Bakslag hjá Guðjóni Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:20 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari þurfti að breyta HM-hópnum rétt fyrir að hann var tilkynntur. Guðmundur segir að það hafi gengið á ýmsu, vegna meiðsla og veikinda. Hann segist hafa aldrei lent í öðru eins. Hann hafi þurft að gera tvær breytingar nú stuttu fyrir fundinn. „Hnémeiðsli hafa verið að plaga hann,“ segir Guðmundur um meiðsli Guðjóns Vals. „Það sást ekkert stórvægilegt við skoðun í gær og Guðjón Valur mætti á æfingu og allt gekk vel. En þá kom aftur bakslag í dag. Þá var ekkert annað að gera en að hann fengi sína meðhöndlun og svo sjáum við til,“ sagði Guðmundur. Guðmundur útilokar það heldur ekki að Guðjón Valur Sigurðsson komi inn í liðið á miðju móti. Það má gera þrjár breytingar á hópnum á meðan mótinu stendur. Mega eiga sér stað hvenær sem er. „Við höldum öllu opnu. Það veit enginn hvernig staðan er á meiðslunum, en það er þó ekki útilokað,“ sagði Guðmundur. Það fer ekkert á milli mála að það er áfall fyrir íslenska landsliðið að missa fyrirliðann rétt fyrir mót. „Það er alltaf skellur þegar einn besti leikmaður liðsins getur ekki tekið þátt. Hann er einn besti hornamaður heims og var að spila afar vel á mótinu í Noregi. Guðjón hefur spilað frábærlega með sínu félagsliði og þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur. Sem betur fer eigum við tvo frábæra hornamenn í þessari stöðu til að taka við,“ sagði Guðmundur en í vinstra horninu verða þeir Bjarki Már Elísson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, fór meiddur af velli á móti Hollandi í æfingamótinu í Noregi, og strax komu upp áhyggjur um að hann gæti jafnvel misst af HM í Þýskalandi og Danmörku. Guðjón Valur er að glíma við hnémeiðsli og viðurkenndi að hann hafi verið að glíma við þau í nokkurn tíma. „Mér var bara rosalega illt og ég er að vonast til að ná að losna við þennan verk,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við RÚV eftir Noregsmótið. Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið með íslenska landsliðinu á öllum stórmótum þess á öldinni eða öllum stórmótum Íslands frá og með EM í Króatíu 2000. HM í Króatíu fyrir ári síðan var hans 21. stórmót með íslenska landsliðinu en Guðjón Valur hefur alls leikið 131 leik fyrir Ísland á stórmótum (HM, EM eða Ólympíuleikum). Leikur Guðjóns Vals á móti Hollandi var hans 353. fyrir íslenska landsliðið en hann hefur skorað í þeim 1845 mörk sem er heimsmet. 1845 mörk þýða að hann hefur skorað 5,2 mörk að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari þurfti að breyta HM-hópnum rétt fyrir að hann var tilkynntur. Guðmundur segir að það hafi gengið á ýmsu, vegna meiðsla og veikinda. Hann segist hafa aldrei lent í öðru eins. Hann hafi þurft að gera tvær breytingar nú stuttu fyrir fundinn. „Hnémeiðsli hafa verið að plaga hann,“ segir Guðmundur um meiðsli Guðjóns Vals. „Það sást ekkert stórvægilegt við skoðun í gær og Guðjón Valur mætti á æfingu og allt gekk vel. En þá kom aftur bakslag í dag. Þá var ekkert annað að gera en að hann fengi sína meðhöndlun og svo sjáum við til,“ sagði Guðmundur. Guðmundur útilokar það heldur ekki að Guðjón Valur Sigurðsson komi inn í liðið á miðju móti. Það má gera þrjár breytingar á hópnum á meðan mótinu stendur. Mega eiga sér stað hvenær sem er. „Við höldum öllu opnu. Það veit enginn hvernig staðan er á meiðslunum, en það er þó ekki útilokað,“ sagði Guðmundur. Það fer ekkert á milli mála að það er áfall fyrir íslenska landsliðið að missa fyrirliðann rétt fyrir mót. „Það er alltaf skellur þegar einn besti leikmaður liðsins getur ekki tekið þátt. Hann er einn besti hornamaður heims og var að spila afar vel á mótinu í Noregi. Guðjón hefur spilað frábærlega með sínu félagsliði og þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur. Sem betur fer eigum við tvo frábæra hornamenn í þessari stöðu til að taka við,“ sagði Guðmundur en í vinstra horninu verða þeir Bjarki Már Elísson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, fór meiddur af velli á móti Hollandi í æfingamótinu í Noregi, og strax komu upp áhyggjur um að hann gæti jafnvel misst af HM í Þýskalandi og Danmörku. Guðjón Valur er að glíma við hnémeiðsli og viðurkenndi að hann hafi verið að glíma við þau í nokkurn tíma. „Mér var bara rosalega illt og ég er að vonast til að ná að losna við þennan verk,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við RÚV eftir Noregsmótið. Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið með íslenska landsliðinu á öllum stórmótum þess á öldinni eða öllum stórmótum Íslands frá og með EM í Króatíu 2000. HM í Króatíu fyrir ári síðan var hans 21. stórmót með íslenska landsliðinu en Guðjón Valur hefur alls leikið 131 leik fyrir Ísland á stórmótum (HM, EM eða Ólympíuleikum). Leikur Guðjóns Vals á móti Hollandi var hans 353. fyrir íslenska landsliðið en hann hefur skorað í þeim 1845 mörk sem er heimsmet. 1845 mörk þýða að hann hefur skorað 5,2 mörk að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira