Lars Lagerbäck búinn að minnka forskot Íslands á FIFA-listanum um 30 sæti á árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 11:00 Lars Lagerbäck rýkur enn á ný upp FIFA-listann með landslið sitt. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið niður í 37. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins og hefur íslenska liðið fallið niður um 19 sæti frá því í mars. Góðkunningi okkar er aftur á móti á uppleið. Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsisn, er á sama tíma á hraðri uppleið með norska karlalandsliðið á FIFA-listanum. Norðmenn fara upp um tvö sæti á nýjasta listanum og eru nú í 46. sæti. Fyrir aðeins nokkrum mánuðum voru þeir í 58. sætinu. Það munaði mest 39 sætum á íslenska og norska landsliðinu í marsmánuði en síðan þá hefur Lars Lagerbäck minnkað forskot íslenska landsliðsins um 30 sæti á FIFA-listanum. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum sínum á árinu á sama tíma og íslenska landsliðið náði ekki að vinna leik með sínu aðalliði. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var liðið í 104. sæti á FIFA-listanum. Liðið fór síðan niður í 131. sæti áður en Lars tókst að snúa við skútunni. Undir hans stjórn var liðið komið upp í 49. sæti í lok ársins 2013 og komst í 22. sæti áður en hann hætti með liðið eftir EM í Frakklandi 2016. Lars Lagerbäck þekkir það því vel að bruna upp FIFA-listann með sín landslið. Þegar hann tók við Norðmönnum í febrúar 2017 þá voru þeir í 83. sæti listans. Hann fór upp um 109 sæti með íslenska landsliðið og hefur nú þegar farið upp um tæp 40 sæti með norska landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á landsliðum Íslands og Noregs á FIFA-listanum í ár og þar má sjá hvernig þessi tvö landslið eru á leiðinni í sitthvora áttina á listanum.Ísland og Noregur á FIFA-listanum á árinu 2018:Nóvember: Ísland +9 (Ísland 37. sæti - Noregur 46. sæti)Október: Ísland +12 (Ísland 36. sæti - Noregur 48. sæti)September: Ísland +16 (Ísland 36. sæti - Noregur 52. sæti)Ágúst: Ísland +21 (Ísland 32. sæti - Noregur 53. sæti)Júní: Ísland +31 (Ísland 22. sæti - Noregur 53. sæti)Maí: Ísland +26 (Ísland 22. sæti - Noregur 48. sæti)Apríl: Ísland +27 (Ísland 22. sæti - Noregur 49. sæti)Mars: Ísland +39 (Ísland 18. sæti - Noregur 57. sæti)Febrúar: Ísland +38 (Ísland 18. sæti - Noregur 56. sæti)Janúar: Ísland +38 (Ísland 20. sæti - Noregur 58. sæti) EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið niður í 37. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins og hefur íslenska liðið fallið niður um 19 sæti frá því í mars. Góðkunningi okkar er aftur á móti á uppleið. Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsisn, er á sama tíma á hraðri uppleið með norska karlalandsliðið á FIFA-listanum. Norðmenn fara upp um tvö sæti á nýjasta listanum og eru nú í 46. sæti. Fyrir aðeins nokkrum mánuðum voru þeir í 58. sætinu. Það munaði mest 39 sætum á íslenska og norska landsliðinu í marsmánuði en síðan þá hefur Lars Lagerbäck minnkað forskot íslenska landsliðsins um 30 sæti á FIFA-listanum. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum sínum á árinu á sama tíma og íslenska landsliðið náði ekki að vinna leik með sínu aðalliði. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var liðið í 104. sæti á FIFA-listanum. Liðið fór síðan niður í 131. sæti áður en Lars tókst að snúa við skútunni. Undir hans stjórn var liðið komið upp í 49. sæti í lok ársins 2013 og komst í 22. sæti áður en hann hætti með liðið eftir EM í Frakklandi 2016. Lars Lagerbäck þekkir það því vel að bruna upp FIFA-listann með sín landslið. Þegar hann tók við Norðmönnum í febrúar 2017 þá voru þeir í 83. sæti listans. Hann fór upp um 109 sæti með íslenska landsliðið og hefur nú þegar farið upp um tæp 40 sæti með norska landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á landsliðum Íslands og Noregs á FIFA-listanum í ár og þar má sjá hvernig þessi tvö landslið eru á leiðinni í sitthvora áttina á listanum.Ísland og Noregur á FIFA-listanum á árinu 2018:Nóvember: Ísland +9 (Ísland 37. sæti - Noregur 46. sæti)Október: Ísland +12 (Ísland 36. sæti - Noregur 48. sæti)September: Ísland +16 (Ísland 36. sæti - Noregur 52. sæti)Ágúst: Ísland +21 (Ísland 32. sæti - Noregur 53. sæti)Júní: Ísland +31 (Ísland 22. sæti - Noregur 53. sæti)Maí: Ísland +26 (Ísland 22. sæti - Noregur 48. sæti)Apríl: Ísland +27 (Ísland 22. sæti - Noregur 49. sæti)Mars: Ísland +39 (Ísland 18. sæti - Noregur 57. sæti)Febrúar: Ísland +38 (Ísland 18. sæti - Noregur 56. sæti)Janúar: Ísland +38 (Ísland 20. sæti - Noregur 58. sæti)
EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti