Ísland lenti í snúnum riðli Hjörvar Ólafsson skrifar 3. desember 2018 07:00 Guðni Bergsson og Erik Hamrén voru viðstaddir dráttinn vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun verja drjúgum tíma í flugi og öðrum samgöngumátum frá því í mars á næsta ári fram til mars árið 2020. Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í Dublin á Írlandi í gær og lenti Ísland í H-riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Þrjú þessara landa eru í um það bil 5.000 kílómetra fjarlægð frá Íslandi og því ljóst að löng ferðalög eru fram undan. Efstu tvö sætin í riðlinum munu koma íslenska liðinu áfram í lokakeppni mótsins og þriðja sætið getur gefið möguleika á umspili um laust sæti á mótinu. Það er því fínn möguleiki á að Íslandi takist að tryggja sér sæti á þriðja stórmótinu í röð. Fyrsti leikurinn fer fram í mars á næsta ári og undankeppninni lýkur um það bil ári síðar. Íslenska liðið mun mæta því moldóvska í fyrsta sinn þegar þau mætast í undankeppninni. Moldóva var eitt fjögurra liða sem Ísland gat mætt í fyrsta sinn í undankeppninni. Flestir í liðinu leika í heimalandinu og er það í 170. sæti á styrkleikalista FIFA. Síðustu fjögur ár hefur lið Moldóvu aðeins unnið Andorra og San Marínó. Stutt er hins vegar síðan Ísland mætti bæði Tyrklandi og Frakklandi og þá mætti Ísland liði Albaníu í undankeppni HM 2014. Þá hefur Ísland mætt Andorra fimm sinnum, fyrst í undankeppni EM 2000 en þrisvar í æfingarleik síðan þá. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var viðstaddur dráttinn og ræddi riðilinn sem liði lenti í eftir að dregið var í samtali við heimasíðu KSÍ. „Þetta er áhugaverður riðill, erfiður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en að sama skapi hefði hann getað verið erfiðari, þú veist hins vegar aldrei hversu erfiður hann er fyrr en þú spilar leikina. Frakkar eru að sjálfsögðu sigurstranglegastir, síðan fengum við Tyrki og við vonum bara að við höldum áfram að ná góðum úrslitum gegn þeim eins og undanfarið. Við þurfum að vera góðir, öll lið þurfa að vera það ef þau ætla sér alla leið í úrslitakeppnina. Það á við í öllum leikjum,“ segir Hamrén. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun verja drjúgum tíma í flugi og öðrum samgöngumátum frá því í mars á næsta ári fram til mars árið 2020. Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í Dublin á Írlandi í gær og lenti Ísland í H-riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Þrjú þessara landa eru í um það bil 5.000 kílómetra fjarlægð frá Íslandi og því ljóst að löng ferðalög eru fram undan. Efstu tvö sætin í riðlinum munu koma íslenska liðinu áfram í lokakeppni mótsins og þriðja sætið getur gefið möguleika á umspili um laust sæti á mótinu. Það er því fínn möguleiki á að Íslandi takist að tryggja sér sæti á þriðja stórmótinu í röð. Fyrsti leikurinn fer fram í mars á næsta ári og undankeppninni lýkur um það bil ári síðar. Íslenska liðið mun mæta því moldóvska í fyrsta sinn þegar þau mætast í undankeppninni. Moldóva var eitt fjögurra liða sem Ísland gat mætt í fyrsta sinn í undankeppninni. Flestir í liðinu leika í heimalandinu og er það í 170. sæti á styrkleikalista FIFA. Síðustu fjögur ár hefur lið Moldóvu aðeins unnið Andorra og San Marínó. Stutt er hins vegar síðan Ísland mætti bæði Tyrklandi og Frakklandi og þá mætti Ísland liði Albaníu í undankeppni HM 2014. Þá hefur Ísland mætt Andorra fimm sinnum, fyrst í undankeppni EM 2000 en þrisvar í æfingarleik síðan þá. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var viðstaddur dráttinn og ræddi riðilinn sem liði lenti í eftir að dregið var í samtali við heimasíðu KSÍ. „Þetta er áhugaverður riðill, erfiður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en að sama skapi hefði hann getað verið erfiðari, þú veist hins vegar aldrei hversu erfiður hann er fyrr en þú spilar leikina. Frakkar eru að sjálfsögðu sigurstranglegastir, síðan fengum við Tyrki og við vonum bara að við höldum áfram að ná góðum úrslitum gegn þeim eins og undanfarið. Við þurfum að vera góðir, öll lið þurfa að vera það ef þau ætla sér alla leið í úrslitakeppnina. Það á við í öllum leikjum,“ segir Hamrén.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira