Umhugsunarefni hve mikið nýjar íbúðir hafa hækkað í verði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2018 14:00 Fermetraverð nýrra og smærri íbúða hefur farið hækkandi. VÍSIR/VILHELM Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en kaupverð samkvæmt nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Þá voru um 94 prósent af nýjum íbúðalánum í október óvertryggð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir umhugsunarefni hversu mikið fermetraverð nýrra íbúða hefur hækkað undanfarin misseri. Samkvæmt desemberskýrslu Íbúðarlánasjóðs hefur vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um ríflega sjö prósent undanfarið ár, á sama tíma og vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um rétt rúm fjögur prósent. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þessi þróun meðal annars skýrast af því að nýjar íbúðir séu nú minni en áður. „Íbúðaverð í fasteignaauglýsingum er núna að hækka meira en verð í kaupsamningum um íbúðir og það er fyrst og fremst vegna þess að íbúðir sem núna eru settar á sölu í nýbyggingum eru núna að hækka talsvert hratt í verði. Auglýst meðalfermetraverð nýbygginga hefur núna hækkað um 17% á einu ári á meðan það hefur bara hækkað um þrjú prósent á öðrum íbúðum þannig að það er svolítið áhugaverð þróun,“ segir Ólafur. Viðsnúningur hefur orðið hvað þetta varðar að sögn Ólafs en fyrir tveimur árum voru íbúðir í nýbyggingu að meðaltali stærri heldur en aðrar íbúðir. „Það er auðvitað ljóst að nýjar íbúðir eru yfirleitt dýrari heldur en aðrar íbúðir sem eru á markaði. Ef við skoðum bara þessar litlu og meðalstóru íbúðir sem eru innan við 100 fermetrar að stærð að þá er ásett verð þeirra núna um fjórðungi hærra fermetraverðið heldur en annarra íbúða í sama stærðarflokki sem er á markaðnum og þessi munur hefur farið vaxandi undanfarin misseri sem er auðvitað ákveðið umhugsunarefni.“Verðbólga farið hækkandi og vextir óverðtryggðra lána einnig Þá sýna nýjustu tölur yfir ný íbúðalán mikla aukninu í óverðtryggðum lánum á nýliðnum haustmánuðum. Í október námu ný íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, 14,3 milljörðum króna og þar af voru óverðtryggð lán 13,4 milljarðar eða um 94% af nýjum íbúðalánum. „Eitt af því sem hefur áhrif er það að verðbólga hefur farið hækkandi svolítið á undanförnum misserum og því er spáð að hún hækki jafnvel eitthvað aðeins meira á næstu mánuðum þannig það kann að skýra að hluta þessa þróun. Á móti kemur að þá hafa vextir á óverðtryggðum lánum líka hækkað svolítið á allra síðustu vikum og það er eitthvað sem er vert að hafa í huga,“ segir Ólafur Heiðar. Samkvæmt skýrslu sjóðsins er ekki heldur útlit fyrir að breytingar verði á hlutfallslegri stærð leigumarkaðar á næstunni. Jafn margir landsmenn telja samkvæmt nýjustu könnun að þeir verði á leigumarkaði eftir hálft ár og þeir sem þar voru í september, eða um 17% einstaklinga á aldrinum 18 ára eða eldri. Húsnæðismál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hraðar en kaupverð samkvæmt nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Þá voru um 94 prósent af nýjum íbúðalánum í október óvertryggð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir umhugsunarefni hversu mikið fermetraverð nýrra íbúða hefur hækkað undanfarin misseri. Samkvæmt desemberskýrslu Íbúðarlánasjóðs hefur vísitala ásetts verðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um ríflega sjö prósent undanfarið ár, á sama tíma og vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um rétt rúm fjögur prósent. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að þessi þróun meðal annars skýrast af því að nýjar íbúðir séu nú minni en áður. „Íbúðaverð í fasteignaauglýsingum er núna að hækka meira en verð í kaupsamningum um íbúðir og það er fyrst og fremst vegna þess að íbúðir sem núna eru settar á sölu í nýbyggingum eru núna að hækka talsvert hratt í verði. Auglýst meðalfermetraverð nýbygginga hefur núna hækkað um 17% á einu ári á meðan það hefur bara hækkað um þrjú prósent á öðrum íbúðum þannig að það er svolítið áhugaverð þróun,“ segir Ólafur. Viðsnúningur hefur orðið hvað þetta varðar að sögn Ólafs en fyrir tveimur árum voru íbúðir í nýbyggingu að meðaltali stærri heldur en aðrar íbúðir. „Það er auðvitað ljóst að nýjar íbúðir eru yfirleitt dýrari heldur en aðrar íbúðir sem eru á markaði. Ef við skoðum bara þessar litlu og meðalstóru íbúðir sem eru innan við 100 fermetrar að stærð að þá er ásett verð þeirra núna um fjórðungi hærra fermetraverðið heldur en annarra íbúða í sama stærðarflokki sem er á markaðnum og þessi munur hefur farið vaxandi undanfarin misseri sem er auðvitað ákveðið umhugsunarefni.“Verðbólga farið hækkandi og vextir óverðtryggðra lána einnig Þá sýna nýjustu tölur yfir ný íbúðalán mikla aukninu í óverðtryggðum lánum á nýliðnum haustmánuðum. Í október námu ný íbúðalán, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, 14,3 milljörðum króna og þar af voru óverðtryggð lán 13,4 milljarðar eða um 94% af nýjum íbúðalánum. „Eitt af því sem hefur áhrif er það að verðbólga hefur farið hækkandi svolítið á undanförnum misserum og því er spáð að hún hækki jafnvel eitthvað aðeins meira á næstu mánuðum þannig það kann að skýra að hluta þessa þróun. Á móti kemur að þá hafa vextir á óverðtryggðum lánum líka hækkað svolítið á allra síðustu vikum og það er eitthvað sem er vert að hafa í huga,“ segir Ólafur Heiðar. Samkvæmt skýrslu sjóðsins er ekki heldur útlit fyrir að breytingar verði á hlutfallslegri stærð leigumarkaðar á næstunni. Jafn margir landsmenn telja samkvæmt nýjustu könnun að þeir verði á leigumarkaði eftir hálft ár og þeir sem þar voru í september, eða um 17% einstaklinga á aldrinum 18 ára eða eldri.
Húsnæðismál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira