Lífið

Kristján og Guðbjörg selja einbýlishúsið fyrir norðan á 85 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt 300 fermetra einbýlishús á Akureyri.
Fallegt 300 fermetra einbýlishús á Akureyri.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og eiginkona hans Guðbjörg Ringsted hafa sett einbýlishús sitt á Akureyri á sölu en ásett verð er 85 milljónir.

Húsið er staðsett við Ásveg á Akureyri en Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara og sambyggðum bílskúr. Ásvegur er miðsvæðis í rólegri botnlangagötu á Akureyri.

Eiríkur Jónsson greindi fyrst frá.

Húsið er 330 fermetrar að stærð og var það byggt árið 1956 en fasteignamat eignarinnar er 56,5 milljónir. Alls eru fimm svefnherbergi í húsinu og tvö baðherbergi.

Í kjallara er geymsla og hvíldarrými og þar fyrir innan er baðhús þar sem gufubað fær að njóta sín.

Stórglæsilegt hús á Akureyri.
Stór, björt og falleg stofa.
Skemmtilegt eldhús.
Hjónaherbergið snyrtilegt og rúmgott.
Virkilega smekkleg stofa hjá Kristján og Guðbjörgu.
Skemmtileg hönnun á baðherberginu.
Baðhúsið og gufan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×