Hætti að vera partur af teymi og stóð ein Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2019 14:30 Kolbrún Pálína opnar sig í forsíðuviðtali Vikunnar. vísir/vilhelm. Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir segir í forsíðuviðtali Vikunnar að fótunum hafi verið kippt undan henni þegar hún gekk í gegnum skilnað við barnsföður sinn fyrir þremur árum. Nú vinnur hún að þáttum um skilnaði í samstarfi við Sjónvarp Símans og Saga Film. Kolbrún hefur komið víða við en hún ritstýrði til að mynda Nýju Lífi og fylgitímariti Fréttablaðsins, Lífinu, á sínum tíma en einnig vann hún í töluverðan tíma á DV. Kolbrún hefur töluvert unnið í fjölmiðlum og núna er komið að sjónvarpinu. Örlögin teymdu hana í áttina að fjölmiðlaumhverfinu eins og hún segir sjálf í samtal við Vikuna. „Ég vann í tískuvöruverslun þegar sú ágæta keppni, Ungfrú Ísland.is, var haldin í annað sinn. Ég ætlaði mér aldrei að taka þátt í fegurðarsamkeppni en þátttakendurnir í keppninni komu til mín í verslunina og ég aðstoðaði þær konur við að finna föt fyrir fyrstu myndatökuna í undirbúningnum. Þá kom upp sú staða að ein stelpnanna sagði sig úr keppni og mér var boðið að taka þátt,“ segir Kolbrún í Vikunni en hún vann síðan keppnina og fylgdi titlinum ábyrgð að skrifa vikulega pistla um lífið og tilveruna á strik.is sem og hún gerði. Þarna var hún komin í fjölmiðlana. Kolbrún hefur gengið í gegnum margt undanfarin ár og eitt af því var skilnaðurinn við Þröst Jón Sigurðsson.Kolbrún er á forsíðu Vikunnar í fyrsta tölublaði ársins 2019.„Það breyttist allt í lífinu og fótunum var gjörsamlega kippt undan mér. Ég þurfti að enduruppgötva sjálfa mig frá a-ö. Ég hætti að vera partur af teymi og stóð ein,“ segir Kolbrún í Vikunni og bætir við að skilnaðurinn hafi verið gríðarlegt áfall. „Það er alveg sama hvernig skilnaður er kominn til, hver biður um hann eða hvað veldur. Hann er alltaf mikið áfall og ekki bara fyrir mann sjálfan heldur alla sem koma að fjölskyldunni. Maður syrgir ákveðna framtíð sem maður sá fyrir sér. Það leggur auðvitað enginn upp með að fara í samband með það að leiðarljósi að skilja. Auðvitað fór ég í gegnum sorg og gremju eins og fylgir því þegar hlutirnir ganga ekki upp. En ég ætla að leyfa mér að vera stolt líka. Við fylgdum hjartanu og lifum lífinu fyrir okkur sjálf í dag.“ Hún segist einnig hafa litið á skilnaðinn sem nýtt tækifæri. „Ég þekki til dæmis engan sem segist hafa skilið geggjað vel. Okkur er kennt allskonar um lífið og við fáum ráð, ákveðin gildi og fróðleik um eitt og annað þegar við hefjum lífsins vegferð en það segir okkur enginn hvernig við eigum að skilja enda var ekki jafnmikið um skilnaði hér áður fyrr.“ Kolbrún er í dag komin í nýtt samband og heitir maðurinn Jón Haukur Baldvinsson. Fjölskyldumál Tímamót Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir segir í forsíðuviðtali Vikunnar að fótunum hafi verið kippt undan henni þegar hún gekk í gegnum skilnað við barnsföður sinn fyrir þremur árum. Nú vinnur hún að þáttum um skilnaði í samstarfi við Sjónvarp Símans og Saga Film. Kolbrún hefur komið víða við en hún ritstýrði til að mynda Nýju Lífi og fylgitímariti Fréttablaðsins, Lífinu, á sínum tíma en einnig vann hún í töluverðan tíma á DV. Kolbrún hefur töluvert unnið í fjölmiðlum og núna er komið að sjónvarpinu. Örlögin teymdu hana í áttina að fjölmiðlaumhverfinu eins og hún segir sjálf í samtal við Vikuna. „Ég vann í tískuvöruverslun þegar sú ágæta keppni, Ungfrú Ísland.is, var haldin í annað sinn. Ég ætlaði mér aldrei að taka þátt í fegurðarsamkeppni en þátttakendurnir í keppninni komu til mín í verslunina og ég aðstoðaði þær konur við að finna föt fyrir fyrstu myndatökuna í undirbúningnum. Þá kom upp sú staða að ein stelpnanna sagði sig úr keppni og mér var boðið að taka þátt,“ segir Kolbrún í Vikunni en hún vann síðan keppnina og fylgdi titlinum ábyrgð að skrifa vikulega pistla um lífið og tilveruna á strik.is sem og hún gerði. Þarna var hún komin í fjölmiðlana. Kolbrún hefur gengið í gegnum margt undanfarin ár og eitt af því var skilnaðurinn við Þröst Jón Sigurðsson.Kolbrún er á forsíðu Vikunnar í fyrsta tölublaði ársins 2019.„Það breyttist allt í lífinu og fótunum var gjörsamlega kippt undan mér. Ég þurfti að enduruppgötva sjálfa mig frá a-ö. Ég hætti að vera partur af teymi og stóð ein,“ segir Kolbrún í Vikunni og bætir við að skilnaðurinn hafi verið gríðarlegt áfall. „Það er alveg sama hvernig skilnaður er kominn til, hver biður um hann eða hvað veldur. Hann er alltaf mikið áfall og ekki bara fyrir mann sjálfan heldur alla sem koma að fjölskyldunni. Maður syrgir ákveðna framtíð sem maður sá fyrir sér. Það leggur auðvitað enginn upp með að fara í samband með það að leiðarljósi að skilja. Auðvitað fór ég í gegnum sorg og gremju eins og fylgir því þegar hlutirnir ganga ekki upp. En ég ætla að leyfa mér að vera stolt líka. Við fylgdum hjartanu og lifum lífinu fyrir okkur sjálf í dag.“ Hún segist einnig hafa litið á skilnaðinn sem nýtt tækifæri. „Ég þekki til dæmis engan sem segist hafa skilið geggjað vel. Okkur er kennt allskonar um lífið og við fáum ráð, ákveðin gildi og fróðleik um eitt og annað þegar við hefjum lífsins vegferð en það segir okkur enginn hvernig við eigum að skilja enda var ekki jafnmikið um skilnaði hér áður fyrr.“ Kolbrún er í dag komin í nýtt samband og heitir maðurinn Jón Haukur Baldvinsson.
Fjölskyldumál Tímamót Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira