Noregur á góðan möguleika á að komast í undanúrslitin á EM í handbolta kvenna eftir stórsigur á Hollandi, 29-16, í kvöld en mótið fer fram í Frakklandi.
Norska liðið þurfti að vinna sigur í kvöld vildi liðið halda möguleikunum opnum á að komast í undanúrslitin og lærimeyjar Þóris Hergeirssonar voru klárar í slaginn frá byrjun.
Þær keyrðu yfir toppliði Hollands sem var með fullt hús stiga fyrir leikinn í kvöld. Staðan í hálfleik var 15-7 og sigurinn var aldrei í hættu. Munurinn endaði í þrettán mörkum, 29-16.
Rúmenía og Holland eru með sex stig, Þýskaland, Ungverjaland og Noregur eru öll með fjögur stig svo það er allt opið fyrir síðustu umferðina á morgun en Noregur mætir Spáni sem er á botninum án stiga.
Rúmenía er komið með annan fótinn í undanúrslitin eftir tveggja marka sigur gegn Spánverjum, 27-25. Spánverjar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10.
Rúmenía þarf bara jafntefli gegn Ungverjalandi í grannaslagnum á miðvikudagskvöldið en gæti einnig komist áfram með tapi verði þeim önnur úrslit hagstæð.
Þórir opnaði milliriðil tvö upp á gátt
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti

Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti






Thomsen mættur aftur í íslenska boltann
Íslenski boltinn