Drifinn áfram á kraftinum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Kvennakór Reykjavíkur er alltaf að finna upp á einhverju nýju, að sögn formannsins. Myndir/Gunnar Jónatansson Þeir sem fylgdust með þáttaröðinni Kórar Íslands muna eflaust eftir Kvennakór Reykjavíkur sem komst í undanúrslit og gladdi fólk ekki einungis með líflegum söng sínum heldur líka listrænum danshreyfingum. Nú efnir sá kór til aðventutónleika í Langholtskirkju annað kvöld klukkan 20 og tjaldar miklu til eins og Svanhildur Sverrisdóttir, formaður kórsins, kann frá að segja.Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki, bendir Svanhildur á.„Við syngjum auðvitað fullt af yndislegri jóla- og aðventutónlist og tveir ungir ballettdansarar úr Listaháskólanum ætla að dansa við blómavalsinn úr Hnotubrjótnum eftir Tsjajkovskí. Með okkur verða líka þjóðþekktir listamenn og ber þar fyrst að nefna Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu. Auk hennar verða valinkunnir hljóðfæraleikarar, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Zbigniew Dubik á fiðlu, Örnólfur Kristjánsson á selló og Einar Scheving á slagverk. Hljómsveitarstjóri er Vilberg Viggósson sem jafnframt spilar á píanó. Svo er það kórstjórinn okkar, hún Ágota Joó sem er frá Ungverjalandi og er ekki bara tónlistarmaður heldur líka dansari og miðlar þeirri þekkingu til kórsins þegar það á við.“ Svanhildur segir aðventutónleikana lokahnykk á afmælisári kórsins. „Við byrjuðum með nýárstónleikum í Norðurljósasal Hörpu með Vínarvölsum, glitri og glimmeri og héldum svo afmælishátíð um mitt ár. Kórinn er kvennaher, drifinn áfram á kraftinum og lætur hlutina gerast, hvort sem það er að sauma kjóla á allan hópinn eða hugsa út í öll smáatriði. Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki,“ tekur hún fram. Í Kvennakór Reykjavíkur eru um 50 konur. Á opinni æfingu í haust komu nýir kraftar inn, að sögn Svanhildar. „Svo eru sumar stofnfélagar og það eru mikil verðmæti sem felast í slíkri reynslu. Það er alltaf einhver endurnýjun en líka góður, sterkur grunnur sem kórinn byggir á.“ Næsta sumar er fyrirhuguð ferð til Ungverjalands, á heimaslóðir kórstjórans. „Þar ætlum við að fara í smiðju til eins af færustu kórstjórum Ungverjalands,“ segir Svanhildur. „Við erum alltaf að finna upp á einhverju nýju.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Þeir sem fylgdust með þáttaröðinni Kórar Íslands muna eflaust eftir Kvennakór Reykjavíkur sem komst í undanúrslit og gladdi fólk ekki einungis með líflegum söng sínum heldur líka listrænum danshreyfingum. Nú efnir sá kór til aðventutónleika í Langholtskirkju annað kvöld klukkan 20 og tjaldar miklu til eins og Svanhildur Sverrisdóttir, formaður kórsins, kann frá að segja.Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki, bendir Svanhildur á.„Við syngjum auðvitað fullt af yndislegri jóla- og aðventutónlist og tveir ungir ballettdansarar úr Listaháskólanum ætla að dansa við blómavalsinn úr Hnotubrjótnum eftir Tsjajkovskí. Með okkur verða líka þjóðþekktir listamenn og ber þar fyrst að nefna Þóru Einarsdóttur sópransöngkonu. Auk hennar verða valinkunnir hljóðfæraleikarar, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Zbigniew Dubik á fiðlu, Örnólfur Kristjánsson á selló og Einar Scheving á slagverk. Hljómsveitarstjóri er Vilberg Viggósson sem jafnframt spilar á píanó. Svo er það kórstjórinn okkar, hún Ágota Joó sem er frá Ungverjalandi og er ekki bara tónlistarmaður heldur líka dansari og miðlar þeirri þekkingu til kórsins þegar það á við.“ Svanhildur segir aðventutónleikana lokahnykk á afmælisári kórsins. „Við byrjuðum með nýárstónleikum í Norðurljósasal Hörpu með Vínarvölsum, glitri og glimmeri og héldum svo afmælishátíð um mitt ár. Kórinn er kvennaher, drifinn áfram á kraftinum og lætur hlutina gerast, hvort sem það er að sauma kjóla á allan hópinn eða hugsa út í öll smáatriði. Tónleikar verða ekki til nema með samstilltu átaki,“ tekur hún fram. Í Kvennakór Reykjavíkur eru um 50 konur. Á opinni æfingu í haust komu nýir kraftar inn, að sögn Svanhildar. „Svo eru sumar stofnfélagar og það eru mikil verðmæti sem felast í slíkri reynslu. Það er alltaf einhver endurnýjun en líka góður, sterkur grunnur sem kórinn byggir á.“ Næsta sumar er fyrirhuguð ferð til Ungverjalands, á heimaslóðir kórstjórans. „Þar ætlum við að fara í smiðju til eins af færustu kórstjórum Ungverjalands,“ segir Svanhildur. „Við erum alltaf að finna upp á einhverju nýju.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira