Jólagleði SVFR verður haldin á föstudagskvöld Karl Lúðvíksson skrifar 6. desember 2018 11:59 Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur Jólagleði í dalnum þann 7. desember næstkomandi í húsakynnum SVFR klukkan 20:00. Farið verður um víðan völl þetta kvöld og verður meðal annars ný skemmtinefnd kynnt til leiks. Þetta er kjörið tækifæri fyrir veiðimenn að koma saman og gera sér glaðan dag fyrir jólahátíðina. Meðal þess sem verður gert er að ný skemmtinefnd kynnt til sögunnar en það er sú nefnd sem sér um skipulagningu viðburða á vegum félagsins, Ólafur Finnbogason fer yfir stöðuna í Bíldsfelli, nýjasta ársvæði félagsins, Laugardalsá, kynnt fyrir félagsmönnum, úthlutunarvefurinn kynntur, vinsælustu veiðibloggarar landsins sýna myndir og segja sögur frá liðnu sumri, jólagjafir veiðimannsins eru veiðibækur af ýmsum stærðum og gerðum, hinn geðþekki veiðimaður Sigþór Steinn Ólason les upp framlag sitt í bókinni Undir Sumarhimni, boðið verður upp á smakk úr Stóru Villibráðarbókinni og Happahylurinn verður að sjálfsögðu á sínum stað. Það eru allir velkomnir. Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur heldur Jólagleði í dalnum þann 7. desember næstkomandi í húsakynnum SVFR klukkan 20:00. Farið verður um víðan völl þetta kvöld og verður meðal annars ný skemmtinefnd kynnt til leiks. Þetta er kjörið tækifæri fyrir veiðimenn að koma saman og gera sér glaðan dag fyrir jólahátíðina. Meðal þess sem verður gert er að ný skemmtinefnd kynnt til sögunnar en það er sú nefnd sem sér um skipulagningu viðburða á vegum félagsins, Ólafur Finnbogason fer yfir stöðuna í Bíldsfelli, nýjasta ársvæði félagsins, Laugardalsá, kynnt fyrir félagsmönnum, úthlutunarvefurinn kynntur, vinsælustu veiðibloggarar landsins sýna myndir og segja sögur frá liðnu sumri, jólagjafir veiðimannsins eru veiðibækur af ýmsum stærðum og gerðum, hinn geðþekki veiðimaður Sigþór Steinn Ólason les upp framlag sitt í bókinni Undir Sumarhimni, boðið verður upp á smakk úr Stóru Villibráðarbókinni og Happahylurinn verður að sjálfsögðu á sínum stað. Það eru allir velkomnir.
Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði