Greiðir yfir níu milljarða fyrir hlutinn í HS Orku Hörður Ægisson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Gengið var frá kaupunum í byrjun síðasta mánaðar en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy AG, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, greiðir allt að rúmlega níu milljarða króna fyrir 12,7 prósenta hlut í HS Orku. Hluti greiðslunnar, eða um einn milljarður, er árangurstengdur afkomu HS Orku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við kaupverðið er markaðsvirði HS Orku í dag því um 72 milljarðar króna. Gengið var frá kaupunum í byrjun síðasta mánaðar, eins og fyrst var greint frá í Fréttablaðinu, en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. Meirihluti söluandvirðisins, eða í kringum fimm milljarðar, fer í að greiða upp skuldabréf sem ORK gaf út 2012 í tengslum við kaup sjóðsins á svonefndu Magma-skuldabréfi af Reykjanesbæ en eftirstöðvarnar – mögulega allt að fjórir milljarðar – falla í skaut Reykjanesbæjar. Í árslok 2017 var langtímakrafa Reykjanesbæjar á fagfjárfestasjóðinn ORK metinn á 1.332 milljónir í ársreikningi og því gæti bókfærður hagnaður bæjarsjóðs vegna sölu ORK á hlutnum í HS Orku numið um 2.800 milljónum króna. Tilboð DC Renewable Energy í hlutinn í HS Orku var talsvert hærra en annarra fjárfesta sem gerðu tilboð en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með söluferlinu. Nafnvirði hlutafjárins sem félagið kaupir er um 997 milljónir og hljóðaði tilboðið upp á rúmlega átta krónur fyrir hvern hlut, án tillits til árangurstengdrar greiðslu. Til samanburðar verðmat Jarðvarmi, samlagshlutafélag fjórtán lífeyrissjóða sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, hlutafé sitt á 6,22 krónur á hlut í árslok 2017. Stjórn Jarðvarma hefur nú til skoðunar, í samræmi við samþykktir HS Orku, hvort félagið hyggist nýta sér forkaupsrétt og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins er hins vegar ólíklegt að það verði niðurstaðan en félagið hefur frest til að taka afstöðu til forkaupsréttarins fram í byrjun næsta mánaðar. Þá hefur stærsti hluthafi HS Orku, kanadíska orkufyrirtækið Innergex, boðið til sölu tæplega 54 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu, eins og upplýst var um í Markaðnum þann 24. október síðastliðinn. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rann út síðastliðinn föstudag en ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Svissneska fjárfestingarfélagið DC Renewable Energy AG, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, greiðir allt að rúmlega níu milljarða króna fyrir 12,7 prósenta hlut í HS Orku. Hluti greiðslunnar, eða um einn milljarður, er árangurstengdur afkomu HS Orku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miðað við kaupverðið er markaðsvirði HS Orku í dag því um 72 milljarðar króna. Gengið var frá kaupunum í byrjun síðasta mánaðar, eins og fyrst var greint frá í Fréttablaðinu, en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. Meirihluti söluandvirðisins, eða í kringum fimm milljarðar, fer í að greiða upp skuldabréf sem ORK gaf út 2012 í tengslum við kaup sjóðsins á svonefndu Magma-skuldabréfi af Reykjanesbæ en eftirstöðvarnar – mögulega allt að fjórir milljarðar – falla í skaut Reykjanesbæjar. Í árslok 2017 var langtímakrafa Reykjanesbæjar á fagfjárfestasjóðinn ORK metinn á 1.332 milljónir í ársreikningi og því gæti bókfærður hagnaður bæjarsjóðs vegna sölu ORK á hlutnum í HS Orku numið um 2.800 milljónum króna. Tilboð DC Renewable Energy í hlutinn í HS Orku var talsvert hærra en annarra fjárfesta sem gerðu tilboð en það var fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hafði umsjón með söluferlinu. Nafnvirði hlutafjárins sem félagið kaupir er um 997 milljónir og hljóðaði tilboðið upp á rúmlega átta krónur fyrir hvern hlut, án tillits til árangurstengdrar greiðslu. Til samanburðar verðmat Jarðvarmi, samlagshlutafélag fjórtán lífeyrissjóða sem eiga þriðjungshlut í HS Orku, hlutafé sitt á 6,22 krónur á hlut í árslok 2017. Stjórn Jarðvarma hefur nú til skoðunar, í samræmi við samþykktir HS Orku, hvort félagið hyggist nýta sér forkaupsrétt og bæta þannig við sig 12,7 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins er hins vegar ólíklegt að það verði niðurstaðan en félagið hefur frest til að taka afstöðu til forkaupsréttarins fram í byrjun næsta mánaðar. Þá hefur stærsti hluthafi HS Orku, kanadíska orkufyrirtækið Innergex, boðið til sölu tæplega 54 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu, eins og upplýst var um í Markaðnum þann 24. október síðastliðinn. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rann út síðastliðinn föstudag en ráðgjafar Innergex í söluferlinu eru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira