Sveitin gaf út tvær plötur árið 2009 og 2011, og var afar vinsæl á þeim tíma. Ef marka má mætinguna á tónleika þeirra á nýafstaðinni Airwaves-hátíð hafa þær vinsældir lítið dvínað.
„Við erum bara búin að loka okkur inni að taka upp eins og stendur,“ segir Agnes aðspurð um tíðindi úr Sykur-búðum.
Listann segir hún samanstanda af lögum úr ýmsum áttum sem eiga það sameiginlegt að fá hana til að dansa eða peppast brjálæðislega.