Einar Örn að kaupa fimm bensínstöðvar af N1 Hörður Ægisson skrifar 9. janúar 2019 06:45 Einar Örn Ólafsson. Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vinnur nú að því að ganga frá kaupum á fimm eldsneytisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt vörumerkinu „Dælunni“, af N1. Fjárfestingin er gerð í gegnum eignarhaldsfélagið Einir, sem er í eigu Einars Arnar, og ættu kaupin að klárast á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eldsneytisstöðvarnar, sem eru staðsettar við Fellsmúla, Holtagarða, Hæðasmára, Salaveg og í Mjódd, voru auglýstar til sölu í ágúst síðastliðnum á grundvelli sáttar N1 og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa olíufélagsins á smásölukeðjunni Festi en samkvæmt sáttinni skal salan vera til „nýrra óháðra“ keppinauta á eldsneytismarkaði. Salan á stöðvunum fimm og Dælunni er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en í sátt eftirlitsins við N1 kemur meðal annars fram að samkeppnisyfirvöld muni synja sölu ef hún eyðir ekki samkeppnislegum vandamálum eða skapar ný samkeppnisleg vandamál, kaupandi telst ekki trúverðugur nýr keppinautur eða salan brýtur í bága við skilyrði sáttarinnar. EBITDA stöðvanna – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var 97 milljónir króna án sameiginlegs kostnaðar og fjárbindingar frá þriðja fjórðungi 2017 til annars fjórðungs 2018 og hefur hækkað um 25 prósent frá árinu 2015 þegar EBITDA stöðvanna var 78 milljónir króna. Fram kemur í samantekt fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1, að stöðvarnar séu vel staðsettar og hafi verið í rekstri í 14 til 17 ár. Selt magn og framlegð hafi farið vaxandi á undanförnum árum. Þannig seldu stöðvarnar 3,5 milljónir lítra árið 2015, 3,8 milljónir árið 2016 og 4,2 milljónir á síðasta ári. Þá segir að tækifæri geti falist í því að fá leyfi til þess að færa eldsneytisstöð innan sveitarfélags en fá dæmi séu um opnun nýrra stöðva á höfuðborgarsvæðinu á liðnum árum. Einar Örn, sem var forstjóri Skeljungs á árunum 2009 til 2014, situr meðal annars í stjórn TM og á um 2,9 prósenta hlut í tryggingafélaginu í gegnum fjárfestingafélagið Einir. Þá er hann á meðal hluthafa í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, ásamt meðal annars viðskiptafélögum sínum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í N1, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Einar Örn er einnig á meðal stórra hluthafa í Gámaþjónustunni og Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sjá meira
Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vinnur nú að því að ganga frá kaupum á fimm eldsneytisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt vörumerkinu „Dælunni“, af N1. Fjárfestingin er gerð í gegnum eignarhaldsfélagið Einir, sem er í eigu Einars Arnar, og ættu kaupin að klárast á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eldsneytisstöðvarnar, sem eru staðsettar við Fellsmúla, Holtagarða, Hæðasmára, Salaveg og í Mjódd, voru auglýstar til sölu í ágúst síðastliðnum á grundvelli sáttar N1 og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa olíufélagsins á smásölukeðjunni Festi en samkvæmt sáttinni skal salan vera til „nýrra óháðra“ keppinauta á eldsneytismarkaði. Salan á stöðvunum fimm og Dælunni er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en í sátt eftirlitsins við N1 kemur meðal annars fram að samkeppnisyfirvöld muni synja sölu ef hún eyðir ekki samkeppnislegum vandamálum eða skapar ný samkeppnisleg vandamál, kaupandi telst ekki trúverðugur nýr keppinautur eða salan brýtur í bága við skilyrði sáttarinnar. EBITDA stöðvanna – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var 97 milljónir króna án sameiginlegs kostnaðar og fjárbindingar frá þriðja fjórðungi 2017 til annars fjórðungs 2018 og hefur hækkað um 25 prósent frá árinu 2015 þegar EBITDA stöðvanna var 78 milljónir króna. Fram kemur í samantekt fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1, að stöðvarnar séu vel staðsettar og hafi verið í rekstri í 14 til 17 ár. Selt magn og framlegð hafi farið vaxandi á undanförnum árum. Þannig seldu stöðvarnar 3,5 milljónir lítra árið 2015, 3,8 milljónir árið 2016 og 4,2 milljónir á síðasta ári. Þá segir að tækifæri geti falist í því að fá leyfi til þess að færa eldsneytisstöð innan sveitarfélags en fá dæmi séu um opnun nýrra stöðva á höfuðborgarsvæðinu á liðnum árum. Einar Örn, sem var forstjóri Skeljungs á árunum 2009 til 2014, situr meðal annars í stjórn TM og á um 2,9 prósenta hlut í tryggingafélaginu í gegnum fjárfestingafélagið Einir. Þá er hann á meðal hluthafa í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, ásamt meðal annars viðskiptafélögum sínum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í N1, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Einar Örn er einnig á meðal stórra hluthafa í Gámaþjónustunni og Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent