Fengu 80 milljónir í þóknanir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. desember 2018 08:30 Bankinn borgaði samtals 6,6 milljarða króna á sínum tíma fyrir allar eignir Byrs. Fréttablaðið/Eyþór Tveir löggiltir endurskoðendur sem voru dómkvaddir til þess að meta meint tjón Íslandsbanka í ágreiningsmáli við Gamla Byr fengu greiddar þóknanir upp á ríflega 81 milljón króna, án virðisaukaskatts, frá því í maí árið 2014 til maí 2018. Tímakaup matsmannanna nam 24.500 krónum. Upplýst er um þetta í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði fyrr í vetur kröfu Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, um að matsmennirnir, Lúðvík Karl Tómasson og María Sólbergsdóttir, sem og Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka, yrðu kvödd fyrir dóminn. Eins og Markaðurinn hefur greint frá hafa tilraunir Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, til þess að ná sáttum við Íslandsbanka í ágreiningsmáli um virði útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011 ekki borið árangur. Bankinn telur að ofmat á verðmæti lánasafnsins hafi valdið bankanum fjártjóni og hefur krafist þess að seljendurnir greiði bankanum skaðabætur upp á 7,7 milljarða króna auk vaxta. Bankinn borgaði samtals 6,6 milljarða króna á sínum tíma fyrir allar eignir Byrs. Lögmaður Gamla Byrs byggði á því fyrir dómi að umræddir matsmenn hefðu á löngum tíma þegið það háar greiðslur frá Íslandsbanka að þeir hefðu tapað óhæði sínu. Fulltrúar Íslandsbanka viðurkenndu að heildarfjárhæð þóknananna væri vissulega há miðað við það sem almennt gengur og gerist í matsmálum. Fjárhæðin ætti sér þó væntanlega þær skýringar að matsatriði málsins væru óvenju umfangsmikil og flókin. Þá hefði öflun og úrvinnsla gagna af hálfu matsmannanna gengið hægar en vonir stóðu til. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Tveir löggiltir endurskoðendur sem voru dómkvaddir til þess að meta meint tjón Íslandsbanka í ágreiningsmáli við Gamla Byr fengu greiddar þóknanir upp á ríflega 81 milljón króna, án virðisaukaskatts, frá því í maí árið 2014 til maí 2018. Tímakaup matsmannanna nam 24.500 krónum. Upplýst er um þetta í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði fyrr í vetur kröfu Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, um að matsmennirnir, Lúðvík Karl Tómasson og María Sólbergsdóttir, sem og Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka, yrðu kvödd fyrir dóminn. Eins og Markaðurinn hefur greint frá hafa tilraunir Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, til þess að ná sáttum við Íslandsbanka í ágreiningsmáli um virði útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011 ekki borið árangur. Bankinn telur að ofmat á verðmæti lánasafnsins hafi valdið bankanum fjártjóni og hefur krafist þess að seljendurnir greiði bankanum skaðabætur upp á 7,7 milljarða króna auk vaxta. Bankinn borgaði samtals 6,6 milljarða króna á sínum tíma fyrir allar eignir Byrs. Lögmaður Gamla Byrs byggði á því fyrir dómi að umræddir matsmenn hefðu á löngum tíma þegið það háar greiðslur frá Íslandsbanka að þeir hefðu tapað óhæði sínu. Fulltrúar Íslandsbanka viðurkenndu að heildarfjárhæð þóknananna væri vissulega há miðað við það sem almennt gengur og gerist í matsmálum. Fjárhæðin ætti sér þó væntanlega þær skýringar að matsatriði málsins væru óvenju umfangsmikil og flókin. Þá hefði öflun og úrvinnsla gagna af hálfu matsmannanna gengið hægar en vonir stóðu til.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira