Áhorfendur ráða söguframvindunni í gagnvirkri Black Mirror-kvikmynd Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2018 19:45 Grunnsagan í þessari mynd er um 90 mínútur að lengd en með öllum valmöguleikunum er hún um tveir og hálfur tími að lengd. Nýjasta viðbótin við Black Mirror-söguheiminn er gagnvirk kvikmynd þar sem áhorfendur geta valið um framvindu sögunnar. Um er að ræða 90 mínútna langa mynd sem hefur fengið heitið Black Mirror: Bandersnatch, en Netflix auglýsir þessa viðbót sem fyrstu gagnvirku kvikmynd streymisveitunnar sem beint er að fullorðnum. Gagnvirkar kvikmyndir hafa áður litið dagsins ljós en þannig var það með teiknimyndina Puss in Boots: Trapped in an Epic Tale. Black Mirror: Bandersnatch hefst á stuttri sýnikennslu þar sem áhorfendur fá útskýringu á því hvernig þetta virkar allt saman. Fá áhorfendur val um að velja á milli tveggja kosta í hvert sinn en framvindan breytist eftir því hvað verður fyrir valinu. Áhorfendur fá tíu sekúndur til að velja á milli, ef þeir velja ekki þá er valið fyrir þá. Höfundur Black Mirror, Charlie Brooker, sagðist hafa leyft myndinni að rúlla í gegn án þess að velja.Hér fyrir neðan munu koma fram upplýsingar sem geta spillt áhorfi þeirra sem eiga eftir að sjá þessa mynd. Er þeim ráðlagt frá því að lesa lengra.Þessi mynd, sem hefur verið gerð aðgengileg á Netflix, hefur fimm mismunandi endalok, allt fer það eftir vali hvers áhorfanda hvaða endi hann fær. Ef einhver vill sjá allar útgáfurnar verður hann einfaldlega að velja mismunandi kosti í hvert sinn. Grunnsaga myndarinnar er 90 mínútur að lengd, en heildarlengd alls efnisins er upp undir tveir og hálfur klukkutími. Myndin gerist á níunda áratug síðustu aldar og segir frá ungum forritara sem vonast til að geta skapað tölvuleik sem mun slá í gegn þar sem spilarar fá val um söguframvinduna. Byggir hann tölvuleikinn á barnabók sem hann fékk í æsku þar sem lesendur gátu valið um framvindu. Fionn Whiehead, sem lék í Dunkirk, leikur forritarann unga en aðrir leikarar eru Will Poulter, Craig Parkinson, Alice Lowe og Asim Chaudhry.The Hollywood Reporter greinir frá því að myndin hafi verið um tvö ár í framleiðslu en tökur hennar stóðu yfir í 35 daga. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nýjasta viðbótin við Black Mirror-söguheiminn er gagnvirk kvikmynd þar sem áhorfendur geta valið um framvindu sögunnar. Um er að ræða 90 mínútna langa mynd sem hefur fengið heitið Black Mirror: Bandersnatch, en Netflix auglýsir þessa viðbót sem fyrstu gagnvirku kvikmynd streymisveitunnar sem beint er að fullorðnum. Gagnvirkar kvikmyndir hafa áður litið dagsins ljós en þannig var það með teiknimyndina Puss in Boots: Trapped in an Epic Tale. Black Mirror: Bandersnatch hefst á stuttri sýnikennslu þar sem áhorfendur fá útskýringu á því hvernig þetta virkar allt saman. Fá áhorfendur val um að velja á milli tveggja kosta í hvert sinn en framvindan breytist eftir því hvað verður fyrir valinu. Áhorfendur fá tíu sekúndur til að velja á milli, ef þeir velja ekki þá er valið fyrir þá. Höfundur Black Mirror, Charlie Brooker, sagðist hafa leyft myndinni að rúlla í gegn án þess að velja.Hér fyrir neðan munu koma fram upplýsingar sem geta spillt áhorfi þeirra sem eiga eftir að sjá þessa mynd. Er þeim ráðlagt frá því að lesa lengra.Þessi mynd, sem hefur verið gerð aðgengileg á Netflix, hefur fimm mismunandi endalok, allt fer það eftir vali hvers áhorfanda hvaða endi hann fær. Ef einhver vill sjá allar útgáfurnar verður hann einfaldlega að velja mismunandi kosti í hvert sinn. Grunnsaga myndarinnar er 90 mínútur að lengd, en heildarlengd alls efnisins er upp undir tveir og hálfur klukkutími. Myndin gerist á níunda áratug síðustu aldar og segir frá ungum forritara sem vonast til að geta skapað tölvuleik sem mun slá í gegn þar sem spilarar fá val um söguframvinduna. Byggir hann tölvuleikinn á barnabók sem hann fékk í æsku þar sem lesendur gátu valið um framvindu. Fionn Whiehead, sem lék í Dunkirk, leikur forritarann unga en aðrir leikarar eru Will Poulter, Craig Parkinson, Alice Lowe og Asim Chaudhry.The Hollywood Reporter greinir frá því að myndin hafi verið um tvö ár í framleiðslu en tökur hennar stóðu yfir í 35 daga.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira