurhetju eða bara einhvers konar poppkúltúr settur í þetta form: Herra Duglegur-að-vinna, einhvers konar fljúgandi sjóari, fluggáfaður erfðavísindamaður, mössuð „dóttir“ sem er fáránlega góð í að gera æfingar hratt og Víkingaklapparinn, sem slær óvinunum ótta í brjóst með lófaklappi.Dæturnar gætu verið ofurhetjuhópur sem gerir æfingar mjög hratt.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira