Þýskur netbanki til Íslands fyrir áramót Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 10:30 Bankinn rekur engin útibú en leggur þess í stað áherslu á snjallsímaforrit. n26 Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem DV sagði fyrst frá, að bankinn muni bjóða Íslendingum upp á tvær gerðir reikninga, sem báðir eru í evrum. Annars verður um að ræða hefðbundinn reikning sem ekkert kostar og hins vegar fyrirtækjareikning, sem veitir viðskiptavinum meðal annars 0,1% endurgreiðslu af öllum færslum. Báðum reikningunum fylgir ókeypis debitkort og munu viðskiptavinir bankans geta „skipulagt, tekið út og varið peningunum sínum, auk þess sem þeir geta stýrt fjármálum sínum algjörlega með símanum,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að reikningar bankans séu sérstaklega hugsaðir fyrir fólk sem millifærir reglulega peninga innan evrusvæðisins og vill njóta „samkeppnishæfra kjara“ við greiðslukortanotkun sína erlendis.We're excited to announce that we've expanded to new countries! Our free standard account and N26 Business account is now available in #Denmark, #Norway, #Poland, and #Sweden. We'll be in #Liechtenstein and #Iceland soon. Click to open an account in euros. https://t.co/xlIhjYkg9q— N26 (@n26) November 7, 2018 Bankinn rekur engin útibú og hefur sótt hratt fram í Evrópu á undanförnum mánuðum. Fyrir helgi hóf hann starfsemi í fjórum löndum sem ekki reiða sig á evru; í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Póllandi. Að þeirri útrás lokinni er bankinn með starfsemi í 22 Evrópuríkjum og segist bankinn jafnframt hafa í hyggju að hefja starfsemi í Íslandi og Lichtenstein fyrir áramót. Í nýliðnum októbermánuði voru rúmlega 1,5 milljónir Evrópubúa í viðskiptum við N26 og segir í tilkynningunni að viðskiptavinir bankans hafi látið rúmlega milljarð evra flæða um bankareikninga sína þann mánuðinn. Talsmaður fyrirtækisins segir að um 10 þúsund manns séu nú á biðlista eftir þvi að geta hafið viðskipti við N26.Mikil gróska er í fjártækniheiminum þessi misserin og segja sérfræðingar að innan næstu 5 til 10 ára geti orðið grundvallarbreyting á því hvernig fólk umgengst fjármálin sín - eins og Vísir fjallaði um á dögunum. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Innan nokkurra vikna mun þýski netbankinn N26 hefja starfsemi á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem DV sagði fyrst frá, að bankinn muni bjóða Íslendingum upp á tvær gerðir reikninga, sem báðir eru í evrum. Annars verður um að ræða hefðbundinn reikning sem ekkert kostar og hins vegar fyrirtækjareikning, sem veitir viðskiptavinum meðal annars 0,1% endurgreiðslu af öllum færslum. Báðum reikningunum fylgir ókeypis debitkort og munu viðskiptavinir bankans geta „skipulagt, tekið út og varið peningunum sínum, auk þess sem þeir geta stýrt fjármálum sínum algjörlega með símanum,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að reikningar bankans séu sérstaklega hugsaðir fyrir fólk sem millifærir reglulega peninga innan evrusvæðisins og vill njóta „samkeppnishæfra kjara“ við greiðslukortanotkun sína erlendis.We're excited to announce that we've expanded to new countries! Our free standard account and N26 Business account is now available in #Denmark, #Norway, #Poland, and #Sweden. We'll be in #Liechtenstein and #Iceland soon. Click to open an account in euros. https://t.co/xlIhjYkg9q— N26 (@n26) November 7, 2018 Bankinn rekur engin útibú og hefur sótt hratt fram í Evrópu á undanförnum mánuðum. Fyrir helgi hóf hann starfsemi í fjórum löndum sem ekki reiða sig á evru; í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Póllandi. Að þeirri útrás lokinni er bankinn með starfsemi í 22 Evrópuríkjum og segist bankinn jafnframt hafa í hyggju að hefja starfsemi í Íslandi og Lichtenstein fyrir áramót. Í nýliðnum októbermánuði voru rúmlega 1,5 milljónir Evrópubúa í viðskiptum við N26 og segir í tilkynningunni að viðskiptavinir bankans hafi látið rúmlega milljarð evra flæða um bankareikninga sína þann mánuðinn. Talsmaður fyrirtækisins segir að um 10 þúsund manns séu nú á biðlista eftir þvi að geta hafið viðskipti við N26.Mikil gróska er í fjártækniheiminum þessi misserin og segja sérfræðingar að innan næstu 5 til 10 ára geti orðið grundvallarbreyting á því hvernig fólk umgengst fjármálin sín - eins og Vísir fjallaði um á dögunum.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00