Stórtækar breytingar hjá IKEA snerti ekki Ísland Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 11:11 Jólageitin í Kauptúni mun ekki þurfa að horfa upp á uppsagnir hjá IKEA á næstunni að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Talið er að IKEA Group muni á næstunni segja upp ríflega 7500 starfsmönnum á heimsvísu. Uppsagnirnar eru sagðar í sænskum fjölmiðlum vera liður í einhverjum stærstu skipulagsbreytingum sem félagið hefur ráðist í. Breytingar sem eru þó óþarfar hér á landi, að sögn framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi. Ætlunin hjá IKEA Group er að leggja ríkari áherslu á hvers kyns sjálfvirknivæðingu og sölu á netinu, heimsendingar og þjónustu sem „er í takti við breytingar innan smásölugeirans,“ eins og það er orðað á vef sænska ríkisútvarpsins.Þar er þess getið að uppsagnirnar muni ná til um 650 starfsmanna í Svíþjóð, ekki síst í Malmö, Helsingborg og Älmhult. Hins vegar geri IKEA ráð fyrir því að í fyllingu tímans muni starfsmönnum samsteypunnar fjölga um 11.500 á heimsvísu - en hvenær og hvar sú fjölgun muni eiga sér stað fylgir þó ekki sögunni.Fjölgun frekar en fækkun Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að þessar skipulagsbreytingar muni ekki hafa nein áhrif hér á landi. Þrátt fyrir óneitanleg tengsl milli IKEA Group, sem rekur um 400 verslanir um allan heim, og fyrirtækisins á Íslandi séu þó um tvö aðskilin félög að ræða. Eins og fyrr segir er stefna IKEA Group að leggja aukna áherslu á netverslun í náinni framtíð, eitthvað sem Þórarinn segir að IKEA á Íslandi hafi boðið viðskiptavinum sínum upp á í rúmlega áratug. Því sé engin þörf á því að fara í samskonar skipulagsbreytingar hér á landi, með tilheyrandi uppsögnum. Þvert á móti gerir Þórarinn frekar ráð fyrir því að fjölga starfsfólki á næstunni, fremur en að fækka því eins og IKEA Group hefur boðað. IKEA Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Talið er að IKEA Group muni á næstunni segja upp ríflega 7500 starfsmönnum á heimsvísu. Uppsagnirnar eru sagðar í sænskum fjölmiðlum vera liður í einhverjum stærstu skipulagsbreytingum sem félagið hefur ráðist í. Breytingar sem eru þó óþarfar hér á landi, að sögn framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi. Ætlunin hjá IKEA Group er að leggja ríkari áherslu á hvers kyns sjálfvirknivæðingu og sölu á netinu, heimsendingar og þjónustu sem „er í takti við breytingar innan smásölugeirans,“ eins og það er orðað á vef sænska ríkisútvarpsins.Þar er þess getið að uppsagnirnar muni ná til um 650 starfsmanna í Svíþjóð, ekki síst í Malmö, Helsingborg og Älmhult. Hins vegar geri IKEA ráð fyrir því að í fyllingu tímans muni starfsmönnum samsteypunnar fjölga um 11.500 á heimsvísu - en hvenær og hvar sú fjölgun muni eiga sér stað fylgir þó ekki sögunni.Fjölgun frekar en fækkun Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir að þessar skipulagsbreytingar muni ekki hafa nein áhrif hér á landi. Þrátt fyrir óneitanleg tengsl milli IKEA Group, sem rekur um 400 verslanir um allan heim, og fyrirtækisins á Íslandi séu þó um tvö aðskilin félög að ræða. Eins og fyrr segir er stefna IKEA Group að leggja aukna áherslu á netverslun í náinni framtíð, eitthvað sem Þórarinn segir að IKEA á Íslandi hafi boðið viðskiptavinum sínum upp á í rúmlega áratug. Því sé engin þörf á því að fara í samskonar skipulagsbreytingar hér á landi, með tilheyrandi uppsögnum. Þvert á móti gerir Þórarinn frekar ráð fyrir því að fjölga starfsfólki á næstunni, fremur en að fækka því eins og IKEA Group hefur boðað.
IKEA Norðurlönd Svíþjóð Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira