UEFA hafði í byrjun gefið það út að leikurinn færi fram á miðvikudagskvöldið svo að Chelsea og Arsenal myndu ekki spila heimaleiki sama kvöld í London.
Nú hefur Sky Sports fengið það staðfest að leikirnir munu báðir fara fram 21. febrúar eftir að félögin ræddi við lögregluyfirvöld þar í landi.
Leikur Arsenal og Bate hefst klukkan 17.55 en leikur Chelsea gegn Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í Malmö verður flautaður á klukkan 20.00.
Stuðningsmenn Arsenal voru afar ósáttir með leiktímann í upphafi en nú hefur honum verið breytt úr 17.00 í 17.55. Þeir eru þó ekki alls kosta sáttir eins og má sjá hér að neðan en þeir telja leikinn hefjast of snemma.
The moving of the kick off time in the Europa League from 5pm to 5.55pm is of course a small improvement but it's still a ridiculous time for football to be played. Arsenal should continue to protest and if that fails ensure all fans who can't attend are refunded
— AST (@AST_arsenal) December 17, 2018