Skilaði 15 prósenta ávöxtun í fyrra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. janúar 2019 09:00 Ray Dalio, stofnandi Bridgewater Associates. Nordicphotos/Getty Sjóður í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Bridgewater Associates skilaði 14,6 prósenta ávöxtun á síðasta ári, samkvæmt heimildum Financial Times, á sama tíma og vogunarsjóðir skiluðu að meðaltali neikvæðri ávöxtun upp á 6,7 prósent. Árleg ávöxtun sjóðsins, Pure Alpha Strategy, hefur verið 12 prósent að meðaltali frá því hann var settur á laggirnar árið 1991. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári var sú besta í fimm ár. Bridgewater, sem milljarðamæringurinn Ray Dalio stýrir, er stærsti vogunarsjóður í heimi með eignir í stýringu upp á 160 milljarða dala. Sjóðurinn hefur hagnast um ríflega 50 milljarða dala á líftíma sínum, samkvæmt gögnum frá LCH Investments. Stjórnendur vogunarsjóðsins hafa um nokkurt skeið lýst yfir áhyggjum sínum af minni vexti í heimshagkerfinu og sagt marga fjárfesta vera andvaralausa gagnvart aðhaldsaðgerðum seðlabanka víða um heim. „Við eigum eftir að horfa fram á töluvert veikari hagvöxt árið 2019, miðað við okkar greiningar, og fjárfestar eru almennt ekki að taka mið af því í verðlagningu sinni,“ sagði Greg Jensen, sjóðsstjóri hjá Bridgewater, í samtali við Reuters í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aukin áhersla á framtaksfjárfestingar Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management hefur ráðist í nokkrar umfangsmiklar framtaksfjárfestingar í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu misserum. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sjóður í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Bridgewater Associates skilaði 14,6 prósenta ávöxtun á síðasta ári, samkvæmt heimildum Financial Times, á sama tíma og vogunarsjóðir skiluðu að meðaltali neikvæðri ávöxtun upp á 6,7 prósent. Árleg ávöxtun sjóðsins, Pure Alpha Strategy, hefur verið 12 prósent að meðaltali frá því hann var settur á laggirnar árið 1991. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári var sú besta í fimm ár. Bridgewater, sem milljarðamæringurinn Ray Dalio stýrir, er stærsti vogunarsjóður í heimi með eignir í stýringu upp á 160 milljarða dala. Sjóðurinn hefur hagnast um ríflega 50 milljarða dala á líftíma sínum, samkvæmt gögnum frá LCH Investments. Stjórnendur vogunarsjóðsins hafa um nokkurt skeið lýst yfir áhyggjum sínum af minni vexti í heimshagkerfinu og sagt marga fjárfesta vera andvaralausa gagnvart aðhaldsaðgerðum seðlabanka víða um heim. „Við eigum eftir að horfa fram á töluvert veikari hagvöxt árið 2019, miðað við okkar greiningar, og fjárfestar eru almennt ekki að taka mið af því í verðlagningu sinni,“ sagði Greg Jensen, sjóðsstjóri hjá Bridgewater, í samtali við Reuters í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aukin áhersla á framtaksfjárfestingar Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management hefur ráðist í nokkrar umfangsmiklar framtaksfjárfestingar í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu misserum. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Aukin áhersla á framtaksfjárfestingar Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management hefur ráðist í nokkrar umfangsmiklar framtaksfjárfestingar í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu misserum. 9. janúar 2019 09:00