Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Teitur Magnússon hefur haldið uppi merki menningarinnar í þrjú ár. fréttablaðið/ernir Árlegt menningarkvöld Teits Magnússonar fer fram á Vínyl við Hverfisgötu nú í kvöld klukkan átta. Teitur heldur þessa veislu sína þriðja árið í röð – vaninn hefur verið að þarna mæti skáld og lesi úr sínum verkum og Teitur bregður ekki út af vananum þetta árið – nema ef skyldi vera að hann sjálfur er í þetta sinn með smá útgáfu sem hann ætlar sér að koma á framfæri. „Ég er búinn að halda þessi menningarkvöld fyrir jól núna síðustu þrjú ár. Það hefur alltaf verið mikil dagskrá en núna vill svo til að ég er sjálfur að gefa út – ég er að fara að frumsýna myndband sem Haukur Valdimar Pálsson gerði fyrir mig. Hann klippti það úr filmum sem pabbi hans átti og hafði verið að taka upp af fjölskyldunni sinni. Fjölskyldan hans Hauks mun fjölmenna þarna og mögulega bregða á leik – þannig að það verður eins konar fjölskylduþema. Svo eru í myndbandinu líka upptökur úr minni æsku og þessu blandað saman. Svo mun ég þeyta skífum og spjalla við þau skáld sem mæta, þannig að þetta verður líka lifandi spjallþáttur. Haukur mun svo líka bregða á leik og vera með eins konar gjörning,“ segir Teitur aðspurður að því hvernig dagskráin í ár líti út. Myndbandið er við lagið Kollgátan af nýjustu plötu Teits, Orna, en hún kom út fyrr á árinu við góðar viðtökur. Uppstilling skálda sem munu mæta til teitisins er ekki alveg á hreinu segir Teitur og því verður það að einhverju leyti að koma á óvart. „Þetta verður allt frekar óvænt – ég er búinn að tala við hóp af skáldum og einhverjir búnir að staðfesta, aðrir jákvæðir og líklegir. Ásdís Halla sem var að gefa út bókina Hornauga er að minnsta kosti að fara að mæta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Árlegt menningarkvöld Teits Magnússonar fer fram á Vínyl við Hverfisgötu nú í kvöld klukkan átta. Teitur heldur þessa veislu sína þriðja árið í röð – vaninn hefur verið að þarna mæti skáld og lesi úr sínum verkum og Teitur bregður ekki út af vananum þetta árið – nema ef skyldi vera að hann sjálfur er í þetta sinn með smá útgáfu sem hann ætlar sér að koma á framfæri. „Ég er búinn að halda þessi menningarkvöld fyrir jól núna síðustu þrjú ár. Það hefur alltaf verið mikil dagskrá en núna vill svo til að ég er sjálfur að gefa út – ég er að fara að frumsýna myndband sem Haukur Valdimar Pálsson gerði fyrir mig. Hann klippti það úr filmum sem pabbi hans átti og hafði verið að taka upp af fjölskyldunni sinni. Fjölskyldan hans Hauks mun fjölmenna þarna og mögulega bregða á leik – þannig að það verður eins konar fjölskylduþema. Svo eru í myndbandinu líka upptökur úr minni æsku og þessu blandað saman. Svo mun ég þeyta skífum og spjalla við þau skáld sem mæta, þannig að þetta verður líka lifandi spjallþáttur. Haukur mun svo líka bregða á leik og vera með eins konar gjörning,“ segir Teitur aðspurður að því hvernig dagskráin í ár líti út. Myndbandið er við lagið Kollgátan af nýjustu plötu Teits, Orna, en hún kom út fyrr á árinu við góðar viðtökur. Uppstilling skálda sem munu mæta til teitisins er ekki alveg á hreinu segir Teitur og því verður það að einhverju leyti að koma á óvart. „Þetta verður allt frekar óvænt – ég er búinn að tala við hóp af skáldum og einhverjir búnir að staðfesta, aðrir jákvæðir og líklegir. Ásdís Halla sem var að gefa út bókina Hornauga er að minnsta kosti að fara að mæta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira