Sorpa hafnar ásökunum í myndbandi Íslenska gámafélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2018 18:17 Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins en Sorpa hafnar ásökunum sem þar eru bornar á hendur fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri Sorpu hafnar því að fyrirtækið hafi hagsmuni af því að verja plastnotkun. Sorpa hafi aldrei verið „sérstakur talsmaður plastpokans“ heldur sé þvert á móti sammála því að draga þurfi úr plastnotkun, að því er segir í yfirlýsingu. Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins þar sem ýjað var að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa sagðist ekki sjá rökin fyrir því í umsögn sinni um plastpokabannið.Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.„Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram að SORPA hefur enga hagsmuni af því að verja plastnotkun og hefur aldrei verið sérstakur talsmaður plastpokans, þvert á móti þá erum við öll sammála um að draga þarf úr plastnotkun,“ segir í yfirlýsingu frá Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu sem send var út síðdegis í dag. Í yfirlýsingunni eru jafnframt talin upp dæmi um aðgerðir Sorpu í gegnum árin í viðleitni til að sporna við notkun á plasti. Þannig hafi fyrirtækið gefið almenningi yfir þrjátíu þúsund fjölnota burðarpoka og haldið úti fræðslu- og kynningarstarfi. „Það eru ekki hagsmunir hjá SORPU að leyfa eða banna notkun plastpoka. Ef banna á notkun þeirra, þá þarf að gera það að yfirveguðu ráði byggðu á vísindalegum grunni þar sem m.a. er tekið tillit til þess hvað kemur í staðinn og með hvaða hætti það er innleitt. Það er ljóst að það að skipta einnota plastburðarpoka út fyrir einnota poka úr öðru efni (t.d. úr lífrænu efni) er engin töfralausn. Ákvörðun um bann við notkun höldupoka verður því að vera byggð á haldbærum rökum sem byggjast á einhvers konar ábatagreiningu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bent á að endurnýting á plasti hafi margfaldast á undanförnum árum og að nýsköpun hljóti að sjálfsögðu að vera hluti af lausninni. Hana þurfi þó alltaf að byggja á faglegum forsendum og ræða málefnalega hverju sinni. „Í grunninn hljótum við öll að starfa að sömu markmiðum, að minnka plast í umferð og lágmarka allan úrgang.“Umrætt myndband Íslenska gámafélagsins má sjá hér að neðan. Umhverfismál Tengdar fréttir Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. 4. desember 2018 10:38 Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Í frumvarpinu er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling. 14. nóvember 2018 18:47 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sorpu hafnar því að fyrirtækið hafi hagsmuni af því að verja plastnotkun. Sorpa hafi aldrei verið „sérstakur talsmaður plastpokans“ heldur sé þvert á móti sammála því að draga þurfi úr plastnotkun, að því er segir í yfirlýsingu. Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins þar sem ýjað var að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa sagðist ekki sjá rökin fyrir því í umsögn sinni um plastpokabannið.Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.„Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram að SORPA hefur enga hagsmuni af því að verja plastnotkun og hefur aldrei verið sérstakur talsmaður plastpokans, þvert á móti þá erum við öll sammála um að draga þarf úr plastnotkun,“ segir í yfirlýsingu frá Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu sem send var út síðdegis í dag. Í yfirlýsingunni eru jafnframt talin upp dæmi um aðgerðir Sorpu í gegnum árin í viðleitni til að sporna við notkun á plasti. Þannig hafi fyrirtækið gefið almenningi yfir þrjátíu þúsund fjölnota burðarpoka og haldið úti fræðslu- og kynningarstarfi. „Það eru ekki hagsmunir hjá SORPU að leyfa eða banna notkun plastpoka. Ef banna á notkun þeirra, þá þarf að gera það að yfirveguðu ráði byggðu á vísindalegum grunni þar sem m.a. er tekið tillit til þess hvað kemur í staðinn og með hvaða hætti það er innleitt. Það er ljóst að það að skipta einnota plastburðarpoka út fyrir einnota poka úr öðru efni (t.d. úr lífrænu efni) er engin töfralausn. Ákvörðun um bann við notkun höldupoka verður því að vera byggð á haldbærum rökum sem byggjast á einhvers konar ábatagreiningu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bent á að endurnýting á plasti hafi margfaldast á undanförnum árum og að nýsköpun hljóti að sjálfsögðu að vera hluti af lausninni. Hana þurfi þó alltaf að byggja á faglegum forsendum og ræða málefnalega hverju sinni. „Í grunninn hljótum við öll að starfa að sömu markmiðum, að minnka plast í umferð og lágmarka allan úrgang.“Umrætt myndband Íslenska gámafélagsins má sjá hér að neðan.
Umhverfismál Tengdar fréttir Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. 4. desember 2018 10:38 Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Í frumvarpinu er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling. 14. nóvember 2018 18:47 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. 4. desember 2018 10:38
Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Í frumvarpinu er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling. 14. nóvember 2018 18:47
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent