Fyrsti leikur í undirbúningnum í kvöld Hjörvar Ólafsson skrifar 28. desember 2018 09:00 Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Álaborgar, verður með í kvöld. fréttablaðið Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf æfingar fyrir heimsmeistaramótið, sem hefst í janúar á komandi ári, skömmu fyrir jól. Guðmundur Þórður Guðmundsson og Gunnar Magnússon völdu þá 20 manna leikmannahóp fyrir mótið, en með liðinu æfðu einnig nokkrir leikmenn úr B-landsliðinu. Keppni lýkur ekki í Noregi og Svíþjóð fyrr en skömmu fyrir áramót og leikmenn íslenska liðsins sem leika þar koma seint til móts við hópinn. Þá var leikið í þýsku efstu deildinni í gærkvöldi. Þar áttust Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar hans hjá Rhein-Neckar Löwen og Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar hans hjá Kiel við. Ísland leikur fyrsta æfingarleik sinn af fimm þegar liðið og lærisveinar Arons Kristjánssonar hjá Barein leiða saman hesta sína í kvöld. Þetta er fyrri leikur af tveimur sem liðin leika, en þau verða svo saman í riðli á heimsmeistaramótinu. Auk Íslands og Bareins eru Króatía, Spánn, Makedónía og Japan undir stjórn Dags Sigurðssonar í B-riðli mótsins sem leikinn verður í München í Þýskalandi. Seinni leikur Íslands og Bareins fer fram á sunnudaginn kemur, en báðir leikirnir verða leiknir í Laugardalshöllinni. Ísland tekur svo þátt í fjögurra liða æfingamóti í Noregi dagana 3.-6. janúar. Þar mætir íslenska liðið Noregi, Brasilíu og loks Erlingi Richardssyni og liðsmönnum hans hjá Hollandi. Þaðan heldur liðið svo til München og mætir Króatíu í fyrsta leik riðlakeppninnar föstudaginn 11. janúar. Guðmundur Þórður sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum að fyrri leikurinn gegn Barein sem háður verður í kvöld verði notaður til þess að gefa öllum leikmönnum liðsins tækifæri á að spreyta sig. Þá væri hitt markmiðið í leiknum að gera tilraunir og æfa afbrigði sem liðið ætlaði að hafa í pokahorninu í varnar- og sóknarleik þegar á stóra sviðið kemur. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa allir verið að glíma við meiðsli undanfarið og leikurinn verður enn fremur nýttur til þess að kanna hvort þeir séu reiðubúnir til þess að leika með íslenska liðinu þegar á hólminn er komið á heimsmeistaramótinu. Guðmundur Þórður valdi fjóra leikstjórnendur í leikmannahóp sinn sem æft hefur síðustu daga til þess að vera viðbúinn því að Gísli Þorgeir og Haukur verði ekki orðnir nógu góðir af þeim meiðslum sem hafa verið að plaga þá. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf æfingar fyrir heimsmeistaramótið, sem hefst í janúar á komandi ári, skömmu fyrir jól. Guðmundur Þórður Guðmundsson og Gunnar Magnússon völdu þá 20 manna leikmannahóp fyrir mótið, en með liðinu æfðu einnig nokkrir leikmenn úr B-landsliðinu. Keppni lýkur ekki í Noregi og Svíþjóð fyrr en skömmu fyrir áramót og leikmenn íslenska liðsins sem leika þar koma seint til móts við hópinn. Þá var leikið í þýsku efstu deildinni í gærkvöldi. Þar áttust Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar hans hjá Rhein-Neckar Löwen og Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar hans hjá Kiel við. Ísland leikur fyrsta æfingarleik sinn af fimm þegar liðið og lærisveinar Arons Kristjánssonar hjá Barein leiða saman hesta sína í kvöld. Þetta er fyrri leikur af tveimur sem liðin leika, en þau verða svo saman í riðli á heimsmeistaramótinu. Auk Íslands og Bareins eru Króatía, Spánn, Makedónía og Japan undir stjórn Dags Sigurðssonar í B-riðli mótsins sem leikinn verður í München í Þýskalandi. Seinni leikur Íslands og Bareins fer fram á sunnudaginn kemur, en báðir leikirnir verða leiknir í Laugardalshöllinni. Ísland tekur svo þátt í fjögurra liða æfingamóti í Noregi dagana 3.-6. janúar. Þar mætir íslenska liðið Noregi, Brasilíu og loks Erlingi Richardssyni og liðsmönnum hans hjá Hollandi. Þaðan heldur liðið svo til München og mætir Króatíu í fyrsta leik riðlakeppninnar föstudaginn 11. janúar. Guðmundur Þórður sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum að fyrri leikurinn gegn Barein sem háður verður í kvöld verði notaður til þess að gefa öllum leikmönnum liðsins tækifæri á að spreyta sig. Þá væri hitt markmiðið í leiknum að gera tilraunir og æfa afbrigði sem liðið ætlaði að hafa í pokahorninu í varnar- og sóknarleik þegar á stóra sviðið kemur. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa allir verið að glíma við meiðsli undanfarið og leikurinn verður enn fremur nýttur til þess að kanna hvort þeir séu reiðubúnir til þess að leika með íslenska liðinu þegar á hólminn er komið á heimsmeistaramótinu. Guðmundur Þórður valdi fjóra leikstjórnendur í leikmannahóp sinn sem æft hefur síðustu daga til þess að vera viðbúinn því að Gísli Þorgeir og Haukur verði ekki orðnir nógu góðir af þeim meiðslum sem hafa verið að plaga þá.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45