Patrekur: Ekki viss um að ég hefði spáð í þessu ef þetta hefði verið annað lið Anton Ingi Leifsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Patrekur ræðir viðskilnaðinn og margt fleira í þessu ítarlega viðtali. vísir/skjáskot Í gær var tilkynnt að Patrekur Jóhannesson myndi taka við danska liðinu Skjern næsta sumar en Patrekur er nú við stjórnvölinn á Selfossi. Patrekur hættir með Selfoss næsta sumar en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Skjern sem varð danskur meistari á síðustu leiktíð. En hvernig kom þetta til? „Maður heyrir oft einhverjar fyrirspurnir. Göppingen heyrði í mér í fyrra og þannig er gangurinn í þessu. Ég heyrði í Skjern fyrir um mánuði síðan,“ sagði Patrekur í ítarlegu viðtali við Vísi. „Ég prófaði þetta í eitt ár árið 2010 í Þýskalandi. Þá ákváðum við að koma heim og svo kom þetta með Austurríki. Ég er atvinnumaður og þetta er mín aðalvinna; ég er ekki að gera eitthvað á daginn og þjálfa á kvöldin.“ „Ég er all-in í þessu og þá skoðar maður allt. Ég er ekki viss um að ég hafi spáð í þessu ef þetta hefði verið eitthvað annað lið en þegar þetta lið kom upp ákvað ég að kíkja. Eftir heimsóknina var ég klár á því að þetta er stórt lið. Ég myndi vonandi passa inn í það.“ Patrekur segir að kúlturinn í félaginu hafi heillað sig og að hann hafi talað við Aron Kristjánsson sem lék þarna á sínum tíma. Aðstaðan hafi verið til fyrirmyndar og félagið hugsi vel um leikmennina sína.Patrekur hefur gert flotta hluti á Selfossi síðustu tvö tímabil.vísir/báraPatrekur líkir félaginu einnig við Selfoss þar sem allt bæjarfélagið er á bakinu á liðinu en hvernig verður viðskilnaðurinn við Selfoss eftir þessi tvö ár? „Já, það er alltaf erfitt að kveðja og sérstaklega þetta unga lið. Það eru strákar í liðinu sem eru á svipuðum aldri og strákarnir mínir svo ég er búinn að tengjast þeim vel og held að við höfum átt gott samstarf.“ „Við erum ekki búnir en það er alltaf erfitt að kveðja. Svona er gangurinn í þessu. Við misstum leikmenn í fyrra og nú er ég að fara. Selfoss heldur áfram og vonandi er kominn ákveðinn strúktur í þetta.“ „Það er alltaf erfitt að kveðja en það kemur maður í manns stað. Ég tala nú ekki um krakkana í akademíunni sem ég hafði mjög gaman að þjálfa en eins og ég segi. Ég er ekki búinn. Þetta er ekki fyrr en í sumar.“ Patrekur hefur verið þjálfari landsliðs Austurríkis frá því árið 2011 og hann segir að það verði engar breytingar á því. Hann hafi rætt við báða aðila og allir séu sáttir. „Nei. Ég ræddi við Austurríki og Skjern. Ég sagði við Skjern að ég ætlaði að halda mínu áfram í Austurríki þar sem ég gerði fimm ára samning 2015. Þá var planið að búa til nýtt lið og menn gerðu ekki ráð fyrir að fara á stórmót.“ „Við erum hins vegar búnir að ná því, bæði 2018 og 2019 og ég vil halda því áfram. Skjern hefur ekkert á móti því og auðvitað ræddi ég við alla aðila. Ég er núna á fullu að undirbúa HM í Þýskalandi og Danmörku.“ Hann segist auðvitað vilja kveðja Selfyssinga með titli en segir hins vegar að hann geti engu lofað. „Já, maður getur ekki lofað neinu en þegar ég var hjá Haukum þá tilkynnti ég tímanlega að ég myndi ekki vera áfram því ég var að fara í masternám. Mér gekk vel með Haukana í úrslitakeppninni þá.“ „Við unnum 8-0 og það hefur aldrei gerst áður en það verður erfitt að ná því. Við erum enn í bikarnum, erum enn að berjast um deildarmeistaratitilinn, tveimur stigum frá efsta liðinu. Það yrði draumur að vinna eitthvað,“ sagði Patrekur. Viðtalið við Patrek í heild sinni: Olís-deild karla Tengdar fréttir Skjern líka búið að staðfesta Patrek sem næsta þjálfara Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálfari Meistaradeildarliðsins Skjern frá Danmörku eins og kom fram á Vísi í morgun. Nú hefur líka danska félagið staðfest ráðningu hans. 19. desember 2018 08:45 Patrekur tekur við dönsku meisturunum í Skjern í júlí Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. 19. desember 2018 07:51 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Sjá meira
Í gær var tilkynnt að Patrekur Jóhannesson myndi taka við danska liðinu Skjern næsta sumar en Patrekur er nú við stjórnvölinn á Selfossi. Patrekur hættir með Selfoss næsta sumar en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Skjern sem varð danskur meistari á síðustu leiktíð. En hvernig kom þetta til? „Maður heyrir oft einhverjar fyrirspurnir. Göppingen heyrði í mér í fyrra og þannig er gangurinn í þessu. Ég heyrði í Skjern fyrir um mánuði síðan,“ sagði Patrekur í ítarlegu viðtali við Vísi. „Ég prófaði þetta í eitt ár árið 2010 í Þýskalandi. Þá ákváðum við að koma heim og svo kom þetta með Austurríki. Ég er atvinnumaður og þetta er mín aðalvinna; ég er ekki að gera eitthvað á daginn og þjálfa á kvöldin.“ „Ég er all-in í þessu og þá skoðar maður allt. Ég er ekki viss um að ég hafi spáð í þessu ef þetta hefði verið eitthvað annað lið en þegar þetta lið kom upp ákvað ég að kíkja. Eftir heimsóknina var ég klár á því að þetta er stórt lið. Ég myndi vonandi passa inn í það.“ Patrekur segir að kúlturinn í félaginu hafi heillað sig og að hann hafi talað við Aron Kristjánsson sem lék þarna á sínum tíma. Aðstaðan hafi verið til fyrirmyndar og félagið hugsi vel um leikmennina sína.Patrekur hefur gert flotta hluti á Selfossi síðustu tvö tímabil.vísir/báraPatrekur líkir félaginu einnig við Selfoss þar sem allt bæjarfélagið er á bakinu á liðinu en hvernig verður viðskilnaðurinn við Selfoss eftir þessi tvö ár? „Já, það er alltaf erfitt að kveðja og sérstaklega þetta unga lið. Það eru strákar í liðinu sem eru á svipuðum aldri og strákarnir mínir svo ég er búinn að tengjast þeim vel og held að við höfum átt gott samstarf.“ „Við erum ekki búnir en það er alltaf erfitt að kveðja. Svona er gangurinn í þessu. Við misstum leikmenn í fyrra og nú er ég að fara. Selfoss heldur áfram og vonandi er kominn ákveðinn strúktur í þetta.“ „Það er alltaf erfitt að kveðja en það kemur maður í manns stað. Ég tala nú ekki um krakkana í akademíunni sem ég hafði mjög gaman að þjálfa en eins og ég segi. Ég er ekki búinn. Þetta er ekki fyrr en í sumar.“ Patrekur hefur verið þjálfari landsliðs Austurríkis frá því árið 2011 og hann segir að það verði engar breytingar á því. Hann hafi rætt við báða aðila og allir séu sáttir. „Nei. Ég ræddi við Austurríki og Skjern. Ég sagði við Skjern að ég ætlaði að halda mínu áfram í Austurríki þar sem ég gerði fimm ára samning 2015. Þá var planið að búa til nýtt lið og menn gerðu ekki ráð fyrir að fara á stórmót.“ „Við erum hins vegar búnir að ná því, bæði 2018 og 2019 og ég vil halda því áfram. Skjern hefur ekkert á móti því og auðvitað ræddi ég við alla aðila. Ég er núna á fullu að undirbúa HM í Þýskalandi og Danmörku.“ Hann segist auðvitað vilja kveðja Selfyssinga með titli en segir hins vegar að hann geti engu lofað. „Já, maður getur ekki lofað neinu en þegar ég var hjá Haukum þá tilkynnti ég tímanlega að ég myndi ekki vera áfram því ég var að fara í masternám. Mér gekk vel með Haukana í úrslitakeppninni þá.“ „Við unnum 8-0 og það hefur aldrei gerst áður en það verður erfitt að ná því. Við erum enn í bikarnum, erum enn að berjast um deildarmeistaratitilinn, tveimur stigum frá efsta liðinu. Það yrði draumur að vinna eitthvað,“ sagði Patrekur. Viðtalið við Patrek í heild sinni:
Olís-deild karla Tengdar fréttir Skjern líka búið að staðfesta Patrek sem næsta þjálfara Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálfari Meistaradeildarliðsins Skjern frá Danmörku eins og kom fram á Vísi í morgun. Nú hefur líka danska félagið staðfest ráðningu hans. 19. desember 2018 08:45 Patrekur tekur við dönsku meisturunum í Skjern í júlí Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. 19. desember 2018 07:51 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Sjá meira
Skjern líka búið að staðfesta Patrek sem næsta þjálfara Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálfari Meistaradeildarliðsins Skjern frá Danmörku eins og kom fram á Vísi í morgun. Nú hefur líka danska félagið staðfest ráðningu hans. 19. desember 2018 08:45
Patrekur tekur við dönsku meisturunum í Skjern í júlí Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. 19. desember 2018 07:51
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti