Seinni bylgjan: Hugsanlega bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 14:30 Hergeir Grímsson og Einar Sverrisson. Vísir/Daníel Selfyssingar steinlágu á heimavelli á móti neðsta liði deildarinnar í síðasta leik sínum fyrir jól. Seinni bylgjan tók fyrir frammistöðu Selfossliðsins í leiknum. „Patrekur verður vonandi búinn að ná sér fyrir jól,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Varnarleikur Selfyssinga var ekki merkilegur í þessum leik. „Selfyssingar voru alveg ótrúlega ólíkir sjálfum sér í þessum leik. Í varnarleiknum voru þeir varla að klukka þá og eins og gleyma sér í þessum innhlaupum. Menn hlaupa bara frítt inn í hjarta varnarinnar án þess að vera snertir. Ég hef ekki séð Selfyssingana svona lengi,“ sagði Arnar Pétursson. Markvarslan var engin hjá Selfossi í fyrri hálfleiknum en Arnar Pétursson tók það saman að Akureyringar hefðu fengið ellefu sex metra færi í hálfleiknum. „Vörnin hjálpaði þeim ekki í eitt skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Arnar. „Ég hef smá áhyggjur af Selfyssingum. Þeir áttu frábæran sprett í kringum Evrópukeppnina og litu hrikalega vel út. Eftir hana og núna í undanförnum leikjum hafa þeir verið í vandræðum. Patti þarf að vinna vel í jólafríinu og í janúar,“ sagði Arnar. Logi Geirsson nefndi þá staðreynd að Patrekur Jóhannesson sé alltaf tilbúinn að breyta og það hefur oftar en ekki skilað góðum árangri með mörkum flottum endurkomum í leikjum Selfossliðsins. „Það gekk allt upp hjá honum í fyrra og í fyrri partinum núna. Hann þorir en leikirnir geta líka brotnað. Stundum ná þeir leiknum í gang og það er eins og það sé kveikt á vélinni en svo getur það líka gerst að leikirnir brotni. Í þessum leik þá vantaði algjörlega tengingu varnarlega,“ sagði Logi Geirsson. „Við þurfum kannski ekki að hafa verulegar áhyggjur af þeim en það eru einhverjar bjöllur sem hljóta hringja. Þetta er ólíkt því Selfossliði sem við höfum séð síðustu mánuði. Ég spyr mig, eru þeir að kikna undan einhverri pressu. Það er búið að tala þá hrikalega upp og kannski ekki óeðlilega því þeir eru búnir að vera frábærir. Sumir af þessum strákum eru með þeim efnilegri í Evrópu og í handboltanum yfir höfuð,“ sagði Arnar. Arnar Pétursson er samt á því að Patrekur Jóhannsson, þjálfari Selfossliðsins, sé kannski ekkert svo óánægður með þessa þróun mála. Það tapast ekkert í desember. „Nú er Patti kannski bara nokkuð sáttur,“ sagði Arnar og rökstuddi það frekar. „Hugsanlega finnst honum þetta vera bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá. Hugsanlega tekst honum núna betur að mótivera strákana í desember og janúar og þeir koma þá eins flottir og þeir geta orðið í febrúar,“ sagði Arnar. Það má sjá alla umfjöllunina um Selfossliðið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Selfossliðið Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Sjá meira
Selfyssingar steinlágu á heimavelli á móti neðsta liði deildarinnar í síðasta leik sínum fyrir jól. Seinni bylgjan tók fyrir frammistöðu Selfossliðsins í leiknum. „Patrekur verður vonandi búinn að ná sér fyrir jól,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Varnarleikur Selfyssinga var ekki merkilegur í þessum leik. „Selfyssingar voru alveg ótrúlega ólíkir sjálfum sér í þessum leik. Í varnarleiknum voru þeir varla að klukka þá og eins og gleyma sér í þessum innhlaupum. Menn hlaupa bara frítt inn í hjarta varnarinnar án þess að vera snertir. Ég hef ekki séð Selfyssingana svona lengi,“ sagði Arnar Pétursson. Markvarslan var engin hjá Selfossi í fyrri hálfleiknum en Arnar Pétursson tók það saman að Akureyringar hefðu fengið ellefu sex metra færi í hálfleiknum. „Vörnin hjálpaði þeim ekki í eitt skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Arnar. „Ég hef smá áhyggjur af Selfyssingum. Þeir áttu frábæran sprett í kringum Evrópukeppnina og litu hrikalega vel út. Eftir hana og núna í undanförnum leikjum hafa þeir verið í vandræðum. Patti þarf að vinna vel í jólafríinu og í janúar,“ sagði Arnar. Logi Geirsson nefndi þá staðreynd að Patrekur Jóhannesson sé alltaf tilbúinn að breyta og það hefur oftar en ekki skilað góðum árangri með mörkum flottum endurkomum í leikjum Selfossliðsins. „Það gekk allt upp hjá honum í fyrra og í fyrri partinum núna. Hann þorir en leikirnir geta líka brotnað. Stundum ná þeir leiknum í gang og það er eins og það sé kveikt á vélinni en svo getur það líka gerst að leikirnir brotni. Í þessum leik þá vantaði algjörlega tengingu varnarlega,“ sagði Logi Geirsson. „Við þurfum kannski ekki að hafa verulegar áhyggjur af þeim en það eru einhverjar bjöllur sem hljóta hringja. Þetta er ólíkt því Selfossliði sem við höfum séð síðustu mánuði. Ég spyr mig, eru þeir að kikna undan einhverri pressu. Það er búið að tala þá hrikalega upp og kannski ekki óeðlilega því þeir eru búnir að vera frábærir. Sumir af þessum strákum eru með þeim efnilegri í Evrópu og í handboltanum yfir höfuð,“ sagði Arnar. Arnar Pétursson er samt á því að Patrekur Jóhannsson, þjálfari Selfossliðsins, sé kannski ekkert svo óánægður með þessa þróun mála. Það tapast ekkert í desember. „Nú er Patti kannski bara nokkuð sáttur,“ sagði Arnar og rökstuddi það frekar. „Hugsanlega finnst honum þetta vera bara rassskelling á réttum tíma fyrir þá. Hugsanlega tekst honum núna betur að mótivera strákana í desember og janúar og þeir koma þá eins flottir og þeir geta orðið í febrúar,“ sagði Arnar. Það má sjá alla umfjöllunina um Selfossliðið hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Selfossliðið
Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Sjá meira