Amazon þegir um galla sem olli leka á netföngum kúnna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2018 08:30 Netföng viðskiptavina láku út en Amazon vill lítið tjá sig um málið. Vill til dæmis ekki gefa upp á hve marga lekinn hafði áhrif. Nordicphotos/Getty Bandaríska stórfyrirtækið Amazon vill lítið sem ekkert tjá sig um hugbúnaðargalla sem varð til þess að tölvupóstföng viðskiptavina vefverslunar fyrirtækisins voru aðgengileg hverjum sem er. Þetta kemur fram í umfjöllun sem Techcrunch birti í gær en í svari við fyrirspurn fjölmiðilsins sagði einn talsmanna Amazon að fyrirtækið hefði „lagað þennan galla og upplýst þá viðskiptavini sem gætu hafa orðið fyrir óþægindum vegna hans um málið“. Notendum var upphaflega gert viðvart um vandann í tölvupósti á miðvikudaginn. Í póstinum sagði: „Halló. Við erum að hafa samband við þig til þess að láta þig vita að vefsíða okkar birti fyrir mistök netfang þitt vegna hugbúnaðargalla. Þessi vandi hefur verið lagaður. Það er að engu leyti við þig að sakast og þú þarft hvorki að breyta lykilorði þínu né gera nokkrar aðrar ráðstafanir vegna málsins.“ Fjölmargir deildu póstinum á Twitter og vitnaði CNBC í nokkra sem sögðu tölvupóstinn „hrylling“, gagnrýndu algjöran skort á nánari upplýsingum og sögðust ætla að breyta lykilorðum sínum af ótta við að Amazon væri að leyna einhverjum upplýsingum. Þegar blaðamaður Techcrunch spurði fulltrúa Amazon um frekari upplýsingar um málið sagði Amazon-starfsmaðurinn að fyrirtækið vildi engu bæta við fyrri yfirlýsingu. Fyrirtækið neitar því að nokkur hafi brotist inn í tölvukerfi þess. Þessi leki, eða galli, átti sér stað þegar stutt var í tvo stærstu netverslunardaga ársins, „black friday“ og „cyber monday“. Þeir gætu því komið sér illa fyrir fyrirtækið enda eru lekar sem þessir ekki hættulausir þótt lykilorð hafi ekki fylgt með. Með netföngin ein að vopni gætu óprúttnir tölvuþrjótar til að mynda herjað á viðskiptavini Amazon með fölskum auglýsingum eða skilaboðum og þannig komið fyrir veirum í tölvu viðtakenda. Blaðamaður Techcrunch gagnrýnir Amazon harðlega í fréttinni og segir að skortur á upplýsingum geri málið verra. Fólk óttist það sem það skilur ekki og þar sem Amazon neitar að upplýsa almenning er fyrirtækið í raun að magna þennan ótta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækið Amazon vill lítið sem ekkert tjá sig um hugbúnaðargalla sem varð til þess að tölvupóstföng viðskiptavina vefverslunar fyrirtækisins voru aðgengileg hverjum sem er. Þetta kemur fram í umfjöllun sem Techcrunch birti í gær en í svari við fyrirspurn fjölmiðilsins sagði einn talsmanna Amazon að fyrirtækið hefði „lagað þennan galla og upplýst þá viðskiptavini sem gætu hafa orðið fyrir óþægindum vegna hans um málið“. Notendum var upphaflega gert viðvart um vandann í tölvupósti á miðvikudaginn. Í póstinum sagði: „Halló. Við erum að hafa samband við þig til þess að láta þig vita að vefsíða okkar birti fyrir mistök netfang þitt vegna hugbúnaðargalla. Þessi vandi hefur verið lagaður. Það er að engu leyti við þig að sakast og þú þarft hvorki að breyta lykilorði þínu né gera nokkrar aðrar ráðstafanir vegna málsins.“ Fjölmargir deildu póstinum á Twitter og vitnaði CNBC í nokkra sem sögðu tölvupóstinn „hrylling“, gagnrýndu algjöran skort á nánari upplýsingum og sögðust ætla að breyta lykilorðum sínum af ótta við að Amazon væri að leyna einhverjum upplýsingum. Þegar blaðamaður Techcrunch spurði fulltrúa Amazon um frekari upplýsingar um málið sagði Amazon-starfsmaðurinn að fyrirtækið vildi engu bæta við fyrri yfirlýsingu. Fyrirtækið neitar því að nokkur hafi brotist inn í tölvukerfi þess. Þessi leki, eða galli, átti sér stað þegar stutt var í tvo stærstu netverslunardaga ársins, „black friday“ og „cyber monday“. Þeir gætu því komið sér illa fyrir fyrirtækið enda eru lekar sem þessir ekki hættulausir þótt lykilorð hafi ekki fylgt með. Með netföngin ein að vopni gætu óprúttnir tölvuþrjótar til að mynda herjað á viðskiptavini Amazon með fölskum auglýsingum eða skilaboðum og þannig komið fyrir veirum í tölvu viðtakenda. Blaðamaður Techcrunch gagnrýnir Amazon harðlega í fréttinni og segir að skortur á upplýsingum geri málið verra. Fólk óttist það sem það skilur ekki og þar sem Amazon neitar að upplýsa almenning er fyrirtækið í raun að magna þennan ótta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira