Ráðningu á yfirmanni knattspyrnumála frestað hjá KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2018 14:43 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Vísir/Vilhelm Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að fresta ráðningu í stöðu yfirmanns knattspyrnumála sem auglýst var í síðasta mánuði. Umsóknarfrestur rann út þann 15. nóvember. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vísaði í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu sambandsins þegar Vísir hafði samband við hann í dag. Í yfirlýsingunni segir að athugasemdir hafi borist stjórn KSÍ um að „slík stefnumarkandi ákvörðun gæti beðið umfjöllunar ársþings og nýrrar fjárhagsáætlunar“. Guðni gerði ráðningu yfirmanns knattspyrnumála að kosningamáli hjá sér þegar kosið var til formennsku í KSÍ fyrir tæpum tveimur árum.Sjá einnig:Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ „Þetta hefur verið lengi á döfunni og sjálfsagt að taka frekari umræðu um þetta,“ sagði Guðni sem þarf að endurnýja umboð sitt á næsta ársþingi. Engar fregnir hafa borist um möguleg mótframboð. Aðspurður segist hann ekki viss um að það sé óeining meðal aðildarfélaga KSÍ um ráðningu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. „Þetta er stór hreyfing. Ég vil meina að meirihluti forsvarsmanna félaganna sé sammála því að þetta geti styrkt okkar faglega starf. Það má ekki gleyma því að félög sem eiga lið í efstu tveimur deildunum þurfa samkvæmt leyfiskerfi okkar að vera með yfirþjálfara. Þetta er ekki ósvipað því starfi, nema á vettvangi KSÍ. Rökin fyrir því að ráðið sé í þessa stöðu séu því bæði veigamikil og nokkuð ljós,“ sagði Guðni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í þessum málum tæpum 600 dögum síðar. 2. október 2018 09:00 Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ loksins auglýst KSÍ hefur opnað fyrir umsóknir vegna starfs yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Eftir því hefur verið beðið í talsverðan tíma. 25. október 2018 14:52 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sjá meira
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að fresta ráðningu í stöðu yfirmanns knattspyrnumála sem auglýst var í síðasta mánuði. Umsóknarfrestur rann út þann 15. nóvember. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vísaði í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu sambandsins þegar Vísir hafði samband við hann í dag. Í yfirlýsingunni segir að athugasemdir hafi borist stjórn KSÍ um að „slík stefnumarkandi ákvörðun gæti beðið umfjöllunar ársþings og nýrrar fjárhagsáætlunar“. Guðni gerði ráðningu yfirmanns knattspyrnumála að kosningamáli hjá sér þegar kosið var til formennsku í KSÍ fyrir tæpum tveimur árum.Sjá einnig:Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ „Þetta hefur verið lengi á döfunni og sjálfsagt að taka frekari umræðu um þetta,“ sagði Guðni sem þarf að endurnýja umboð sitt á næsta ársþingi. Engar fregnir hafa borist um möguleg mótframboð. Aðspurður segist hann ekki viss um að það sé óeining meðal aðildarfélaga KSÍ um ráðningu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. „Þetta er stór hreyfing. Ég vil meina að meirihluti forsvarsmanna félaganna sé sammála því að þetta geti styrkt okkar faglega starf. Það má ekki gleyma því að félög sem eiga lið í efstu tveimur deildunum þurfa samkvæmt leyfiskerfi okkar að vera með yfirþjálfara. Þetta er ekki ósvipað því starfi, nema á vettvangi KSÍ. Rökin fyrir því að ráðið sé í þessa stöðu séu því bæði veigamikil og nokkuð ljós,“ sagði Guðni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í þessum málum tæpum 600 dögum síðar. 2. október 2018 09:00 Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ loksins auglýst KSÍ hefur opnað fyrir umsóknir vegna starfs yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Eftir því hefur verið beðið í talsverðan tíma. 25. október 2018 14:52 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sjá meira
Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í þessum málum tæpum 600 dögum síðar. 2. október 2018 09:00
Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ loksins auglýst KSÍ hefur opnað fyrir umsóknir vegna starfs yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Eftir því hefur verið beðið í talsverðan tíma. 25. október 2018 14:52