Tilfinningin var ólýsanleg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2018 06:00 Arnór Sigurðsson fagnar eftir að hafa komið CSKA Moskvu í 0-3 gegn Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna, Santiago Bernabéu. Nordicphotos/Getty „Það er skrítið að segja að maður sé pínu svekktur eftir 0-3 sigur og mark á Santiago Bernabéu. Við ætluðum okkur í Evrópudeildina en svona er þetta stundum. Við erum mjög ánægðir með okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í samtali við Fréttablaðið eftir frækinn sigur CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli þrettánfaldra Evrópumeistaranna í gærkvöldi. Leikurinn á Santiago Bernabéu rennur Arnóri eflaust seint úr minni. Ekki nóg með að CSKA hafi unnið heldur skoraði Skagamaðurinn eitt mark í leiknum og lagði upp annað fyrir Fedor Chalov. Þetta var stærsta tap Real Madrid á heimavelli í Evrópuleik frá upphafi og fyrsta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í níu ár. En þrátt fyrir að hafa unnið báða leikina gegn Real Madrid endaði CSKA í fjórða og neðsta sæti G-riðils og missti þar með af sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Pólska liðið Viktoria Plzen tryggði sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með sigri á Roma í gær. „Við ætluðum að sækja stigin gegn Viktoria Plzen og reyna að halda í við hin liðin. Hið þveröfuga gerðist. Við unnum báða leikina gegn Real Madrid en töpuðum á móti Plzen sem varð okkur að falli,“ sagði Arnór sem er orðinn næstmarkahæsti Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins spilað sex leiki í keppninni. „Við spiluðum nánast hinn fullkomna leik. Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og við þyrftum að nýta færin okkar. Nánast allt sem við lögðum upp með gekk upp í leiknum. Þeir komu mjög framarlega á völlinn og við vissum að við þyrftum að vera fljótir að sækja í svæðin sem opnuðust,“ sagði Arnór sem fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma. Landi hans, Hörður Björgvin Magnússon, lék allan tímann í vörn CSKA. Arnór segir að tilfinningin að skora gegn Evrópumeisturum síðustu þriggja ára, og á þeirra eigin sögufræga heimavelli, hafi verið einstök. „Hún var ólýsanleg. Mann hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki, að spila á þessum velli og það skemmdi ekki að skora í 0-3 sigri,“ sagði Arnór. Ekki skemmdi fyrir að fjölmargir úr fjölskyldu hans, alls 16 manns, voru í stúkunni á Santiago Bernabéu í gær. Þar á meðal voru foreldrar hans, systkini, kærasta og afi og amma. „Þau voru 16 hérna úr fjölskyldunni svo það var ekki boði að spila neinn skítaleik og tapa. En það var ennþá skemmtilegra að þau voru hérna,“ sagði Arnór. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
„Það er skrítið að segja að maður sé pínu svekktur eftir 0-3 sigur og mark á Santiago Bernabéu. Við ætluðum okkur í Evrópudeildina en svona er þetta stundum. Við erum mjög ánægðir með okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í samtali við Fréttablaðið eftir frækinn sigur CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli þrettánfaldra Evrópumeistaranna í gærkvöldi. Leikurinn á Santiago Bernabéu rennur Arnóri eflaust seint úr minni. Ekki nóg með að CSKA hafi unnið heldur skoraði Skagamaðurinn eitt mark í leiknum og lagði upp annað fyrir Fedor Chalov. Þetta var stærsta tap Real Madrid á heimavelli í Evrópuleik frá upphafi og fyrsta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í níu ár. En þrátt fyrir að hafa unnið báða leikina gegn Real Madrid endaði CSKA í fjórða og neðsta sæti G-riðils og missti þar með af sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Pólska liðið Viktoria Plzen tryggði sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með sigri á Roma í gær. „Við ætluðum að sækja stigin gegn Viktoria Plzen og reyna að halda í við hin liðin. Hið þveröfuga gerðist. Við unnum báða leikina gegn Real Madrid en töpuðum á móti Plzen sem varð okkur að falli,“ sagði Arnór sem er orðinn næstmarkahæsti Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins spilað sex leiki í keppninni. „Við spiluðum nánast hinn fullkomna leik. Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og við þyrftum að nýta færin okkar. Nánast allt sem við lögðum upp með gekk upp í leiknum. Þeir komu mjög framarlega á völlinn og við vissum að við þyrftum að vera fljótir að sækja í svæðin sem opnuðust,“ sagði Arnór sem fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma. Landi hans, Hörður Björgvin Magnússon, lék allan tímann í vörn CSKA. Arnór segir að tilfinningin að skora gegn Evrópumeisturum síðustu þriggja ára, og á þeirra eigin sögufræga heimavelli, hafi verið einstök. „Hún var ólýsanleg. Mann hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki, að spila á þessum velli og það skemmdi ekki að skora í 0-3 sigri,“ sagði Arnór. Ekki skemmdi fyrir að fjölmargir úr fjölskyldu hans, alls 16 manns, voru í stúkunni á Santiago Bernabéu í gær. Þar á meðal voru foreldrar hans, systkini, kærasta og afi og amma. „Þau voru 16 hérna úr fjölskyldunni svo það var ekki boði að spila neinn skítaleik og tapa. En það var ennþá skemmtilegra að þau voru hérna,“ sagði Arnór.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti