Upp komst um svik Maddof árið 2008 er í ljós kom að sjóður sem átti að geyma 68 milljarða bandaríkjadala, andvirði um átta þúsund milljarða króna á núgildandi gengi, var galtómur. Um fimm þúsund fjárfestar áttu hlut í sjóðnum og þó að þeir muni aldrei fá þá peninga sem Maddof plataði þá til þess að halda að þeir hefðu grætt eru góðar líkur á því að meirihluti þess fjármuna sem fjárfestarnir settu í sjóðinn fáist endurheimtir.
Það er lögfræðingurinn Irvin Picard sem sér um að reyna að endurheimta fjármunina og í umfjöllun Bloomberg um málið kemur fram að hann geri það með nýstárlegum hætti. Hann stefnir þeim sem voru þáttakendur í fjárfestingasjóði Maddofs en höfðu tekið út sinn gróða áður en upp komst um svikin. Með öðrum orðum, hann lögsækir þá sem tóku meira út úr sjóðnum en þeir lögðu til hans.

„Þessar endurheimtir eru mjög miklar og alls ekki venjulegar,“ segir Kathy Bazoian Phelps lögfræðingur sem sérhæfir sig í gjaldþrotum. Hún segir að yfirleitt megi búast við að fimm til 30 prósent af fjármunum náist til baka í eftirmála hefðbundinna Ponzi-svika og oftar en ekki fái fórnarlömbin ekkert til baka.
Picard samþykkti kröfur upp á um 19 milljarða dollara, um 2.300 milljarða króna, og hefur hann náð til baka 13 milljörðum dollara, um 16.00 milljörðum króna. Heildarupphæð krafnanna sem samþykktar voru nemur um það bil þeim fjármunum sem lagðir voru inn í sjóði Maddof á sínum tíma.
Alls hefur Picard þegar greitt kröfuhöfum til baka ellefu milljarða dollara, um 1.300 milljarða króna sem þýðir að margir af þeim sem áttu lægstu kröfurnar í þrotabú Maddof hafa fengið það sem þeir lögðu inn endurgreitt að fullu.
Maddof afplánar nú 150 ára fangelsisdóm vegna málsins enlesa má umfjöllun Bloomberg um málið hér.Hér má einnig fræðast um Ponzi-svik.