Menning

Léttleiki, dýpt og allt þar á milli í kammerperlum Mozarts

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Camerarctica í Dómkirkjunni. Tónleikar eru vitanlega á döfinni um jólin.
Camerarctica í Dómkirkjunni. Tónleikar eru vitanlega á döfinni um jólin.
Camerarctica verður með sína hefðbundnu kertaljósatónleika í Garðakirkju á Álftanesi í kvöld klukkan 21 og Dómkirkjunni annað kvöld á sama tíma. Fluttar verða kammerperlur eftir Mozart og þó sum verkin séu spiluð ár eftir ár, og endurtekin þá nokkrum sinnum segir Ármann Helgason klarínettuleikari alltaf áskorun að koma að þeim og flytja þau eins vel og kostur sé.

„Þessi tónlist hefur allt til að bera, léttleikann, dýptina og allt þar á milli,“ segir hann.

Tuttugu og fimm ár eru frá því hópurinn hélt sína fyrstu tónleika af þessum toga og Ármann segir mörgum þykja ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu, nefnir sem dæmi að vel hafi verið mætt í Hafnarfjarðarkirkju nú á miðvikudagskvöldið.

Hópinn skipa að þessu sinni auk Ármanns þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×