Valsbræðurnir þrír í viðtali: Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik, ekki hann Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 16. desember 2018 22:33 Bræðurnir kátir eftir leikinn Facebook/Valur handbolti Helsta einkenna meistaraflokks Vals í Olís-deild karla seinustu ár hafa verið línumennirnir og varnartröllin Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir. Það vill svo skemmtilega til að þeir eru bræður og spila saman í efstu deild. Í leik Vals og Gróttu í kvöld í Olís-deild karla bættist hinsvegar við þriðji bróðirinn, Tjörvi Týr. Það þarf ekki blóðprufu til að staðfesta að þessir strákar séu bræður. Þeir eru allir nánast eins í vexti, stórir og sterkir. Þar sem þetta var fyrsti leikurinn hans Tjörva í efstu deild þá fóru bræðurnir í viðtal en þeir voru allir léttir í lund. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki viljað halda utan um hvorn annan í viðtalinu sást að það er mikil ást á milli bræðrana. „Bara góður sko en erfitt að spila þetta ég viðurkenni það,” sagði Tjörvi aðspurður hvernig hafi verið að spila fyrsta leikinn í efstu deild. Tjörvi sagðist vera búinn að bíða mjög lengi eftir fyrsta leiknum en hann á að baki glæsilegan feril í yngri flokkunum. Hann var einnig mjög ánægður að fá að taka þetta skref með bræðrum sínum og spenntur fyrir framhaldinu. Tjörvi fékk tveggja mínútna brottvísun í leiknum þrátt fyrir að hafa spilað minna en tvær mínútur í leiknum. Bræður hans voru vægast sagt ósammála dómnum og áttu rólegt og yfirvegað samtal við dómarann eftir leik um brotið. „Ég ætla bara að taka það strax fram að þetta voru ekki tvær mínútur sem hann fékk á sig. Þetta var kannski okkur að kenna mér og Ými að hann fékk tvær mínútur en það er geggjað að fá að spila svona þrír saman,” sagði Orri um að fá að spila núna með báðum bræðrum sínum. „Ýmir er kannski aðeins léttari á fæti en Tjörvi aðeins fastari fyrir,” sagði Orri aðspurður um muninn á bræðrum sínum á þessum aldri áður en Ýmir greip frammí fyrir honum. „Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik ekki hann. Hann nældi sér í tvær mínútur.” sagði Ýmir léttur um Tjörva. Bræðurnir eru allir miklir varnarmenn og eru duglegir að láta finna fyrir sér. Eiga það til að fá tvær mínútur og einstaka rauð spjöld. Þegar þeir voru spurðir hvaðan þessir taktar kæmu voru þeir allir strax sammála um að það kæmi frá mömmu þeirra frekar en pabba. „Það á náttúrulega eftir að velja lokahópinn. En ef ég er valinn sem ég vona að gerist. Þá væri það algjör snilld að fá að taka þátt í þessu.” sagði Ýmir um að hafa verið valinn í fyrsta landsliðshópinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Helsta einkenna meistaraflokks Vals í Olís-deild karla seinustu ár hafa verið línumennirnir og varnartröllin Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir. Það vill svo skemmtilega til að þeir eru bræður og spila saman í efstu deild. Í leik Vals og Gróttu í kvöld í Olís-deild karla bættist hinsvegar við þriðji bróðirinn, Tjörvi Týr. Það þarf ekki blóðprufu til að staðfesta að þessir strákar séu bræður. Þeir eru allir nánast eins í vexti, stórir og sterkir. Þar sem þetta var fyrsti leikurinn hans Tjörva í efstu deild þá fóru bræðurnir í viðtal en þeir voru allir léttir í lund. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki viljað halda utan um hvorn annan í viðtalinu sást að það er mikil ást á milli bræðrana. „Bara góður sko en erfitt að spila þetta ég viðurkenni það,” sagði Tjörvi aðspurður hvernig hafi verið að spila fyrsta leikinn í efstu deild. Tjörvi sagðist vera búinn að bíða mjög lengi eftir fyrsta leiknum en hann á að baki glæsilegan feril í yngri flokkunum. Hann var einnig mjög ánægður að fá að taka þetta skref með bræðrum sínum og spenntur fyrir framhaldinu. Tjörvi fékk tveggja mínútna brottvísun í leiknum þrátt fyrir að hafa spilað minna en tvær mínútur í leiknum. Bræður hans voru vægast sagt ósammála dómnum og áttu rólegt og yfirvegað samtal við dómarann eftir leik um brotið. „Ég ætla bara að taka það strax fram að þetta voru ekki tvær mínútur sem hann fékk á sig. Þetta var kannski okkur að kenna mér og Ými að hann fékk tvær mínútur en það er geggjað að fá að spila svona þrír saman,” sagði Orri um að fá að spila núna með báðum bræðrum sínum. „Ýmir er kannski aðeins léttari á fæti en Tjörvi aðeins fastari fyrir,” sagði Orri aðspurður um muninn á bræðrum sínum á þessum aldri áður en Ýmir greip frammí fyrir honum. „Ég skoraði allavega í mínum fyrsta leik ekki hann. Hann nældi sér í tvær mínútur.” sagði Ýmir léttur um Tjörva. Bræðurnir eru allir miklir varnarmenn og eru duglegir að láta finna fyrir sér. Eiga það til að fá tvær mínútur og einstaka rauð spjöld. Þegar þeir voru spurðir hvaðan þessir taktar kæmu voru þeir allir strax sammála um að það kæmi frá mömmu þeirra frekar en pabba. „Það á náttúrulega eftir að velja lokahópinn. En ef ég er valinn sem ég vona að gerist. Þá væri það algjör snilld að fá að taka þátt í þessu.” sagði Ýmir um að hafa verið valinn í fyrsta landsliðshópinn fyrir heimsmeistaramótið í janúar.
Olís-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira