Friðrik Svavarsson, leikmaður Akureyrar í Olísdeild karla, var úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd HSÍ.
Leikbroti Friðriks í leik Gróttu og Akureyrar þann 4. nóvember var vísað til aganefndarinnar af framkvæmdarstjóra HSÍ eftir því sem segir í úrskurðinum.
Akureyri skilaði nefndinni greinagerð vegna málsins en Friðrik var dæmdur í tveggja leikja bann „að teknu tilliti til stighækkandi áhrifa.“
Friðrik mun missa af leik Akureyrar og Stjörnunnar á laugardaginn og heimaleik gegn HF 25. nóvember.
Á fundi aganefndar var rautt spjald Svavars Kára Grétarssonar, leikmanns Fram, úr leik Fram og ÍR um síðustu helgi tekið til baka þar sem í agaskýrslu dómaranna hafi komið fram að „við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng.“
Spjaldið mun því ekki gilda ef kemur til ítrekunaráhrifa vegna rauðra spjalda.
Friðrik í tveggja leikja bann
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn


Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn



Valur tímabundið á toppinn
Handbolti