Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 06:30 Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Kortaþjónustan gaf í síðasta mánuði út víkjandi skuldabréf með breytirétti í hlutafé fyrir 250 milljónir króna til hluthafa kortafyrirtækisins. Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í samtali við Markaðinn að útgáfa bréfanna sé hluti af breytingum á efnahagsreikningi fyrirtækisins. Samkvæmt skilmálum skuldabréfaflokksins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er hverjum og einum skuldabréfaeiganda heimilt allt fram til lokagjalddaga í október árið 2025 að breyta kröfu sinni að heild eða hluta, það er höfuðstól, verðbótum og áföllnum vöxtum, í hlutabréf í Kortaþjónustunni. Kjósi skuldabréfaeigandi að nýta sér breytiréttinn hefur stjórn kortafyrirtækisins þrjátíu daga til þess að gefa út nýja hluti í fyrirtækinu. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines í október í fyrra en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Kvika er stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar með um 41 prósents hlut en fjárfestingarfélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er sá næststærsti með 10 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Kortaþjónustan gaf í síðasta mánuði út víkjandi skuldabréf með breytirétti í hlutafé fyrir 250 milljónir króna til hluthafa kortafyrirtækisins. Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í samtali við Markaðinn að útgáfa bréfanna sé hluti af breytingum á efnahagsreikningi fyrirtækisins. Samkvæmt skilmálum skuldabréfaflokksins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er hverjum og einum skuldabréfaeiganda heimilt allt fram til lokagjalddaga í október árið 2025 að breyta kröfu sinni að heild eða hluta, það er höfuðstól, verðbótum og áföllnum vöxtum, í hlutabréf í Kortaþjónustunni. Kjósi skuldabréfaeigandi að nýta sér breytiréttinn hefur stjórn kortafyrirtækisins þrjátíu daga til þess að gefa út nýja hluti í fyrirtækinu. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines í október í fyrra en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Kvika er stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar með um 41 prósents hlut en fjárfestingarfélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er sá næststærsti með 10 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira