Árssamantekt YouTube fellur í grýttan jarðveg Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2018 10:51 Youtube gaf út árssamantekt sína ígær. YouTube gefur á hverju ári út myndband þar sem helstu stjörnur og myndbönd veitunnar eru hyllt. Myndband þetta kallast YouTube Rewind og að þessu sinni virðast notendur Youtube ekki ánægðir með myndbandið. Þegar þetta er skrifað hafa um 1,6 milljón áhorfenda lýst yfir óánægju með það og einungis 800 þúsund lýst yfir ánægju. Eins og Rewind í fyrra snerist nánast eingöngu um Despacito, snýst nýja myndbandið að mestu leyti um Fortnite. Myndbandið fjallar líka um K-Pop, teiknimyndir og var heilt yfir mjög jákvætt. Sem er, ef satt skal segja, ef til vill ekki réttmæt túlkun á ári Youtube. Sérstaklega þar sem myndbandið hunsar alfarið nokkur af vinsælustu og í senn umdeildustu atvikum veitunnar á árinu. Það sem er ef til vill hvað merkilegast við YouTube Rewind þetta árið er að stjörnurnar sem eru í aðalhlutverki urðu margar hverjar ekki frægar á Youtube. Allt myndbandið virðist gerast í ímyndunarafli leikarans Will Smith og inniheldur stjörnur eins og John Oliver, Trevor Noah, Ninja, Adam Rippon, jóðlandi krakka, Casey Neistat, Lilly Singh, Emma Chamberlain og marga aðra. Hér má sjá myndbandið.Það hefur vakið athygli hvernig Youtube virðist skauta fram hjá umdeildum atvikum og reyna að fegra myndbandaveituna. Þar er vert að nefna ferð Logan Paul til Aokigaharaskógarins í Japan, þar sem fólk fer gjarnan til að taka eigin líf. Þar birti Paul myndband af líki manneskju.Þá má einnig nefna umdeildan viðburð þar sem Logan Paul og bróðir hans boxuðu við KSI og bróðir hans. Minnst milljón notenda YouTube borgaði fyrir að horfa á bardagana í beinni útsendingu. Enginn þeirra er í myndbandinu.Hinn umdeildi og einstaklega vinsæli Felix Kjellberg er heldur ekki í myndbandinu, annað árið í röð, en hann er án efa vinsælasta stjarna YouTube. Fréttir ársins 2018 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
YouTube gefur á hverju ári út myndband þar sem helstu stjörnur og myndbönd veitunnar eru hyllt. Myndband þetta kallast YouTube Rewind og að þessu sinni virðast notendur Youtube ekki ánægðir með myndbandið. Þegar þetta er skrifað hafa um 1,6 milljón áhorfenda lýst yfir óánægju með það og einungis 800 þúsund lýst yfir ánægju. Eins og Rewind í fyrra snerist nánast eingöngu um Despacito, snýst nýja myndbandið að mestu leyti um Fortnite. Myndbandið fjallar líka um K-Pop, teiknimyndir og var heilt yfir mjög jákvætt. Sem er, ef satt skal segja, ef til vill ekki réttmæt túlkun á ári Youtube. Sérstaklega þar sem myndbandið hunsar alfarið nokkur af vinsælustu og í senn umdeildustu atvikum veitunnar á árinu. Það sem er ef til vill hvað merkilegast við YouTube Rewind þetta árið er að stjörnurnar sem eru í aðalhlutverki urðu margar hverjar ekki frægar á Youtube. Allt myndbandið virðist gerast í ímyndunarafli leikarans Will Smith og inniheldur stjörnur eins og John Oliver, Trevor Noah, Ninja, Adam Rippon, jóðlandi krakka, Casey Neistat, Lilly Singh, Emma Chamberlain og marga aðra. Hér má sjá myndbandið.Það hefur vakið athygli hvernig Youtube virðist skauta fram hjá umdeildum atvikum og reyna að fegra myndbandaveituna. Þar er vert að nefna ferð Logan Paul til Aokigaharaskógarins í Japan, þar sem fólk fer gjarnan til að taka eigin líf. Þar birti Paul myndband af líki manneskju.Þá má einnig nefna umdeildan viðburð þar sem Logan Paul og bróðir hans boxuðu við KSI og bróðir hans. Minnst milljón notenda YouTube borgaði fyrir að horfa á bardagana í beinni útsendingu. Enginn þeirra er í myndbandinu.Hinn umdeildi og einstaklega vinsæli Felix Kjellberg er heldur ekki í myndbandinu, annað árið í röð, en hann er án efa vinsælasta stjarna YouTube.
Fréttir ársins 2018 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira