Athygli vekur að verslunin auglýsir stórum stöfum 20% afslátt af öllum vörum á „Svörtum föstudegi“ á auglýsingaskiltum í verslunum sínum. Tilboðið er þó ekki alveg svo gott þegar smáa letrið er skoðað, sem er svo sannarlega smátt eins og sjá má á myndinni að ofan.
Í smáu letri neðarlega á auglýsingaskiltinu stendur:
„Gildir við kaup á 3 vörum eða fleiri. Tilboðið gildir föstudag og laugardag.“
Því þurfa neytendur að kaupa að lágmarki þrjár vörur í versluninni til að fá 20% afslátt „af öllum vörum“.
Vísir tekur við ábendingum er við koma neytendamálum á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
