Birta kitlu fyrir kvikmyndina um Downton Abbey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2018 17:24 Skjáskot úr kitlunni fyrir myndina. Framleiðendur bíómyndar sem byggir á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey birtu í dag svokallaða kitlu fyrir myndina og boða í henni að myndin komi í kvikmyndahús á næsta ári. Ekkert er þó gefið upp um söguþráðinn svo þeir aðdáendur sem bíða í ofvæni eftir því að vita meira þurfa að bíða eftir fyrstu stiklunni sem er væntanleg ef marka má kitluna. Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en sýningum á þáttaröðinni var hætt árið 2015. Í júlí síðastliðnum var svo staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar og fóru tökur fram í haust. Í Downton Abbey-myndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði líkt og gert var í þáttunum. Michelle Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið. Tengdar fréttir Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. 10. september 2018 18:46 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Framleiðendur bíómyndar sem byggir á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey birtu í dag svokallaða kitlu fyrir myndina og boða í henni að myndin komi í kvikmyndahús á næsta ári. Ekkert er þó gefið upp um söguþráðinn svo þeir aðdáendur sem bíða í ofvæni eftir því að vita meira þurfa að bíða eftir fyrstu stiklunni sem er væntanleg ef marka má kitluna. Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en sýningum á þáttaröðinni var hætt árið 2015. Í júlí síðastliðnum var svo staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar og fóru tökur fram í haust. Í Downton Abbey-myndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði líkt og gert var í þáttunum. Michelle Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið.
Tengdar fréttir Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. 10. september 2018 18:46 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. 10. september 2018 18:46