Fjarvera fyrirliðans var erfið en mikilvæg Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 13:00 Aron Einar Gunnarsson er enn þá að vinna í því að ná sér alveg heilum. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að vera ekki með í fyrstu leikjum Erik Hamrén vegna meiðsla. Aron spilaði meiddur á HM og þurfti að fara í gegnum mikla endurhæfingu á síðustu mánuðum til að koma sér í almennilegt stand en hann hefur sömuleiðis spilað lítið fyrir Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að sakna þess að vera hérna. Þegar að ég hef áður verið meiddur eða ekki getað spilað þá hef ég samt komið og verið í kringum liðið og þá getað skynjað stemninguna í kringum allt dæmið,“ segir Aron Einar í viðtali við Vísi. „Þetta verður svo erfiðara þegar að það er kominn nýr þjálfari og nýjar áherslur að vera ekki hluti af því frá byrjun. En, ég er búinn að vera í góðu sambandi við þjálfarann og strákana í liðinu um nýjungarnar þannig að það er gott að vera kominn til baka og ég hlakka bara til.“Þegar Aron Einar kom aftur inn í Cardiff-liðið fór það að vinna.Vísir/GettyÞurfti að taka þennan tíma Fyrsti leikur Hamrén fór ekki vel svo vægt sé til orða tekið. Strákarnir okkar töpuðu 6-0 fyrir Sviss á útivelli og Aron gat ekkert hjálpað til. Hann sat bara heima í sófanum og horfði upp á félaga sína vera niðurlægða. „Ég sat bara alveg tómur heima og var svekktur að vera ekki á staðnum til þess að geta tekið þátt í að eiga erfitt með strákunum. Það er búið að vera öðruvísi að vera ekki í kringum þetta,“ segir Aron. „Ég þurfti að taka mér þennan tíma. Þetta er sennilega tími sem ég hefði átt að taka fyrir HM en það var bara ekki hægt. Ég þurfi bara þessa endurhæfingu og ná mér góðum upp á framhaldið hjá mér. Ég þurfti að gera þetta en það var virkilega erfitt að vera ekki hluti af hópnum og rífa menn upp.“ Aron er ekki orðinn þrítugur en er samt búinn að spila yfir 400 leiki í tveimur efstu deildum enska fótboltans þar sem lítið er gefið eftir. Eru kílómetrarnir á mælinum farnir að segja til sín? „Já og nei. Það er oft þannig að þegar að maður meiðist einu sinni þá koma önnur meiðsli í kjölfarið. Ég hef verið heppinn með meiðsli í gegnum ferilinn. Þess vegna hef ég náð að spila svona mikið af leikjum,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að það sé farið að draga eitthvað aftur af mér. Ég þarf bara að komast yfir þennan hluta ferilsins. Þetta er búið að vera lærdómsríkt og ég veit betur núna hvernig ég að haga mér eftir þessi meiðsli. Það er enn þá nóg eftir,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30 Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00 Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að vera ekki með í fyrstu leikjum Erik Hamrén vegna meiðsla. Aron spilaði meiddur á HM og þurfti að fara í gegnum mikla endurhæfingu á síðustu mánuðum til að koma sér í almennilegt stand en hann hefur sömuleiðis spilað lítið fyrir Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að sakna þess að vera hérna. Þegar að ég hef áður verið meiddur eða ekki getað spilað þá hef ég samt komið og verið í kringum liðið og þá getað skynjað stemninguna í kringum allt dæmið,“ segir Aron Einar í viðtali við Vísi. „Þetta verður svo erfiðara þegar að það er kominn nýr þjálfari og nýjar áherslur að vera ekki hluti af því frá byrjun. En, ég er búinn að vera í góðu sambandi við þjálfarann og strákana í liðinu um nýjungarnar þannig að það er gott að vera kominn til baka og ég hlakka bara til.“Þegar Aron Einar kom aftur inn í Cardiff-liðið fór það að vinna.Vísir/GettyÞurfti að taka þennan tíma Fyrsti leikur Hamrén fór ekki vel svo vægt sé til orða tekið. Strákarnir okkar töpuðu 6-0 fyrir Sviss á útivelli og Aron gat ekkert hjálpað til. Hann sat bara heima í sófanum og horfði upp á félaga sína vera niðurlægða. „Ég sat bara alveg tómur heima og var svekktur að vera ekki á staðnum til þess að geta tekið þátt í að eiga erfitt með strákunum. Það er búið að vera öðruvísi að vera ekki í kringum þetta,“ segir Aron. „Ég þurfti að taka mér þennan tíma. Þetta er sennilega tími sem ég hefði átt að taka fyrir HM en það var bara ekki hægt. Ég þurfi bara þessa endurhæfingu og ná mér góðum upp á framhaldið hjá mér. Ég þurfti að gera þetta en það var virkilega erfitt að vera ekki hluti af hópnum og rífa menn upp.“ Aron er ekki orðinn þrítugur en er samt búinn að spila yfir 400 leiki í tveimur efstu deildum enska fótboltans þar sem lítið er gefið eftir. Eru kílómetrarnir á mælinum farnir að segja til sín? „Já og nei. Það er oft þannig að þegar að maður meiðist einu sinni þá koma önnur meiðsli í kjölfarið. Ég hef verið heppinn með meiðsli í gegnum ferilinn. Þess vegna hef ég náð að spila svona mikið af leikjum,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að það sé farið að draga eitthvað aftur af mér. Ég þarf bara að komast yfir þennan hluta ferilsins. Þetta er búið að vera lærdómsríkt og ég veit betur núna hvernig ég að haga mér eftir þessi meiðsli. Það er enn þá nóg eftir,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30 Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00 Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30
Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00
Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30