Full hreinskilinn á köflum Sólveig Gísladóttir skrifar 29. desember 2018 08:00 Kristófer Jensson syngur með hljómsveitinni Lights on the Highway í kvöld og annað kvöld á Hard Rock. Sveitin hefur ekki komið saman í þrjú ár og Kristófer hlakkar mikið til. Fréttablaðið/ERNIR Þrjú ár eru síðan Lights on the Highway kom saman síðast en sveitin átti farsælan sprett í íslensku tónlistarlífi frá 2003 til 2012. Sveitin gaf út tvær breiðskífur á tímabilinu, seinni platan, Amanita Muscaria, var tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2009. Söngvari sveitarinnar, Kristófer Jensson, svarar hér nokkrum laufléttum spurningum. Fjölskylda? Konan mín er Guðlaug Arnþrúður Guðmundsdóttir, Adda, og börnin mín eru Kristel Eva, 11 ára, og Katla Maren, 3 ára.Hljómsveitir sem þú hefur verið í? Cyclone, Carpet, Thin Jim and the Castaways, Lights on the Higway.Áttu þér gælunafn? Oftast kallaður Kristó.Hvert er áramótaheitið fyrir 2019? Ég hef aldrei gefið út einhver sérstök áramótaheit, en ætlar maður ekki alltaf að reyna að vera betri útgáfa af sjálfum sér á nýju ári?Besta augnablik síðasta árs? Sumarfríið með fjölskyldunni.Kærasta æskuminningin? Heyskapur í sveitinni minni að Eiði í Kolgrafarfirði.Neyðarlegasta atvikið? Þegar ég hrundi í gólfið fyrir framan fullan strætó af fólki í Brighton á Englandi. Stóð upp til að hringja bjöllunni og var búinn að gleyma að það voru „pull up“ sæti í vagninum. Þegar ég ætlaði að setjast aftur var sætið farið. Það sprungu allir úr hlátri í vagninum, enda mjög fyndið atvik.Heitur pottur eða gufubað? Heitur pottur, svo gufubað.Klukkan hvað ferðu að sofa á kvöldin? Í kring um miðnætti.Hvenær vaknar þú á morgnana? Korter í sjö.Áttu bíl? Nei, en konan mín á tvo.Ástin er?… …?eins og sinueldur, ástin er segulstál.Bíómyndin sem þú getur horft á aftur og aftur? Requiem for a Dream.Þinn helsti löstur? Ég er full hreinskilinn á köflum.Þinn besti kostur? Að ég er full hreinskilinn á köflum.Áttu þér leikaratvífara? Einhverjir hafa sagt Mads Mikkelsen sem ég reyndar skil ekki.Áttu gæludýr? Nei.Draumahelgin? Rólegheit heima hjá mér með fjölskyldunni.Næst á dagskrá? Tvennir tónleikar á Hard Rock Reykjavík með Lights on the Highway 29. og 30. desember. Það eru þrjú ár frá því að við komum saman síðast þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkur. Uppselt er á fyrri tónleikana en einhverjir miðar eftir á seinni á tix.is. Svo bara áramót með öllu tilheyrandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Þrjú ár eru síðan Lights on the Highway kom saman síðast en sveitin átti farsælan sprett í íslensku tónlistarlífi frá 2003 til 2012. Sveitin gaf út tvær breiðskífur á tímabilinu, seinni platan, Amanita Muscaria, var tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2009. Söngvari sveitarinnar, Kristófer Jensson, svarar hér nokkrum laufléttum spurningum. Fjölskylda? Konan mín er Guðlaug Arnþrúður Guðmundsdóttir, Adda, og börnin mín eru Kristel Eva, 11 ára, og Katla Maren, 3 ára.Hljómsveitir sem þú hefur verið í? Cyclone, Carpet, Thin Jim and the Castaways, Lights on the Higway.Áttu þér gælunafn? Oftast kallaður Kristó.Hvert er áramótaheitið fyrir 2019? Ég hef aldrei gefið út einhver sérstök áramótaheit, en ætlar maður ekki alltaf að reyna að vera betri útgáfa af sjálfum sér á nýju ári?Besta augnablik síðasta árs? Sumarfríið með fjölskyldunni.Kærasta æskuminningin? Heyskapur í sveitinni minni að Eiði í Kolgrafarfirði.Neyðarlegasta atvikið? Þegar ég hrundi í gólfið fyrir framan fullan strætó af fólki í Brighton á Englandi. Stóð upp til að hringja bjöllunni og var búinn að gleyma að það voru „pull up“ sæti í vagninum. Þegar ég ætlaði að setjast aftur var sætið farið. Það sprungu allir úr hlátri í vagninum, enda mjög fyndið atvik.Heitur pottur eða gufubað? Heitur pottur, svo gufubað.Klukkan hvað ferðu að sofa á kvöldin? Í kring um miðnætti.Hvenær vaknar þú á morgnana? Korter í sjö.Áttu bíl? Nei, en konan mín á tvo.Ástin er?… …?eins og sinueldur, ástin er segulstál.Bíómyndin sem þú getur horft á aftur og aftur? Requiem for a Dream.Þinn helsti löstur? Ég er full hreinskilinn á köflum.Þinn besti kostur? Að ég er full hreinskilinn á köflum.Áttu þér leikaratvífara? Einhverjir hafa sagt Mads Mikkelsen sem ég reyndar skil ekki.Áttu gæludýr? Nei.Draumahelgin? Rólegheit heima hjá mér með fjölskyldunni.Næst á dagskrá? Tvennir tónleikar á Hard Rock Reykjavík með Lights on the Highway 29. og 30. desember. Það eru þrjú ár frá því að við komum saman síðast þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkur. Uppselt er á fyrri tónleikana en einhverjir miðar eftir á seinni á tix.is. Svo bara áramót með öllu tilheyrandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira