Tilfinningin var ólýsanleg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2018 06:00 Arnór Sigurðsson fagnar eftir að hafa komið CSKA Moskvu í 0-3 gegn Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna, Santiago Bernabéu. Nordicphotos/Getty „Það er skrítið að segja að maður sé pínu svekktur eftir 0-3 sigur og mark á Santiago Bernabéu. Við ætluðum okkur í Evrópudeildina en svona er þetta stundum. Við erum mjög ánægðir með okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í samtali við Fréttablaðið eftir frækinn sigur CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli þrettánfaldra Evrópumeistaranna í gærkvöldi. Leikurinn á Santiago Bernabéu rennur Arnóri eflaust seint úr minni. Ekki nóg með að CSKA hafi unnið heldur skoraði Skagamaðurinn eitt mark í leiknum og lagði upp annað fyrir Fedor Chalov. Þetta var stærsta tap Real Madrid á heimavelli í Evrópuleik frá upphafi og fyrsta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í níu ár. En þrátt fyrir að hafa unnið báða leikina gegn Real Madrid endaði CSKA í fjórða og neðsta sæti G-riðils og missti þar með af sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Pólska liðið Viktoria Plzen tryggði sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með sigri á Roma í gær. „Við ætluðum að sækja stigin gegn Viktoria Plzen og reyna að halda í við hin liðin. Hið þveröfuga gerðist. Við unnum báða leikina gegn Real Madrid en töpuðum á móti Plzen sem varð okkur að falli,“ sagði Arnór sem er orðinn næstmarkahæsti Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins spilað sex leiki í keppninni. „Við spiluðum nánast hinn fullkomna leik. Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og við þyrftum að nýta færin okkar. Nánast allt sem við lögðum upp með gekk upp í leiknum. Þeir komu mjög framarlega á völlinn og við vissum að við þyrftum að vera fljótir að sækja í svæðin sem opnuðust,“ sagði Arnór sem fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma. Landi hans, Hörður Björgvin Magnússon, lék allan tímann í vörn CSKA. Arnór segir að tilfinningin að skora gegn Evrópumeisturum síðustu þriggja ára, og á þeirra eigin sögufræga heimavelli, hafi verið einstök. „Hún var ólýsanleg. Mann hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki, að spila á þessum velli og það skemmdi ekki að skora í 0-3 sigri,“ sagði Arnór. Ekki skemmdi fyrir að fjölmargir úr fjölskyldu hans, alls 16 manns, voru í stúkunni á Santiago Bernabéu í gær. Þar á meðal voru foreldrar hans, systkini, kærasta og afi og amma. „Þau voru 16 hérna úr fjölskyldunni svo það var ekki boði að spila neinn skítaleik og tapa. En það var ennþá skemmtilegra að þau voru hérna,“ sagði Arnór. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
„Það er skrítið að segja að maður sé pínu svekktur eftir 0-3 sigur og mark á Santiago Bernabéu. Við ætluðum okkur í Evrópudeildina en svona er þetta stundum. Við erum mjög ánægðir með okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í samtali við Fréttablaðið eftir frækinn sigur CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli þrettánfaldra Evrópumeistaranna í gærkvöldi. Leikurinn á Santiago Bernabéu rennur Arnóri eflaust seint úr minni. Ekki nóg með að CSKA hafi unnið heldur skoraði Skagamaðurinn eitt mark í leiknum og lagði upp annað fyrir Fedor Chalov. Þetta var stærsta tap Real Madrid á heimavelli í Evrópuleik frá upphafi og fyrsta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í níu ár. En þrátt fyrir að hafa unnið báða leikina gegn Real Madrid endaði CSKA í fjórða og neðsta sæti G-riðils og missti þar með af sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Pólska liðið Viktoria Plzen tryggði sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með sigri á Roma í gær. „Við ætluðum að sækja stigin gegn Viktoria Plzen og reyna að halda í við hin liðin. Hið þveröfuga gerðist. Við unnum báða leikina gegn Real Madrid en töpuðum á móti Plzen sem varð okkur að falli,“ sagði Arnór sem er orðinn næstmarkahæsti Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins spilað sex leiki í keppninni. „Við spiluðum nánast hinn fullkomna leik. Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og við þyrftum að nýta færin okkar. Nánast allt sem við lögðum upp með gekk upp í leiknum. Þeir komu mjög framarlega á völlinn og við vissum að við þyrftum að vera fljótir að sækja í svæðin sem opnuðust,“ sagði Arnór sem fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma. Landi hans, Hörður Björgvin Magnússon, lék allan tímann í vörn CSKA. Arnór segir að tilfinningin að skora gegn Evrópumeisturum síðustu þriggja ára, og á þeirra eigin sögufræga heimavelli, hafi verið einstök. „Hún var ólýsanleg. Mann hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki, að spila á þessum velli og það skemmdi ekki að skora í 0-3 sigri,“ sagði Arnór. Ekki skemmdi fyrir að fjölmargir úr fjölskyldu hans, alls 16 manns, voru í stúkunni á Santiago Bernabéu í gær. Þar á meðal voru foreldrar hans, systkini, kærasta og afi og amma. „Þau voru 16 hérna úr fjölskyldunni svo það var ekki boði að spila neinn skítaleik og tapa. En það var ennþá skemmtilegra að þau voru hérna,“ sagði Arnór.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45