Kórsöngur kom honum gegnum eðlisfræðina Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 08:00 Gísli Jóhann er nýlega fluttur til Íslands. Fréttablaðið/Ernir Nafn Gísla Jóhanns Grétarssonar tónskálds hefur verið áberandi á efnisskrám íslensks tónlistarfólks að undanförnu í tengslum við frumflutning ópera, kórverka og kammertónlistar. Hann segir það ekkert nýtt fyrir sér. „Hjá mér hafa verið reglulegir frumflutningar síðustu árin, munurinn er sá að margir þeirra hafa verið erlendis. Þetta er fyrsta árið mitt á Íslandi í yfir áratug því ég kom aftur heim í janúar, eftir ellefu ár úti.“ Gísli er Akureyringur en kveðst þó hafa ákveðið að setjast fremur að sunnan heiða þegar hann flutti heim. „Þar kom tvennt til,“ segir hann. Annað er að það er fyrirhafnarminna að skreppa út og svo er það ástin, sem er líka ástæðan fyrir að ég flutti heim!“ Gísli bjó og starfaði í nágrenni Ósló í fimm ár en var áður við nám í Piteå í Norður-Svíþjóð. Skyldi ekki hafa verið ískalt þar á þessum árstíma? „Jú, þar er mjög kalt yfir veturinn. Það var eiginlega Eyþóri Inga Jónssyni, organista á Akureyri, að kenna að ég fór þangað. Hann er frændi minn og þegar ég var að syngja í kirkjukórnum hjá honum var hann alltaf að dásama Piteå. Þegar ég fór að huga að framhaldsnámi sótti ég því um þar.“ Spurður hvort Piteå hafi staðist væntingar svarar Gísli: „Já, það var að minnsta kosti akkúrat það sem ég þurfti, þar var ekkert að gera annað en að læra. Þar var ekkert stórborgarlíf sem var að trufla mann og aðstaðan í skólanum var mjög góð og góðir kennarar. Ég var þar í fimm ár, tók fyrst BA-gráðu og svo MA og fór svo til Noregs 2012. Þá hófst nýr kafli því þegar námi lýkur verður maður að gera eitthvað til að lifa af og ég fékk vinnu á þjóðlagasafni nálægt Hallingdal, þar sem hámenning þjóðlagatónlistarinnar er. Kynntist þar gömlum körlum sem spiluðu á Harðangursfiðlur og ungu fólki sem skemmti sér við að dansa og kveða. Það var upplifun, ekki síst af því að eitt af mínum uppáhaldstónskáldum áður fyrr var Grieg og þarna komst ég að því hversu miklum áhrifum hann hefur orðið fyrir frá þessum bakgrunni.“ Sjálfur kveðst Gísli óneitanlega hafa kynnst öðrum ryþma þarna en hann þekkti áður, sem ósjálfrátt hafi smeygt sér inn í tónlist hans. En hvað leiddi hann út á tónskáldabrautina upphaflega? „Ég byrjaði ungur að semja. Held ég hafi samið mitt fyrsta verk níu eða tíu ára gamall. Byrjaði að spila á gítar þegar ég var sjö ára, tók burtfararpróf í klassískum gítarleik frá Tónlistarskóla Akureyrar og útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri af tónlistar- og eðlisfræðibraut. Allir voru að segja mér að gera eitthvað gáfulegt og því fór ég í eðlisfræði í HÍ, tók BA-gráðu og vann svo fyrir Íslenskar orkurannsóknir í eitt ár en komst að því að þetta var ekkert fyrir mig. Það var þá sem ég sótti um í Piteå. Áttaði mig á því eftirá að það sem kom mér gegnum eðlisfræðina var að ég söng í mörgum kórum á því tímabili og þannig hélt ég lífi.“ Í Piteå lærði Gísli ekki aðeins tónsmíðar heldur líka hljómsveitarstjórnun og bætti svo við sig kúrsum í kórstjórn. Þegar hann kom til Noregs tók hann við íslenska kórnum í Ósló og stjórnaði honum frá 2012, þar til um síðustu áramót. „Ískórinn er mjög virkur kór. Hann syngur í messum í íslenska söfnuðinum mánaðarlega og svo eru auðvitað hápunktar eins og þorrablót, 17. júní, jólin og allt sem hægt er að halda upp á.“ Núna er Gísli með Jórukórinn, sem er kvennakór á Selfossi og líka Árnesingakórinn í Reykjavík. Svo er hann deildarstjóri tónfræðigreina í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, en er líka alltaf með eitthvað í smíðum. „Ég sem mest eftir pöntunum og hef verið með mörg og ólík verkefni undanfarið,“ segir Gísli og nefnir nokkur. „Ég var með verk á dagskránni Tónlistarsaga Íslands sem flutt var í Reykholti í Borgarfirði á fullveldisdaginn 1. desember og líka tvö verk á Óperudögum í haust, Plastóperuna, sem var flutt í Þjóðmenningarhúsinu og Voiceland, sem var klukkutíma akapellaverk sem Hymnodia tók til flutnings. Einnig flautuverk í frönskum stíl fyrir Hafdísi Vigfúsdóttur og Kristján Karl Bragason og verk fyrir kvartettinn Kalos. Núna er ég að semja verk við norskan texta fyrir sópran, dansara, píanó og slagverk, en það verður flutt á næsta ári úti í Noregi.“ Hann kveðst oft beðinn að semja lög við ljóð og segir það yfirleitt mjög auðvelt. „En eitt sinn samdi ég lag við dagbókarbrot fyrir íslenska söfnuðinn úti og það var reyndar svolítið snúið verkefni. Lagið nefnist Játning Ólafíu. Dagbókarbrotin voru eftir Ólafíu Jóhannsdóttur sem minnst er í Ósló fyrir líknarstörf hennar, þar heitir ein gata eftir henni og líka heilsumiðstöð auk þess sem stytta er af henni í miðborginni. Lagið var samið í tilefni af því að 150 ár voru frá fæðingu hennar og er síðan flutt reglulega. Ískórinn söng það í Grafarvogskirkju síðasta sumar.“ Í náminu kveðst Gísli hafa samið mikið fyrir sinfóníuhljómsveitir, vegna samnings skólans við Sinfóníuhljómsveitina í Umeå en þegar út í lífið sé komið sé aðgengi að sinfóníuhljómsveitum takmarkað. Einnig hafi hann lært að semja fyrir orgel og meðal annars tekið kúrs í tónsmíðum hjá sænska organistanum Hans Ola Ericsson sem oft komi hingað til lands og spili í Hallgrímskirkju. Hann segir þá kunnáttu koma sér vel. Kirkjur eru oft nýttar til tónleikahalds og margar þeirra hafa á að skipa góðum hljóðfærum,“ bendir hann á. „Það er á planinu hjá mér að semja einn orgelkonsert á næsta ári fyrir hann Eyþór frænda minn.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nafn Gísla Jóhanns Grétarssonar tónskálds hefur verið áberandi á efnisskrám íslensks tónlistarfólks að undanförnu í tengslum við frumflutning ópera, kórverka og kammertónlistar. Hann segir það ekkert nýtt fyrir sér. „Hjá mér hafa verið reglulegir frumflutningar síðustu árin, munurinn er sá að margir þeirra hafa verið erlendis. Þetta er fyrsta árið mitt á Íslandi í yfir áratug því ég kom aftur heim í janúar, eftir ellefu ár úti.“ Gísli er Akureyringur en kveðst þó hafa ákveðið að setjast fremur að sunnan heiða þegar hann flutti heim. „Þar kom tvennt til,“ segir hann. Annað er að það er fyrirhafnarminna að skreppa út og svo er það ástin, sem er líka ástæðan fyrir að ég flutti heim!“ Gísli bjó og starfaði í nágrenni Ósló í fimm ár en var áður við nám í Piteå í Norður-Svíþjóð. Skyldi ekki hafa verið ískalt þar á þessum árstíma? „Jú, þar er mjög kalt yfir veturinn. Það var eiginlega Eyþóri Inga Jónssyni, organista á Akureyri, að kenna að ég fór þangað. Hann er frændi minn og þegar ég var að syngja í kirkjukórnum hjá honum var hann alltaf að dásama Piteå. Þegar ég fór að huga að framhaldsnámi sótti ég því um þar.“ Spurður hvort Piteå hafi staðist væntingar svarar Gísli: „Já, það var að minnsta kosti akkúrat það sem ég þurfti, þar var ekkert að gera annað en að læra. Þar var ekkert stórborgarlíf sem var að trufla mann og aðstaðan í skólanum var mjög góð og góðir kennarar. Ég var þar í fimm ár, tók fyrst BA-gráðu og svo MA og fór svo til Noregs 2012. Þá hófst nýr kafli því þegar námi lýkur verður maður að gera eitthvað til að lifa af og ég fékk vinnu á þjóðlagasafni nálægt Hallingdal, þar sem hámenning þjóðlagatónlistarinnar er. Kynntist þar gömlum körlum sem spiluðu á Harðangursfiðlur og ungu fólki sem skemmti sér við að dansa og kveða. Það var upplifun, ekki síst af því að eitt af mínum uppáhaldstónskáldum áður fyrr var Grieg og þarna komst ég að því hversu miklum áhrifum hann hefur orðið fyrir frá þessum bakgrunni.“ Sjálfur kveðst Gísli óneitanlega hafa kynnst öðrum ryþma þarna en hann þekkti áður, sem ósjálfrátt hafi smeygt sér inn í tónlist hans. En hvað leiddi hann út á tónskáldabrautina upphaflega? „Ég byrjaði ungur að semja. Held ég hafi samið mitt fyrsta verk níu eða tíu ára gamall. Byrjaði að spila á gítar þegar ég var sjö ára, tók burtfararpróf í klassískum gítarleik frá Tónlistarskóla Akureyrar og útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri af tónlistar- og eðlisfræðibraut. Allir voru að segja mér að gera eitthvað gáfulegt og því fór ég í eðlisfræði í HÍ, tók BA-gráðu og vann svo fyrir Íslenskar orkurannsóknir í eitt ár en komst að því að þetta var ekkert fyrir mig. Það var þá sem ég sótti um í Piteå. Áttaði mig á því eftirá að það sem kom mér gegnum eðlisfræðina var að ég söng í mörgum kórum á því tímabili og þannig hélt ég lífi.“ Í Piteå lærði Gísli ekki aðeins tónsmíðar heldur líka hljómsveitarstjórnun og bætti svo við sig kúrsum í kórstjórn. Þegar hann kom til Noregs tók hann við íslenska kórnum í Ósló og stjórnaði honum frá 2012, þar til um síðustu áramót. „Ískórinn er mjög virkur kór. Hann syngur í messum í íslenska söfnuðinum mánaðarlega og svo eru auðvitað hápunktar eins og þorrablót, 17. júní, jólin og allt sem hægt er að halda upp á.“ Núna er Gísli með Jórukórinn, sem er kvennakór á Selfossi og líka Árnesingakórinn í Reykjavík. Svo er hann deildarstjóri tónfræðigreina í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, en er líka alltaf með eitthvað í smíðum. „Ég sem mest eftir pöntunum og hef verið með mörg og ólík verkefni undanfarið,“ segir Gísli og nefnir nokkur. „Ég var með verk á dagskránni Tónlistarsaga Íslands sem flutt var í Reykholti í Borgarfirði á fullveldisdaginn 1. desember og líka tvö verk á Óperudögum í haust, Plastóperuna, sem var flutt í Þjóðmenningarhúsinu og Voiceland, sem var klukkutíma akapellaverk sem Hymnodia tók til flutnings. Einnig flautuverk í frönskum stíl fyrir Hafdísi Vigfúsdóttur og Kristján Karl Bragason og verk fyrir kvartettinn Kalos. Núna er ég að semja verk við norskan texta fyrir sópran, dansara, píanó og slagverk, en það verður flutt á næsta ári úti í Noregi.“ Hann kveðst oft beðinn að semja lög við ljóð og segir það yfirleitt mjög auðvelt. „En eitt sinn samdi ég lag við dagbókarbrot fyrir íslenska söfnuðinn úti og það var reyndar svolítið snúið verkefni. Lagið nefnist Játning Ólafíu. Dagbókarbrotin voru eftir Ólafíu Jóhannsdóttur sem minnst er í Ósló fyrir líknarstörf hennar, þar heitir ein gata eftir henni og líka heilsumiðstöð auk þess sem stytta er af henni í miðborginni. Lagið var samið í tilefni af því að 150 ár voru frá fæðingu hennar og er síðan flutt reglulega. Ískórinn söng það í Grafarvogskirkju síðasta sumar.“ Í náminu kveðst Gísli hafa samið mikið fyrir sinfóníuhljómsveitir, vegna samnings skólans við Sinfóníuhljómsveitina í Umeå en þegar út í lífið sé komið sé aðgengi að sinfóníuhljómsveitum takmarkað. Einnig hafi hann lært að semja fyrir orgel og meðal annars tekið kúrs í tónsmíðum hjá sænska organistanum Hans Ola Ericsson sem oft komi hingað til lands og spili í Hallgrímskirkju. Hann segir þá kunnáttu koma sér vel. Kirkjur eru oft nýttar til tónleikahalds og margar þeirra hafa á að skipa góðum hljóðfærum,“ bendir hann á. „Það er á planinu hjá mér að semja einn orgelkonsert á næsta ári fyrir hann Eyþór frænda minn.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira