Nýtt app Arion banka opið öllum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 12. desember 2018 07:45 Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Arion. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ný útgáfa af Arion appinu mun fara í loftið á næstu dögum og verður hún öllum opin, ekki aðeins viðskiptavinum Arion banka. Framkvæmdastjóri hjá bankanum segir að um sé að ræða nýja hugsun á íslenskum bankamarkaði. Þegar appinu hefur verið hlaðið niður er til dæmis hægt að stofna debetreikning og panta greiðslukort, stofna reglulegan sparnað eða taka svokallað Núlán þar sem kjör og lánsupphæð byggja á lánshæfismati hvers og eins. Einnig fylgir aðild að Einkaklúbbnum sem er stærsti fríðinda- og afsláttarklúbbur landsins. „Þetta er ný hugsun á íslenskum bankamarkaði að okkar mati og ákvörðunin um að opna dyr að stafrænum lausnum bankans með þessum hætti byggir ekki síst á þeim góðu viðtökum sem rafræna greiðslumatið vegna íbúðalána fékk á sínum tíma,“ segir Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, en 40 prósent þeirra sem fara í gegnum greiðslumatið á vef bankans eru viðskiptavinir annarra banka. „Við sáum það vel þegar við kynntum stafræna greiðslumatið til leiks að snjallar lausnir sem auka þægindi, spara tíma og jafnvel peninga höfða til fleiri en okkar viðskiptavina. Greiðslumatið var þjónusta sem allir gátu nýtt sér.“ Iða Brá segir að með appinu geti fólk valið þá þjónustu sem hentar því best enda þurfi fólk ekki að vera með öll viðskipti hjá einum banka. Þá felist engin skuldbinding í því að sækja appið. „Við erum hvergi nærri hætt og munum á nýju ári kynna fleiri spennandi lausnir fyrir viðskiptavini okkar sem auðvelda þeim lífið og gera þjónustuna okkar enn þægilegri,“ segir Iða Brá. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ný útgáfa af Arion appinu mun fara í loftið á næstu dögum og verður hún öllum opin, ekki aðeins viðskiptavinum Arion banka. Framkvæmdastjóri hjá bankanum segir að um sé að ræða nýja hugsun á íslenskum bankamarkaði. Þegar appinu hefur verið hlaðið niður er til dæmis hægt að stofna debetreikning og panta greiðslukort, stofna reglulegan sparnað eða taka svokallað Núlán þar sem kjör og lánsupphæð byggja á lánshæfismati hvers og eins. Einnig fylgir aðild að Einkaklúbbnum sem er stærsti fríðinda- og afsláttarklúbbur landsins. „Þetta er ný hugsun á íslenskum bankamarkaði að okkar mati og ákvörðunin um að opna dyr að stafrænum lausnum bankans með þessum hætti byggir ekki síst á þeim góðu viðtökum sem rafræna greiðslumatið vegna íbúðalána fékk á sínum tíma,“ segir Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, en 40 prósent þeirra sem fara í gegnum greiðslumatið á vef bankans eru viðskiptavinir annarra banka. „Við sáum það vel þegar við kynntum stafræna greiðslumatið til leiks að snjallar lausnir sem auka þægindi, spara tíma og jafnvel peninga höfða til fleiri en okkar viðskiptavina. Greiðslumatið var þjónusta sem allir gátu nýtt sér.“ Iða Brá segir að með appinu geti fólk valið þá þjónustu sem hentar því best enda þurfi fólk ekki að vera með öll viðskipti hjá einum banka. Þá felist engin skuldbinding í því að sækja appið. „Við erum hvergi nærri hætt og munum á nýju ári kynna fleiri spennandi lausnir fyrir viðskiptavini okkar sem auðvelda þeim lífið og gera þjónustuna okkar enn þægilegri,“ segir Iða Brá.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira