Fótbolti

Van Dijk: Fannst þetta ekki slæm tækling

Tæklingin umrædda
Tæklingin umrædda vísir/getty
Virgil van Dijk var að margra mati heppinn að fjúka ekki af velli í gærkvöld þegar Liverpool vann Napólí í Meistaradeild Evrópu.

Hollenski varnarmaðurinn fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklingu á Dries Mertens. Carlo Ancelotti, stjóri Napólí, er á meðal þeirra sem hefðu viljað sjá annan lit á spjaldinu.

„Mér fannst þetta ekki slæm tækling,“ sagði van Dijk eftir leikinn.

„Því miður snerti ég hann, en ég myndi aldrei fara í tæklingu til þess að meiða. Ég tók boltann og þar sem völlurinn var blautur rann ég áfram og snerti hann, en svona er fótboltinn.“

Gula spjaldið þýðir þó að van Dijk mun missa af fyrri leik Liverpool í 16-liða úrslitunum í febrúar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×