Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2018 07:45 Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart mun ekki kynna Óskarinn á næsta ári eins og til stóð. vísir/getty Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. Ástæðan eru ummæli um samkynhneigða sem hann lét falla bæði á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum en ummælin hafa vakið töluverða reiði eftir að þau voru rifjuð upp í vikunni. Tilkynnt var um það á þriðjudag að Hart myndi verða kynnir. Hann hefur nú beðist afsökunar á því sem hann kallar „ónærgætin orð“ sín og tilkynnti þá um leið að hann myndi ekki kynna Óskarinn þar sem hann vildi ekki ónæði eða truflun á hátíðinni með nærveru sinni.And the Oscar for most homophobic host ever goes to... pic.twitter.com/fw9DTjSrhx — Benjamin Lee (@benfraserlee) December 5, 2018„Ég bið hinsegin samfélagið innilegrar afsökunar á ónærgætnum orðum mínum í fortíðinni. Mér þykir leitt að ég hafi sært fólk. Ég er að þroskast og mun halda áfram að gera það. Markmið mitt er að koma fólki saman en ekki sundra okkur,“ sagði Hart í yfirlýsingu. Áður hafði Hart sett myndband á Instagram-síðu sína þar sem hann sagði að stjórn Akademíunnar, sem heldur Óskarinn, hefði hringt í hann og sagt honum að annað hvort myndi hann biðjast afsökunar eða hann yrði látinn fara sem kynnir. Í myndbandinu sagði Hart að hann ætlaði ekki að biðjast afsökunar vegna þess að hann hefði áður rætt þetta mál og hann vildi ekki halda áfram að rifja upp fortíðina. Það hefur hann nú hins vegar gert en ummælin umdeildu sem rifjuð voru upp voru meðal annars úr uppistandi frá árinu 2010 þar sem Hart grínaðist með það að hann óttaðist að þriggja ára sonur sinn yrði samkynhneigður. Óskarinn Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur tilkynnt að hann muni ekki vera kynnir á Óskarsverðlaunum á næsta ári eins og til stóð. Ástæðan eru ummæli um samkynhneigða sem hann lét falla bæði á Twitter og í uppistandi fyrir nokkrum árum en ummælin hafa vakið töluverða reiði eftir að þau voru rifjuð upp í vikunni. Tilkynnt var um það á þriðjudag að Hart myndi verða kynnir. Hann hefur nú beðist afsökunar á því sem hann kallar „ónærgætin orð“ sín og tilkynnti þá um leið að hann myndi ekki kynna Óskarinn þar sem hann vildi ekki ónæði eða truflun á hátíðinni með nærveru sinni.And the Oscar for most homophobic host ever goes to... pic.twitter.com/fw9DTjSrhx — Benjamin Lee (@benfraserlee) December 5, 2018„Ég bið hinsegin samfélagið innilegrar afsökunar á ónærgætnum orðum mínum í fortíðinni. Mér þykir leitt að ég hafi sært fólk. Ég er að þroskast og mun halda áfram að gera það. Markmið mitt er að koma fólki saman en ekki sundra okkur,“ sagði Hart í yfirlýsingu. Áður hafði Hart sett myndband á Instagram-síðu sína þar sem hann sagði að stjórn Akademíunnar, sem heldur Óskarinn, hefði hringt í hann og sagt honum að annað hvort myndi hann biðjast afsökunar eða hann yrði látinn fara sem kynnir. Í myndbandinu sagði Hart að hann ætlaði ekki að biðjast afsökunar vegna þess að hann hefði áður rætt þetta mál og hann vildi ekki halda áfram að rifja upp fortíðina. Það hefur hann nú hins vegar gert en ummælin umdeildu sem rifjuð voru upp voru meðal annars úr uppistandi frá árinu 2010 þar sem Hart grínaðist með það að hann óttaðist að þriggja ára sonur sinn yrði samkynhneigður.
Óskarinn Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira