Lífið

Fólkið á Airwaves: „Gaman að sjá borgina lifna við“

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Jim og Eric voru ánægðir með hátíðina.
Jim og Eric voru ánægðir með hátíðina. Vísir/Þórhildur Erla
Jim og Eric sátu og spjölluðu saman þegar að blaðamaður sveif á þá. Þetta er þriðja Iceland Airwaves hátíð Erics en fyrsta fyrir Jim. Þetta er aftur á móti í fjórða skiptið sem að Eric sækir landið heim og annað skiptið sem Jim kemur með honum. Þeir eru báðir frá Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum.

„Það er svo gaman að hitta fullt af mismunandi fólki og heyra mikið af mismunandi og skemmtilegri tónlist og sjá borgina lifna við,“ segir Eric. Hljómsveitin sem að þeir voru spenntastir fyrir að sjá þurfti því miður að afboða komu sína. „Við vorum frekar leiðir þegar að við komumst að því, en við gerum bara gott úr þessu og erum spenntir að sjá Simon Raymonde,“ segir Eric.

Þeir náðu aðeins að ferðast um suðurlandið á meðan að hátíðinni stóð og sögðu að svörtu strendurnar á Breiðamerkursandi hefðu verið himneskar.

„Eric sannfærði mig um að koma hingað og ég sé ekki eftir því. Þetta er mjög skemmtileg hátíð,“ segir Jim og brosir.

Jim og Eric voru báðir mjög hrifnir af landinu og eru strax farnir að skipuleggja næstu ferð hingað til lands.


Tengdar fréttir

Fólkið á Airwaves: Spenntust að sjá Ásgeir og Júníus

CJ og Francisco eru komin til Íslands frá London til þess að berja fjölmarga listamenn augum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hún kemur frá Sydeny í Ástralíu en kærastinn hennar, Francisco, er frá Portúgal en þau búa saman í London.

Fólkið á Airwaves: „Alltaf að uppgötva eitthvað geggjað“

Magnús Örn Thorlacius og Yngvi Rafn Garðarsson Holm meðlimir í hljómsveitinni Vio voru léttir þegar að blaðamaður hitti á þá. Þeir voru nýbúnir að spila og ætluðu sér að hlusta á aðrar hljómsveitir fram eftir kvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×