Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar völtuðu yfir Ungverja í fyrsta leik sínum í milliriðli á EM í handbolta í kvöld og eiga enn möguleika á að ná verðlaunum.
Eftir erfiða byrjun á mótinu fóru Norðmenn inn í milliriðilinn án stiga, fjórum stigum á eftir Rúmenum og Hollendingum, og þurfa þær að vinna alla þrjá leikina til þess að eiga möguleika á sæti í undanúrslitunum.
Fyrsta skrefið var tekið örugglega með þrettán marka sigri, 25-38, í kvöld.
Heidi Loke skoraði sjö mörk og þær Stine Bredal Oftedal og Camilla Herrem bættu við sex mörkum hvor. Norðmenn voru komnir með örugga forystu í hálfleik, 12-19, og bættu bara við hana í seinni hálfleiknum. Herrem átti síðasta orðið með marki á lokasekúndum leiksins.
Hjá Ungverjum var Gabriella Toth markahæst með sex mörk.
Norðmenn eiga enn von eftir stórsigur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

