„Heilaþvottur“ Lagerbäck virkar líka á Norðmenn: Besta árið í 89 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 15:30 Lars Lagerbäck talar við sína menn í norska landsliðinu. Vísir/Getty Lars Lagerbäck veit svo sannarlega hvað hann syngur þegar kemur að því að byggja upp og endurbæta knattspyrnulandslið. Hann er að upplifa annað ævintýri með norska landsliðinu nokkrum árum eftir að hann breytti örlögum íslenska knattspyrnulandsliðsins. Norska knattspyrnulandsliðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum C-deildar Þjóðadeildarinnar með 2-0 sigur á móti Kýpur í lokaleiknum. Í fyrsta sinn frá árinu eiga Norðmenn raunhæfa og góða möguleika á að tryggja sig inn á stórmót. Árið 2018 er um leið sögulegt fyrir Lars Lagerbäck og strákana hans. Hann er að skrifa nýja sögu með norska landsliðinu alveg eins og hann gerði með það íslenska. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum ársins og þetta er besta sigurhlutfall norska landsliðsins í 89 ár. 80 prósent sigurhlutfall og 2,5 stig að meðaltali í leik. Glæsileg tölfræði. Leikmenn norska landsliðsins hafa líka keppst við að hrósa landsliðsþjálfaranum sínum. „Allt breyttist þegar Lars kom inn. Það hafa farið fram margir fundir og auðvitað hefur þetta tekið sinn tíma. Við erum að horfa á myndbönd af því sem er verið að tala um. Við tókum stórt skref á árinu 2018,“ sagði markvörðurinn Rune Jarstein við VG. Tarik Elyounoussi lýsir þjálfaraaðferðum Lars Lagerbäck sem einskonan heilaþvotti. „Þetta skilar árangri. Þetta er mjög einfalt. Hann hefur stuttar skipanir en endurtekur þær aftur og aftur. Þetta er mjög leiðinlegt en þetta verður að koma fram. Hann er mjög skýr,“ sagði Tarik Elyounoussi. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að Lars Lagerbäck sýni hógværð. „Þetta er verðskuldað hjá leikmönnunum. Það eru allir í liðinu á bak við þetta. Við náðum þessu með frábærum leikmönnum,“ sagði Lars Lagerbäck.Leikir Norska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu 2018: 4-1 sigur á Ástralíu 1-0 sigur á Albaníu (útileikur) 3-2 sigur á Íslandi (útileikur) 1-0 sigur á Panama 2-0 sigur á Kýpur 1-0 tap fyrir Búlgaríu (útileikur) 1-0 sigur á Slóveníu 1-0 sigur á Búlgaríu 1-1 jafntefli við Slóveníu (útileikur) 2-0 sigur á Kýpur (útileikur) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Lars Lagerbäck veit svo sannarlega hvað hann syngur þegar kemur að því að byggja upp og endurbæta knattspyrnulandslið. Hann er að upplifa annað ævintýri með norska landsliðinu nokkrum árum eftir að hann breytti örlögum íslenska knattspyrnulandsliðsins. Norska knattspyrnulandsliðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum C-deildar Þjóðadeildarinnar með 2-0 sigur á móti Kýpur í lokaleiknum. Í fyrsta sinn frá árinu eiga Norðmenn raunhæfa og góða möguleika á að tryggja sig inn á stórmót. Árið 2018 er um leið sögulegt fyrir Lars Lagerbäck og strákana hans. Hann er að skrifa nýja sögu með norska landsliðinu alveg eins og hann gerði með það íslenska. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum ársins og þetta er besta sigurhlutfall norska landsliðsins í 89 ár. 80 prósent sigurhlutfall og 2,5 stig að meðaltali í leik. Glæsileg tölfræði. Leikmenn norska landsliðsins hafa líka keppst við að hrósa landsliðsþjálfaranum sínum. „Allt breyttist þegar Lars kom inn. Það hafa farið fram margir fundir og auðvitað hefur þetta tekið sinn tíma. Við erum að horfa á myndbönd af því sem er verið að tala um. Við tókum stórt skref á árinu 2018,“ sagði markvörðurinn Rune Jarstein við VG. Tarik Elyounoussi lýsir þjálfaraaðferðum Lars Lagerbäck sem einskonan heilaþvotti. „Þetta skilar árangri. Þetta er mjög einfalt. Hann hefur stuttar skipanir en endurtekur þær aftur og aftur. Þetta er mjög leiðinlegt en þetta verður að koma fram. Hann er mjög skýr,“ sagði Tarik Elyounoussi. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að Lars Lagerbäck sýni hógværð. „Þetta er verðskuldað hjá leikmönnunum. Það eru allir í liðinu á bak við þetta. Við náðum þessu með frábærum leikmönnum,“ sagði Lars Lagerbäck.Leikir Norska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu 2018: 4-1 sigur á Ástralíu 1-0 sigur á Albaníu (útileikur) 3-2 sigur á Íslandi (útileikur) 1-0 sigur á Panama 2-0 sigur á Kýpur 1-0 tap fyrir Búlgaríu (útileikur) 1-0 sigur á Slóveníu 1-0 sigur á Búlgaríu 1-1 jafntefli við Slóveníu (útileikur) 2-0 sigur á Kýpur (útileikur)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira