Spánn settist á topp C-riðils EM í handbolta kvenna með öruggum sjö marka sigri á Króötum í fyrsta leik liðanna á mótinu.
Króatar náðu aðeins að skora fimm mörk í fyrri hálfleiknum og því ljóst að liðið var ekki að fara að ná sigri, að minnsta kosti ekki á meðan þær spænsku geðru 15 mörk á sama tíma.
Bæði lið skoruðu eitt mark á fyrstu mínútunum en þá lokuðu þær spænsku markinu. Úr stöðunni 1-1 komst Spánn í 7-2 og eftir annan eins kafla var staðan orðin 12-4 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og úrslitin í raun ráðin.
Af þeim fimm mörkum sem Króatía skoraði í fyrri hálfleik voru tvö úr vítaskoti og hin þrjú úr hraðaupphlaupi. Þær náðu ekki einu einasta marki úr uppstilltum sóknum á fyrsta hálftímanum.
Það var allt annað að sjá til króatíska liðsins í seinni hálfleik en það dugði ekki til því það spænska hélt áfram að spila sinn leik og lokatölur urðu 25-18.
Nerea Pena Abaurrea var markahæst Spánverja með sjö mörk. Ivana Dezic gerði mest fyrir Króata og skoraði sex.
Í D-riðli tóku Rúmenar toppsætið eftir þriggja marka sigur á Tékkum 31-28.
Rúmenar byrjuðu leikinn mun betur og komust í 6-1. Þá vöknuðu Tekkar til lífsins en náðu þó ekki að laga stöðuna mikið, staðan 17-11 þegar flautað var til hálfleiks.
Seinni hálfleikurinn byrjaði álíkt þeim fyrri, Rúmenar komu miklu sterkari út úr hléinu og komu sér í níu marka forystu.
Þær tékknesku gáfust hins vegar ekki upp og börðust til baka en komust þó ekki nær en svo að Rúmenar unnu 31-28.
Króatar skoruðu bara fimm mörk í fyrri hálfleik

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
